Lygi

Skv. tölum frá SSB (Norsku hagstofunni) https://www.ssb.no/…/stati…/husenergi/hvert-3-aar/2014-07-14 Þá er meðalorkunotkun í fjölbýli í Noregi 185 kwst á fermetra á ári Í 100 m2 íbúð en mun lægri í íbúðum í Osló (um 160 kwst). Ef miðað er samt við þessar landsmeðaltalstölur til einföldunar þá gerir það 18500 kwst á ári sem Oslóarbúar nota til upphitunar, lýsingar og á þau rafmagnstæki sem þeir nota heima hjá sér. Oslokraft selur rafmagnið á 19,09 norska aura á kwst skv. uppflettingu á nokkrum stöðum. Svo þarf að borga nettleie sem er aðgangur að dreyfikerfinu og kostar í sumum borgarhlutum Oslóar um 38 aura á kwst og 1.800 í fastagjald pr. ár Þetta gerir alls um 12.373 NOK á ári fyrir 100 m2 íbúð í Osló og reiknað á dagsgenginu eru þetta 211.943 ISK á ári eða 17.662 ISK á mánuði en ekki 34,821 ISK eins og OR heldur fram. Munurinn er þarna um 17.160 kr. á mánuði sem OR segir orkukostnaðinn i Osló hærri en hann er í raun? Af hverju er OR að láta frá sér svona vitleysu? Er erfitt að viðurkenna það að það kosti í raun bara 4000 ISK meira á mánuði að kynda í Osló en Reykjavík þó engin sé ódýra hitaveitan í Osló heldur kynt með "rándýru" rafmagni?? Og ef tekið er mið af tekjum fólks í Reykjavík og Osló, þá fer augljóslega lægra hlutfall af tekjunum í orkukaup í Osló en Reykjavík. Það er kannski aðalástæðan fyrir þessum talnafölsunum.

En þetta er ekki allt sem er vitlaust í þessari töflu frá OR. Skv. upplýsingum hjá Osló kommune https://www.oslo.kommune.no/…/priser…/vann-og-avlopsgebyrer/ þá kostar það NOK 4.443,05 á ári að nota kalt vatn og fráveitu í 100 m2 íbúð í Osló. Á gengi dagsins eru þetta ISK 76.109 eða um 6.342 ISK á mánuði en ekki 11.368 eins og OR heldur fram. Aftur er hér stór munur á tölum OR og rauntölum. Þannig er heildarveitukostnaður við 100 m2 íbúð í Osló ISK 24.004 á mánuði en ekki 46.190 eins og OR heldur fram. Þannig er mánaðarlegur orku og veitukostnaður í Osló aðeins um 4.300 kr. dýrari en í Reykjavík að því gefnu að uppgefnar tölur OR um þennan kostnað í Reykjavík séu réttar.

Öll verð sem hér er vísað í varðandi Osló innifela alla skatta og opinber gjöld.  Miðað er við að fólk kaupi straum á breytilegu verði en ekki föstu verði þar sem það er lang óhagkvæmasta verðið fyrir íbúðir í fjölbýli í Noregi og enginn hagsýnn Norðmaður sem kaupir rafmagn á þeim kjörum.


mbl.is Orkuverð lægst hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Eins og kemur fram í fréttinni er miðað við algenga notkun á Íslandi. Varðandi rafmagnið þá eru þetta tölurnar í jan, þegar við gerðum samanburðinn:

 

 

OR/ON

DONG 

Fortum

Hafslund

 

 

 Reykjavík

Kaupm.höfn

Stokkhólmur

 Osló

Breytur:

ISK

DKK

SEK

NOK

Sala

Orkukverð per kWh

5,20

0,14

0,4062

0,3056

 

Fastagjald á ári

0

120

395

479,04

Dreifing

Notkunargjald per kWh

5,66

0,579

0,3384

0,1843

 

Fastagjald á ári

12.041

348

468

750

Skattar

Orkukskattur per kWh

0,13

0,88

0,294

0,14

 

VSK %

24,0%

25%

25%

25%

Gengi

Gengi Landsbankans 22.01.2015

1

20,6

16,26

17,33

Á svona töflur líka fyrir hinar veiturnar. 

