DV stöðvar birtingu eigin forsíðu!!! - Víðar skoðanakúgun en í Aserbaídsjan.

Í nýju myndbandi stuðningsmana Ástþórs Magnússonar sem birt var á Youtube í dag var m.a. mynd af forsíðu DV. Ekki liðu nema örfáar klukkustundir frá birtingu myndbandsins þar til starfsmaður DV sem telur sig eiga höfundarrétt að forsíðu blaðsins hafði látið stöðva birtingu myndbandsins á YouTube. Þetta er gert þrátt fyrir að Bernarsáttmálinn um höfundarrétt taki einungis til verndar bókmennta og listaverka og sérstaklega tilgreint að blaðafréttir séu ekki verndaðar höfundarrétti. Kannski er DV í raun bókmenntaverk! Ég vil allavega ekki fullyrða að svo sé ekki að teknu tilliti til alls þess ræsisskáldskapar sem þar hefur verið frumsaminn og birtur. Á meðan ekki er skilgreint hversu góður skáldskapur þarf að vera til að teljast til bókmenntaverka kann að vera að DV megi flokka sem bókmenntaverk! Það hlýtur að vera Íslandsmet í skoðanakúgun að DV fyrirmuni landsmönnum að sjá eigin forsíður! Skoðanakúgun er víðar en í Aserbaídsjan. Lítum okkur nær og skoðum hvert fjölmiðlar eru að fara með Ísland. Skoðanakúgun er nær okkur en halda mætti.

En hér er svo hið umdeilda myndband eftir breytingu þar sem forsíða DV hefur verið fjarlægð.


mbl.is Saka asersk stjórnvöld um skoðanakúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband