Ungar konur og gamlir kallar.

Þetta eru ekki nýjar fréttir. Það hefur lengi tíðkast, allavega eins langt aftur og sögur ná, að ungar greindar konur ná sér í gamla kalla, sérstaklega ef þeir eru vel stæðir. Og við þekkjum það auðvitað vel hér á Íslandi að jafnvel forríkar konur ná sér í gamla ljóta íslenska kalla ef þær fá út úr því eitthvað sem erfitt er að fá fyrir peninga eins og t.d. aðgang að valdamönnum heimsins og þjóðhöfðingjamakatign.

En ég veit nú ekki hvort hjónabandið er alltaf farsælt í öllu tilliti þó allir séu að tryggja sér ákveðna hagsmuni og geti a.m.k. verið ánægðir með það.


mbl.is Mælt með að konan sé yngri og klárari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er meira ruglið og svo alls ekki neinn sannleikur til í þessu.Þekki margar konur sem eiga yngri eiginmenn og ekkert nema hamingjan þar á bæ :)

Það skiptir ekki máli hvort konan eða karlinn er eldri því það er nákvæmlega sami hluturinn ef að konan eða karlinn væri yngri.Lifið heil.

kolbeinn (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Snjalli Geir

Talaðu við þessi hamingjusömu pör eftir fimm ár.

Snjalli Geir, 27.10.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Egill

hmm

hlusta á hvað Kolbeinn þekkir úr sínu lífi.

eða 

hlusta á könnun sem er hlutlaus og nær yfir miklu stærra mengi.

tja ég veit að önnur leiðin er svona vísindaleg (eitthvað tengd því að við höfum flugvélar, þvottavélar, læknavísindin og tölvur)

hin leiðin er svona tengd einhverju öðru (ég sá álfa í gær, ég veit ég var fullur og það var dimmt, en ég sá þá víst)

Egill, 27.10.2009 kl. 12:40

4 identicon

Það er nú ekki sjálfgefið að einhver sem er 5 árum eldri en frúin sé "gamall kall", er það? Óhjákvæmilega hlýtur þá konan líka að vera "gömul kelling" því 5 ára aldursmunur er svo lítill.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband