Afrekaskrá.
27.10.2009 | 02:31
Hér tel ég upp nokkur verkefni sem ríkisstjórnin hefur sett á "hold" eða í einhvers konar uppnám með aðgerðum sínum og fyrirætlunum undanfarið.
Aflþynnuverksmiðja í Eyjafirði. Stækkun í uppnámi út af orkuskatti.
Álver við Húsavík. Stopp.
Álver í Helguvík. Tafir.
Kísilflöguverksmiðja í Reykjanesbæ, Stopp.
Gagnver í Reykjanesbæ. ?.
Gagnaver við Blönduós. ?.
Gróðurhúsaræktun önnur en kannabis. Uppnám út af orkuskatti.
Álverið í Straumsvík. Óljósar kjaftasögur um lokun bráðum út af orkuskatti.
Mannvit, verkfræðistofa, vann að 7 verkefnum sem öll hafa verið stoppuð af.
Burtséð frá því hvað mönnum finnst um tiltekin fyrirtæki í þessu, þá eru það allavega ekki uppbyggileg áform hjá ríkisstjórninni að bregða fæti fyrir allar stærri framkvæmdir og uppbyggingu sem í bígerð er í landinu á þessum blankheitatímum.
![]() |
Í bið vegna orkuskatts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úff.
27.10.2009 | 01:38
![]() |
Hræódýr í framleiðslu en malar gull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungar konur og gamlir kallar.
26.10.2009 | 19:59
Þetta eru ekki nýjar fréttir. Það hefur lengi tíðkast, allavega eins langt aftur og sögur ná, að ungar greindar konur ná sér í gamla kalla, sérstaklega ef þeir eru vel stæðir. Og við þekkjum það auðvitað vel hér á Íslandi að jafnvel forríkar konur ná sér í gamla ljóta íslenska kalla ef þær fá út úr því eitthvað sem erfitt er að fá fyrir peninga eins og t.d. aðgang að valdamönnum heimsins og þjóðhöfðingjamakatign.
En ég veit nú ekki hvort hjónabandið er alltaf farsælt í öllu tilliti þó allir séu að tryggja sér ákveðna hagsmuni og geti a.m.k. verið ánægðir með það.
![]() |
Mælt með að konan sé yngri og klárari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Asninn og gulrótin.
26.10.2009 | 13:04
Ég er auðvitað sammála því að AGS er að fremja hér efnahagsleg hryðjuverk. Það er bara þeirra siður að vaða í hlutina af hörku og láta sig litlu varða aðra hluti en þá sem þeirra tilvera snýst aðallega um, að innheimta skuldir.
Það sem er verst hér á landi er asnaskapur stjórnvalda og algjör aumingjaskapur og undirlægjuháttur gagnvart þessum sjóði. Menn eru stöðugt að skrifa undir nýjar skuldbindingar sem eiga að leysa okkar vanda. Og gulrótin sem er fyrir framan stjórnvöld er alltaf sú að í næstu viku verði mál Íslands tekið fyrir hjá AGS og að þá fari stóra lánið að koma. Þannig hefur þetta gengið síðan í febrúar s.l. þegar okkar mál átti að taka fyrir. Því var frestað og frestað og frestað og frestað og frestað og frestað nokkrum sinnum í viðbót þangað til núna. Nú segir ríkisstjórnin að þetta verði tekið fyrir, ekki á morgun, heldur hinn. En málið er ekki enn komið á dagskrá AGS þannig að líklega verður því enn frestað.
Og hvaða ástæður hafa verið fyrir þessum frestunum, jú, stjórnmálaástandið ótryggt, kosningar framundan, ný ríkisstjórn, fjárlagagerð, niðurskurður á fjárlögum, skattahækkunarþörf, afgreiðsla Icesave, fyrirvarar við Icesave, afgreiðsla Icesave aftur og ýmislegt fleira sem ég man ekki nákvæmlega.
En nú er þetta allt afgreitt og asninn vonar að nú nái hann gulrótinni, stóra láninu frá AGS. Hann skilur greinilega ekki að gulrótin er alltaf jafnlangt í burtu og hann fær hana aldrei, þegar asninn hefur lokið sínu starfi verður það AGS fyrir hönd sinna umbjóðenda sem étur gulrótina. Fáist lánið verða það erlendir lánadrottnar sem hrifsa það frá Asnanum á hálftíma og greiða sjálfum sér upp sín lán á Íslandi með þessari gulrót. En asninn liggur eftir vinnulúinn og svangur með enga gulrót en fullt af skuldum, kannski skömmustulegur út af asnaskapnum.
![]() |
Segir AGS stunda hér efnahagsleg hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikið talað um hvernig Íslendingar geti borgað Icesave og allt hitt sem ríkisóstjórnin er að skrifa undir fyrir vini sína í útrásinni og bönkunum.
Þegar skuldabagginn stækkar er þolmörkum stöðugt breytt.
T.d. var fyrir nærri ári síðan talið að skuldaþol ríkisins gæti numið um 160% af landsframleiðslu, svo hækkaði þetta viðmið í um 200% og síðan í um 240% og nú stefnir í að skuldirnar stefni í yfir 300% af landsframleiðslu og enn er skuldaþolinu breytt þannig að þetta verði í lagi, allt til að menn haldi áfram að skrifa undir.
Nú er það líka svo að landsframleiðslan, hvort sem hún er verg, eða ekki, er hugtak sem oft er notað, en fáir vita almennilega hvað er, þetta er sem sagt frekar loðið hugtak og flestir geta sætt sig við þessar tölur af því þeir skilja hvort sem er ekki hvað þær þýða.
Þess vegna ætla ég að reyna að skýra betur skuldabaggann og setja hann í samhengi við auðskiljanlegar hagstærðir.
Skv. umræðunni undanfarið virðast skuldir og skuldbindingar ríkisins stefna í a.m.k. þrjú þúsund milljarða króna og kannski nær 4 þúsund eða jafnvel enn meira. Þetta fer aðallega eftir því hvenær víxileyðublöðin verða búin og ekki hægt að skrifa undir meira.
En allavega 3 þúsund milljarðar, það er varlega áætlað.
Svo má bera þetta saman við öll útborguð laun í landinu. Skv. upplýsingum Vinnumálastofnunar eru nú 155644 einstaklingar á vinnumarkið á Íslandi með vinnu. Skv. lauslegri athugun á netinu virðast útborguð meðallaun vera eitthvað um eða rétt yfir 200 þús. kr. á mánuði eða um 2,4 milljónir á ári.
Sé þetta margfaldað saman má sjá að greidd heildarlaun í landinu eru um 374 milljarðar á ári. Og þetta er það sem hægt er að taka af fólki með skattahækkunum. Meira er ekki hægt að taka, og nóta bene, þá er líka ekki verið að tala um að borga út nein laun. Ef bara væru tekin 50% af útborguðum launum, þá væru það um 187 milljarðar, sem dugir ekki einu sinni til að loka fjárlagagatinu, hvað þá til að borga meiri vexti og afborganir af Icesave og öðrum víxlum sem er verið að fjölfalda um þessar mundir.
Skuldir ríkisins eru sem sagt a.m.k. 8 sinnum meiri en landsmenn fá útborgað í vasa sína á ári.
Og eins og ég sagði er ekki hægt að ná meiru inn. Það þýðir ekki að skattleggja gjaldþrota fyrirtæki, og það virðist ekki vera vilji til að sækja neitt til landflótta bankaræningja. Staðan er því vonlaus og hvað sem öllum fullyrðingum hagfræðinga og stjórnmálamanna líður þá er ríkissjóður nú þegar gjaldþrota. Þessa staðreynd þarf að viðurkenna og hætta að óska sér annars, því þetta er veruleikinn. Þegar öll verðmætasköpun landsins dugir ekki, þó allir vinnandi menn afsöluðu sér öllum launum sínum til ríkissjóðs og það dugir ekki til að standa undir víxlafylleríinu, þá er ríkissjóður gjaldþrota.