Viltu sjá þær?

Kveðja,

Eiríkur.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 11:26

2 identicon

Þetta hefur allt snúist á alla vegu, því miður, en ég get sent þér þetta í t-pósti og ábendingar væru vel þegnar.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 11:27

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Skrif þín um samanburðinn  á orkuverði í Osló og Reykjavík eru mjög jákvæð. Eitt af því góða við búferlaflutninga er að menn fá samanburð. Hráar fréttatilkynningar frá hagsmunaðilum í miklu mæli eru aldrei hollar. Blöð sem birta mikið af slíku efni án umræðu og gagnrýni missa flugið. Segja má að bót sé að bloggumræðu, en hún nær sjaldan upp á yfirborðið strax. 

Sigurður Antonsson, 22.3.2015 kl. 11:39

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Liggur munurinn ekki bara í misskilninginum. Í Osló er engin hitaveita til staðar og einungis verið að hita upp með gasi að miklum meirihluta og að litlum hluta rafmagni. í Reykjavík er verið að hita upp með jarðvarma sem hlýtur að vera miklu ódýrari kostur en gashitunin. Í þessari frétt sýnist mér ekkert verið að bera saman raforkuverðið eitt og sér. 

Jósef Smári Ásmundsson, 22.3.2015 kl. 12:06

5 identicon

Eíríkur Hjálmarsson upplýsir okkur um að þetta séu tölur teknar miðað við noktun á heita vatninu í janúar.

- þegar ég bjó í danmörku, þá þurfi ekki að hita upp húsið í sex mánuði á ári-  Kalda vatnið kostaði mun minna en hér á landi ásamt því að frárennsligjöldin voru lægri. 

Ég vil fá að sjá hvaða forsendur OR gefur sér í þessu, það er engin að borga þessar upphæðir í hverjum mánuði allt árið, sem nefndar eru í fréttatilkynningu OR / ON þar sem ég þekki til á norðurlöndunum.

Með því að slengja svona ýktum tölum fram til hugsandi fólks er góð leið til að fá fólk til að vefengja allar upplýsingar sem OR/ON sendir frá sér.

Rúnar ingi (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 13:47

6 Smámynd: Már Elíson

Eiríkur Hjálmarsson er almennt ekki marktækur í þessu máli vegna stöðu sinnar. - Hann talar að sjálfsögðu með sínum herrum og hefur, fyrir utan há laun, hagsmuna sinna að gæta sem slíkur. - Eirikur þessi, spenamaður, ætti því að sjá sóma sinn í því að láta ekki sjá sig á bloggum þegar hann (sem og við) veit að hann getur ekki sagt sannleikann. - Þá er bara logið í fréttatilkynningaformi. - Almenningur er hinsvegar betur upplýstur en þessir bófar í Vörtunni  við Hraunbæ halda.

Már Elíson, 22.3.2015 kl. 16:26

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Eiríkur og aðrir sem hafa skrifað athugasemdir hér.

Mér blöskraði dáldið þessi tafla OR því ég bý nú í Noregi og hef gert í bráðum 3 ár.  Ég bý ekki í Osló og ekki í 100 m2 íbúð, heldur á mun óhagkvæmari hátt hvað varðar orkunotkun og er þar að auki svo óheppinn ennþá að þurfa að greiða fyrir strauminn sem byggingarstraum þar sem ég er tengdur.  Og það er um 30% dýrara en venjuleg tenging kostar.  Norðmenn sem ég þekki hérna í nágrenninu eru hneykslaðir á að ég láti okra svona á mér langt umfram það sem venja er hérna.  En þetta eru nú bara tímabundnar aðstæður sem betur fer.  Samt eru nú þessi útgjöld hjá mér verulega lægri en það sem gefið er upp í töflu OR.  Þess vegna gat ég ekki annað en gert athugasemdir við þessa töflu OR.  En ég er svo sem enginn sérfræðingur í orkumálum og hef ekki áhuga á að grufla mikið meira í þessu.  Ég setti nokkra linka með skrifunum þar sem hægt er að skoða upplýsingarnar sem eru á bak við mína útreikninga.  Og ég nefndi Oslokraft sem orkusala fyrir Osló.  Það er reyndar frjáls markaður með rafmagn hérna og ég veit ekki hver er stærstur á þeim markaði í Osló.  Dreifikerfin eru hins vegar stærri hlutur í kostnaðinum en orkukaupin og þar eru líka fleiri en einn aðili í Osló.  Ég miðaði við Hafslund í mínum útreikningum.  Sjá hér.  www.hafslundnettost.no/nettleie/nettleie-privat-priser/