Og þetta er staðan nú þegar. Ríkið er gjaldþrota. Það getur aldrei borgað allt sem búið er að skrifa undir. 2007 bankahagfræðin og AGS hafa tekið völdin af ríkisstjórninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sýnið nú skynsemi og hættið þessari Icesave vitleysu.
23.10.2009 | 13:03
Heyrði þessa vísu um Icesave og AGS og stjórnarfarið í gærkvöld.
Icesave ekki borga á,
og AGS ekki stjórna má.
Því ef svo fer,
þá fer sem fer,
og fer allt til fjandans hér.
![]() |
Icesave til fjárlaganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.10.2009 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A newly found Shakespare phoem about Gordon Brown.
22.10.2009 | 20:11
To Mister Gordon Brown.
Downing street 10,
London.
Dear Mr. Gordon Brown.
I found on my desk this poem which I belive your famous William Shakespare put there with his spirit for me to send to you. So here you have it Mr. Brown.
Gordon Brown is a clown,
corrupt and greased.
He will take his party down.
His career is deceased.
He is a bully and bitch,
careless and boring.
When I hear him I itch,
until next morning.
You think you are clever and cool,
but you are just a fool.
Full of bullshit and lies,
I can see it in your eyes.
The Brits lost theyr money
to Icesave and Edge offshore.
Because they always obey,
when greed says; More! More!
You blame it on Iceland,
thats your own scandal.
There are bankers to blame,
they played the wrong game.
You used the terrorist act,
but thats not the worst,
because still it´s a fact,
your money is forever lost.
Bloggar | Breytt 23.10.2009 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steingrímur á merinni.
21.10.2009 | 23:22
Nú styttist í að Icesave verði aftur tekið fyrir á Alþingi og reynt að koma því í gegn. IMF og Fitch rating reka á eftir, IMF með því að nú sé loksins allt að verða klárt fyrir stóra lánið sem öllu bjargar og Fitch með því að verði ekki skrifað undir lækki lánshæfismatið hjá ríkinu úr rusl í algjört rusl. Það hlýtur nú ekki síður að gera það ef skrifað er undir Icesave, ég skil nú ekki hvernig það getur bætt lánshæfismatið að taka risalán á okurvöxtum ofan í risa fjárlagagat hjá smáríki í fallhlífarlausu efnahagslegu "base" jumpi.
En hvað um það, ég heyrði vísur um þetta sem ég ætla að koma á framfæri hér.
"Steingrímur á merinni" heitir kvæðið.
Steingrímur á merinni,
er að smala þjóðinni.
Hvað ætlarðu að gera enni,
hvað á nú að bjóða henni.
Í réttina þau reka Þing,
kellingar og vesaling.
Hundum tveim er sigað á,
sem handrukkara kalla má.
Steingrímur er knapi knár,
og merin hefur ljósgrátt hár.
Vinstri græn þau reka í hring,
með hundana frá IMF og Fitch rating.
Icesave skuld á ekki að greiða,
tíminn mun það leiða í ljós.
En sökudólga þarf að veiða,
og spillingar að moka fjós.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað á þessi eins prósents, sautján bréfa forseti, að segja af sér.
21.10.2009 | 20:39
Ég hef svo sem komið mínu áliti á Ólafi Ragnari á framfæri hér áður og vísa bara í gamla færslu sem enn er í fullu gildi.
Hér kemur hluti af henni til glöggvunar.
Ómar Ragnarsson sendi Ólafi skólafélagakveðju á bloggi sínu með svohljóðandi vísu.
Þó að um þig standi styrr
styrk þér veiti Drottinn.
Haltu áfram eins og fyrr
ekki af baki dottinn.
Í framhaldi af þessari vísu Ómars urðu þessar til.
Þó að um þig standi styrr,
skjótt þig hirði Skrattinn.
Þú þarft eins og alltaf fyrr,
Bessastaða skattinn.
Þó þér móti blási byrr,
og keikur sért og montinn.
Þú ert eins og áður fyrr,
enn af baki dottinn.
Þó þú sjaldan sitjir kyrr,
falskur mjög og gortinn.
Þú ert enn sem aldrei fyrr,
pólitískur hrottinn.
Restina má finna í bloggfærslu frá 22. ágúst s.l.
![]() |
Íhugar að birta bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Exista tapaði 1. milljón á hvern landsmann. - Slær út met Jóns Ásgeirs.
21.10.2009 | 20:05
Skv. uppgjöri (eða niðurgjöri) Exista um daginn tapaði félagið undir styrkri stjórn Bakkavararbræðra og fleiri málsmetandi vel ættaðra manna, alls um 306 milljörðum króna á uppgjörstímabilinu. Þetta samsvarar rétt um sléttri einni milljón á hvern núlifandi Íslending, eða um 5 milljónum króna á algenga íslenska fjölskyldu á besta skeiði ævinnar. Þetta er ennþá meira tap en í nýlegu stórglæsilegu Íslandsmeti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem nú virkar ekki lengur merkilegt í samanburði við þessar tölur. Og til að glöggva sig enn betur á þessum tölum þá mætti gera ágætis jarðgöng mestalla leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir svona upphæð m.v. þekktan kílómeterskostnað við jarðgangagerð á Íslandi.
Þó þetta sé gríðarlegt tap er auðvitað ekki þar með sagt að þetta tap lendi á íslendingum eða íslenskum fjölskyldum nema því verði einhvern veginn laumað inn á heimilin með hærri gjaldskrám hjá þeim fyrirtækjum sem Exista hefur enn eignarhald á að nafninu til. En þau félög verða væntanlega hirt upp í kröfur helstu kröfuhafa Existu fljótlega og í framhaldinu blóðmjólkuð til að kröfuhafar fái einhverja peninga upp í skuldir. Ætli bótasjóður VÍS verði ekki allur hirtur upp í kröfur og ríkið svo látið splæsa í nýjan bótasjóð líkt og gerðist hjá Sjóvá þegar það spanderaði bótasjóði sínum í fasteignabólu í einhverju kínversku fríríki.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað kostar að halda úti öllum þessum greiningardeildum?
21.10.2009 | 13:06
Maður veltir fyrir sér til hvers er verið að halda úti þessum greiningardeildum bankanna. Ég man ekki eftir að nein þeirra hafi nú séð fyrir hrunið í fyrra og fall bankanna sem þessar greiningardeildir voru hluti af. Hefðu þó átt að vera hæg heimatökin að greina hvert þeirra eigin rekstur stefndi. En þess utan minnir mig að í hátt í áratug hafi trendið í spám þeirra verið lækkandi verðbólga og stöðugleiki, og í seinni tíð spár um lækkandi vexti. Ekkert af þessu hefur gengið eftir, fjarri því.
Það er því algjör fíflagangur ef einhver fer að taka mark á þessum greiningardeildum núna. Best væri að leggja þær niður og spara peninga fyrst þetta er komið undir ríkishattinn hvort eða er. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hljóta að geta greint eigin vandamál jafnvel og þessir grínklúbbar í bönkunum.
![]() |
Telja ólíklegt að ríkissjóður lendi í greiðslufalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrsti fjöldamorðingi í Ameríku var Íslensk kona.
21.10.2009 | 07:49
Það má eflaust eitthvað deila um hver sé fyrsti fjöldamorðinginn í Bandaríkjunum. Ég ætla ekkert að spá í það í sjálfu sér, en fyrsti fjöldamorðinginn sem ég veit um í Ameríku, löngu áður en Bandaríkin urðu til var Freydís Eiríksdóttir, systir Leifs heppna.
Þannig var að fáum árum eftir að Leifur og félagar fundu Ameríku, eða Vínland eins og það mun hafa verið kallað þá, fyrir um ellefu aldamótum síðan, fóru tvö skip frá Íslandi þangað.
Freydís Eiríksdóttir réði fyrir öðru skipinu, ekki man ég hver réði hinu. Skipshafnirnar reistu sér búðir og hugðust dvelja um hríð á Vínlandi þegar þangað var komið. En ekki gekk nú samstarf þessara aðila vel, einhverjar hnútur gengu milli manna og fjandskapur óx. Fór svo að nótt eina laumaðist Freydís úr skála sínum og reif föt sín og kom svo organdi inn og lét líta svo út sem menn úr hinu liðinu hefðu nauðgað sér eða gert tilraun til þess. Ræsti hún út sinn mannskap og fór með þá í hinn skálann alvopnaða. Þar voru menn vaktir upp og leiddir út einn í einu þar sem Freydís banaði þeim eigin hendi þar til allir voru dauðir og hins meinta glæps að fullu hefnt. Síðar þegar heim var komið eftir þessa Vínlandsför kvisaðist hið sanna út, að Freydís hafði logið upp á mennina og vélað sína menn til að leiða þá út í dauðann á fölskum forsendum. Var þetta talið hið versta óhæfuverk og tel ég að þetta sé fyrsta fjöldamorð, a.m.k. hvítra manna, í Ameríku og Freydís þar með fyrsti fjöldamorðinginn í þeirri heimsálfu.
Þar með eiga Íslenskir víkingar heiðurinn af þessu, eða þannig.
Þeir sem vilja kynna sér þetta betur geta gert það með því að lesa Íslendingasögurnar, t.d. Eiríks sögu rauða o.fl.
![]() |
Fyrsti fjöldamorðingi Bandaríkjanna látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn er margt að koma upp á yfirborðið.
21.10.2009 | 00:47
Það er eins og endalaust komi fram nýjar upplýsingar um undanskot og blekkingar ýmissa aðila í aðdraganda hrunsins. Á hverjum degi koma nýjar fréttir af slíkum málum.
Ég heyrði í dag vísu sem lýsir þessu kannski ágætlega. Læt hana flakka hér.
Ljúga, svíkja, pretta og stela,
víða eru sýkingar.
Ennþá hafa margt að fela,
bankamenn og víkingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru Landsvirkun og Íbúðalánasjóður töpuð, ég útskýri hvers vegna það er óhjákvæmilegt.
19.10.2009 | 19:27
Á hvíldardeginum í gær sem skv. trúnni og boðorðunum á að halda heilagan, tilkynnti heilög Jóhanna um að ritað yrði undir nýtt Icesave samkomulag sem hún og gerði í dag og væntanlega verður heilagur samningur sem kemur okkur sjálfsagt nauðugum viljugum inn í heilagt himnaríki ESB. Þetta virðast allavega vera trúarbrög Samfylkingarinnar.
En eins og menn heyra glöggt í fréttum þá eru þetta ennþá afarsamningar, m.a. hægt að ganga að ríkisfyrirtækjum upp í skuldina fáist hún ekki greidd með skilum á gjalddögum. Það er auðvitað hverjum manni ljóst sem eitthvað hefur fengist við skuldir að þessa skuld verður aldrei hægt að greiða og því verða ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun og Íbúðalánasjóður og mörg fleiri tekin upp í skuldina.
Nema! Ef þessum ríkisfyrirtækum er breytt í hlutafélög og sett á markað eins og það var kallað í góðærinu. Þá eru þetta ekki ríkisfyrirtæki lengur og ekki hægt að hirða þau af ríkinu. En þessi leið er samt gagnslaus. Hér er allt efnahagslífið í kaldakoli og verður áfram, öll stór fyrirtæki eru við dauðans dyr eða orðin ríkisfyrirtæki. Engir kaupendur að svona fyrirtækjum, lífeyrissjóðirnir horfa í gaupnir sér, þykjast ekkert mega eða geta gert að gagni núna, eru sjálfsagt líka að breiða yfir tap sem er ekki að fullu komið fram hjá þeim. Þannig að þaðan kemur ekkert gagnlegt.