Þá miðaði ég við Oslokraft fyrir rafmagnið, hér er linkur á þeirra heimasíðu http://www.oslokraft.no/  Eins og sjá má á heimasíðunni eru tilboð í gangi um mun lægra orkuverð en það sem ég var að miða við, en ég sleppti því nú að taka þessi tilboð inn í útreikningana heldur miðaði við þetta hérna http://stromvalget.no/resultat.jsf  Ef þú þarft að fylla inn í þetta til að fá niðurstöðu þá geturðu sett póstnúmer 0505 og 18500 kwst á ári og beðið um niðurstöðu.  Þá ætti að koma upp 19.09 aurar hjá Oslokraft.  Aðrir eru mun dýrari í þessu póstnúmeri en þó við gerðum til öryggis ráð fyrir að allir keyptu af þeim sem selur rafmagnið dýrast og enginn hjá þeim sem eru ódýrari þá yrði orkureikningurinn  bara um 6.300 ISK hærri á mánuði og þá færi heildarkostnaðurinn í Osló í rúmar 30 þús. ISK á mánuði en ekki yfir 46 þús. eins og kemur fram í töflu OR.  Ég veit auðvitað ekki hvaða gengi í janúar er miðað við í útreikningi OR og það er einhver gengismunur á milli mánaða en hann sýnist mér vera óverulegur.  Og útreikningarnir á hinum veitugjöldunum eru teknir beint af heimasíðu Oslóarborgar þar sem er einmitt sýndur útreikningur á þeim gjöldum fyrir 100 m2 íbúð.  Þannig að nákvæmara getur það ekki orðið.  Þar kemur reyndar fram að við ákveðin skilyrði geta þeir lækkað þessi gjöld.

Þá var ég nú svo ónákvæmur í þessu að ég reiknaði út frá landsmeðaltali um orkunotkun í Noregi eins og það er tilgreint hjá Norsku hagstofunni (SSB) og miðaði þess vegna við 18500 kwst á ári fyrir þessa 100 m2 íbúð.  En það kemur fram í gögnum SSB að orkunotkunin er talsvert minni í Osló en landsmeðaltalið sem segir okkur bara að ég er frekar en hitt að ofáætla veitukostnaðinn í Osló.

En ég er ánægður með að fá komment frá þér Eiríkur á þetta blogg mitt. Best væri að þú farir aftur yfir þessar tölur sem koma fram í töflu OR.  Það getur vel verið að þetta sé allt hárrétt m.v. forsendurnar sem eru gefnar, en þá þarf að skoða hvort það eru einhverjar vitleysur í forsendunum.  Niðurstöðurnar varðandi Osló eru allavega langt frá raunveruleikanum.

Jón Pétur Líndal, 22.3.2015 kl. 18:17

8 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Jósef, takk fyrir athugasemdina. Það er enginn misskilningur í mínu bloggi út af gashitun eða hitaveitu eða einhverju öðru.  Það er sáralítið verið að nota gas til hitunar í Noregi.  Um 80% af húshituninni í Noregi kemur frá raforku, megnið af restinni er timbur, en líka smávegis gas og olía.  Það er gert ráð fyrir þessu öllu í þeim útreikningum sem Norska hagstofan birtir og eru á bak við það sem ég var að reikna.

Jón Pétur Líndal, 22.3.2015 kl. 18:34

9 Smámynd: Már Elíson

Eiríkur,svara.....

Már Elíson, 22.3.2015 kl. 18:44

10 identicon

Forsendurnar eru þessar, eins og kemur fram í frétt á vef OR og var í því efni sem sent var fjölmiðlum:

Miðað er algenga notkun þar sem þrír eru í heimili í 100 m2 íbúð; 4.800 kWst rafmagnsnotkun á ári, 495m3 af heitu vatni, 240 m3 af köldu vatni gjaldskrár stærstu fyrirtækja í hverri borg í janúar 2015 og gengi gjaldmiðla á sama tíma.