Þá er það þannig að einu mögulegu kaupendurnir að þessum fyrirtækjum, vilji menn reyna að fá meira fyrir þau en fæst með því að þau verði hirt á nauðungarsölum upp í skuldina, eru erlendir. Og þar með eru þessi fyrirtæki, hugsanlega öll ríkisfyrirtæki í landinu glötuð, í þeim skilningi að þau munu lenda í höndum útlendinga sem munu reka þau, halda gjaldskrám háum og nota arðinn á sínum heimavelli. Þannig að það kemur út á eitt hvort ríkisfyrirtækin verða hirt af okkur upp í afborganir eða einkavædd, þau tapast hvort eð er.
Þannig erum við ekki bara að borga Icesave ef Alþingi samþykkir samninginn. Heldur munum við borga miklu meira í gegnum glötuð fyrirtæki og fyrirsjáanlega fjármagnsflutninga frá þeim um ókomna framtíð. Er þetta góður samningur??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum í svipaðri stöðu og Kína 1978.
16.10.2009 | 01:09
Ég var að lesa stórmerkilega skýrslu sem heitir "Why is China growing so fast". Þessi skýrsla var gerð í tilefni af 15 ára afmæli Kínverska efnahagsundursins. Nú eru komin önnur 15 ár og Kínverska efnahagsundrið orðið 30 ára. Því er tilefni til að rifja þessa skýrslu hér upp og skoða hana í samhengi við stöðu Íslands í dag og þá staðreynd að þótt heimskreppan herji á Kína eins og Ísland er hagvöxtur þar samt ennþá á bilinu 8-9%!!
Í þessari skýrslu er kafað í þróun efnahagsmála í Kína til ársins 1994. En tímabilið 1978-1994 markar í þessari skýrslu fyrsta kaflann í þeirri stefnu stjórnvalda í Kína að gera landið öflugt í efnahagslegu tilliti. Þetta tókst stjórnvöldum með þeim árangri að hagvöxtur áranna 1978-1994 var að jafnaði um 9% á ári og eins og flestir vita hefur þessi mikli hagvöxtur verið viðvarandi síðan og heldur aukist ef eitthvað er.
Það sem stjórnvöld ákváðu að gera var skv. skýrslunni aðallega eftirfarandi:
Einkavæðing ríkisfyrirtækja. Um 90% fyrirtækja voru ríkisfyrirtæki 1978.
Að hvetja til einkareksturs.
Að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum.
Að hvetja til alþjóðaviðskipta.
Að draga úr höftum og verðstýringu hins opinbera.
Að fjárfesta í iðnvæðingu og menntun.
Hagstæðara skattaumhverfi fyrirtækja.
Skv. skýrslunni heppnaðist þetta á flestum sviðum frábærlega.
En samt er þetta bara talið skýra um helming hins mikla hagvaxtar. Stærsta breytingin og sú sem skýrir hinn helming hagvaxtarins er framleiðniaukning, þ.e. meiri verðmæti eftir hvern starfsmann. Ég verð nú samt að segja fyrir mig að það virðist vera eðlilegt samhengi í því að það að fjárfest sé í menntun og tækivæðingu iðnaðarins skili aukinni framleiðni þannig að það er spurning hvort maður þarf ekki að lesa þess skýrslu með gagnrýnni hugsun í bakgrunni. En reyndar kemur fram síðar í skýrslunni að markaðsvæðing hagkerfisins og hagnaðarvon einstaklinganna er talin hafa leitt til þessarar miklu framleiðniaukningar.
Það vekur einnig mikla athygli mína við lestur þessarar skýrslu að það er hvergi talað um að vöxtur eða efling fjármálakerfis Kína sé ein af ástæðunum fyrir þessari velgengni. Því síður að minnst sé á erlendar lántökur. Og varðandi ýmsar hagstærðir og tölur kemur fram í skýrslunni að Kínverjar notuðu önnur viðmið en vesturlönd þannig að erfitt var að bera tölur saman nema með því að leiðrétta þær á ýmsan hátt fyrst.
Þá kemur fram í skýrslunni að 1978 störfuðu um 80% Kínverja við landbúnað. 1994 var hlutfallið um 50% og enn í dag starfar stór hluti þjóðarinnar við landbúnað. Að mínu mati er það augljóst að það hefur hjálpað Kínverjum í þeirra uppsveiflu að þeir kunnu greinilega bara alvöru vinnu og geta þess vegna enn unnið alvöru störf, en ekki bara pappírsvinnu eins og allt of algengt er í dag meðal vestrænna þjóða.
Skv. skýrslunni var eitt af því sem gerðist við þessar breytingar í Kína það að einkareksturinn aflaði mikils erlends gjaldeyris. Samt höfðu Kínverjar sinn eigin gjaldmiðil og hafa enn. Hann er alveg vita verðlaus og er það tæki sem hefur gert samkeppnisstöðu Kína svo góða að allar þeirra framleiðsluvörur seljast sem heitar lummur um allan heim. Og gjaldmiðillinn er svo verðlaus að Bandaríkjastjórn hefur margsinnis reynt að semja við Kínastjórn um að hún skrái gengi síns gjaldmiðils mun hærra en gert hefur verið til að koma í veg fyrir að iðnframleiðsla í USA leggist alveg af.
En aftur að skýrslunni. Skv. henni jókst útflutningur á iðnaðarvörum frá Kína um 19% árlega frá 1978-1994 og vitað er að enn er veruleg aukning á þessu sviði. Þetta er þegar dýpra er kafað kannski aðalhvatinn að framleiðniaukningunni. Á meðan svona vel selst er alltaf hægt að framleiða meira og gera betur, sérstaklega þegar það fer saman við að verksmiðjueigendur græða á því.
Í skýrslunni er líka fjallað um stjórnmálaástandið í Kína fyrir og eftir 1978 og nokkur fleiri atriði þessu öllu tengd sem tekur þó ekki að tala um hér nema ef vera skyldi að í Kína var búin að vera kommúnísk krónísk kreppa áratugum saman áður en þessar umbætur hófust 1978.
Niðurstaða skýrsluhöfunda er m.a. sú að aðferð Kínverja til að ýta undir hagvöxt og umbreytingu landsins séu til fyrirmyndar, einstaklega vel heppnað kerfi sem sumir aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar að ýmsu eða öllu leyti.
Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að nú eru Íslendingar í svipaðri stöðu og Kína 1978.
Hér er kommúnistastjórn við völd eins og var í Kína 1978.
Skollin á krónísk kreppa sem stjórnvöld ýta undir með öllum sínum ráðum og aðgerðum eins og var gert í Kína til 1978.
Fyrirtæki eru flest orðin í ríkiseigu eins og var í Kína 1978.
Búið að setja á gjaldeyrishöft eins og var í Kína til 1978.
Erlend fjárfesting nánast útilokuð eins og var í Kína til 1978.
Flest Íslendingar farnir að stunda landbúnað og tóvinnu í einhverjum mæli eins og var í Kína 1978.
Enginn getur lengur skilið hagstærðir á Íslandi, rétt eins og í Kína 1978.
Einkarekstur á Íslandi er óðum að hverfa, stefnir í að vera eins og í Kína 1978.
Þegar horft er á þessa stöðu sýnist mér að við ættum að taka Kína til fyrirmyndar og byggja hér upp að þeirra fyrirmynd.
Og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ætti að geta tekið undir þetta sjónarmið því þessi skýrsla sem ég er að vísa hér til er unnin af Zuliu Hu sem er með hagfræðigráðu frá Harward og Moshin S. Khan sem er menntaður í Columbia University í New York og London School of Economics.
Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að þetta er skýrsla sem þessir menn gerðu fyrir International Monetry Fund sem er einmitt það apparat sem við köllum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Það er skrýtið að þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er við völd á Íslandi þá skuli allt haft hér þveröfugt við það sem þeir sjálfir mæla einmitt með að ríki í okkar stöðu geri.
Hér er tenging á skýrsluna þar sem hún er á vef IMF fyrir þá sem vilja lesa hana í heild sinni.
http://www.imf.org/EXTERNAL/PUBS/FT/ISSUES8/INDEX.HTM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)