Samanburðurinn er gerður með þeim hætti að lesið er úr verðskrám stærstu veitufyrirtækja og orkusala í hverri borg og miðast forsendurnar við algeng þjónustukaup þriggja manna fjölskyldu í 100 fermetra íbúð. Raforkuverð sveiflast gjarna meira á Norðurlöndum en hér á landi og er miðað við tilboð fyrirtækja um fast verð í a.m.k. eitt ár.

Hitavietum fjölgar á Norðurlöndum og þessi hér er t.d. í Osló, næstköldustu borginni á eftir Reykjavík: https://www.hafslund.no/fjernvarme/forsiden/2012

Það má deila um forsendurnar og túlkun á tölunum en ég held það sé að mestu þarfleysa að þrasa um tölurnar sjálfar. Það þarf að kynda minna í hinum borgunum. Kaupmannahöfn er hlýjust (8°), þá Stokkhólmur (6,6), Osló næst (5,7) þá Helsinki (5,3) og Reykjavík (4,9. Þar fyrir utan haga menn náttúrulega kyndingu og vatns- og rafmagnsnotkun eftir verði vænti ég.

Svona var rafmagnsverðið í Osló sett saman þegar við skoðuðum verðið í janúar.

 

Breytur:

 

NOK

 

Sala

 

Orkukverð per kWh

 

0,3056

 

 

Fastagjald   á ári

 

479,04

 

Dreifing

 

Notkunargjald   per kWh

 

0,1843

 

 

Fastagjald   á ári

 

750

 

Skattar

 

Orkukskattur per kWh

 

0,14

 

 

VSK/MOMS %

 

25%

 

Gengi

 

Gengi   Landsbankans 22.01.2015

 

17,33

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 22:53

11 Smámynd: Jón Pétur Líndal

 Eiríkur, þessar útskýringar hjálpa lítið.  Þegar maður margfaldar saman orkunotkunina á 100 m2 íbúð í Oslo og verðið á fjarvarmaveitunni hjá Hafslund þá koma út um 20 þús kr. á mánuði m.v. þann taxta sem þar er ef hann er notaður í staðinn fyrir rafmagnstaxtann sem ég miðaði við þannig að þú ert ennþá langt frá réttri niðurstöðu.

Og ég skil ekki af hverju þú ert að draga meðalhitann í borgununum inn í þetta.  Heldurðu að það sé minni orkunotkun í húsum sem eru staðsett þar sem eru miklu meiri öfgar í hitafari en í Reykjavík? Ef þú googlar climate graph fyrir Osló annars vegar og Reykjavík hins vegar sérðu að köldustu mánuðir ársins eru talsvert kaldari í Osló en Reykjavík.  Það þýðir í stuttu máli að þá þarf að kynda meira í Osló.  Og ef þú skoðar heitustu mánuði ársins þá sérðu að þeir eru talsvert hlýrri í Osló en Reykjavík.  Það þýðir að þá geta Reykvíkingar slökkt á hitun hjá sér á góðviðrisdögum á sumrin og þurfa ekki að nota neina orku til að stýra hitastiginu hjá sér.  En í Osló þurfa menn oft að setja í gang viftur eða loftkælingu vikum og jafnvel mánuðum saman á sumrin.  Og það fer dágóð orka í það sem kostar hellings pening.  Þannig að ég er ekki að kaupa þessa hugmynd hjá þér frekar en fjarvarmaveituna.  Og svo er því ósvarað hvernig þú færð út allt aðrar tölur um kostnað við vatn og frárennsli en Oslóarborg gefur upp á sinni heimasíðu fyrir nákvæmlega þá 100 m2 blokkaríbúð sem þú ert að reikna út.

Ég er svo sem ekkert að þrasa um tölurnar eða útreikningana hjá þér.  Bara benda á að þetta sem þú gefur út er langt fjarri því sem nokkur maður getur búist við að þurfa að greiða í Osló.

Jón Pétur Líndal, 26.3.2015 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband