Ebóla - risamistök í hagstjórn og kapítalismanum.

Ebólufaraldurinn sem nú er sagður stjórnlaus í nokkrum Afríkuríkjum og er farinn að teygja anga sína út um heimsbyggðina er ekkert gamanmál.  Þessi pest er skæð, virðist drepa um 60-90% þeirra sem smitast og engin lyf til við þessu.  Það skásta sem menn hafa fundið upp á til að auka lífslíkur þeirra sem fá pestina er að halda niðri hita og passa að fólk fái nóg að drekka.  Þetta er ágætt svo stutt sem það nær.

Það sem hefur vakið athygli mína í sambandi við Ebólu, annað en að hún muni hugsanlega útrýma allt að 90% mannkynsins á næstu árum er umræðan um það hvers vegna ekki eru til lyf við þessari pest.  Ástæðan er sögð vera sú að lyfjafyrirtæki heimsins hafi ekki séð hagnaðarvon í að þróa lyf við þessari pest þar sem svo fáir hafa fengið hana og yfirvöld hafa tekist á við Ebólufaraldra með því að koma sjúklingum í sóttkví og halda þeim fjarri öðru fólki á meðan þeir eru að deyja.  

Þessi afstaða lyfjafyrirtækjanna, að ávinningurinn af þróun Ebólulyfs sé of lítill, er sennilega afar vanhugsuð og byggir á þeirri óskhyggju að alltaf verði hægt að halda Ebólunni niðri með því að einangra sjúklinga og láta þá deyja án þess að hleypa öðrum það nærri þeim að þeir geti smitast.   Málið er nefnilega að um leið og þessi forsenda klikkar, eins og sennilega er að gerast í núverandi faraldri, þá mun skortur á lyfjum við Ebólu hugsanlega við verstu aðstæður valda lyfjafyrirtækjunum meira tjóni og tapi en þau hafa nokkru sinni ímyndað sér að geti gerst. Ebólan mun nefnilega hugsanlega drepa allt að 6,3 milljarða af viðskiptavinum lyfjafyrirtækjanna.  Þar með getur Ebólan ef verulega illa fer, orðið að stærstu pólitísku og efnahagslegu mistökum sem maðurinn hefur gert í allri sögu mannkynsins.  Þau mistök að að þróa ekki og framleiða bóluefni, lyf eða aðra góða lækningu við Ebólu getur kostað mannkynið að það tapi um 90% viðskipta sinna, viðskipti og tekjur stórfyrirtækjanna geta dregist saman um allt að 90%, landsframleiðsla allra landa getur dregist saman um allt að 90%, skatttekjur allra ríkja geta dregist saman um allt að 90%,  greiðslufall lána yrði í slíkum aðstæðum líklega um 99%.  Ebólan sem er sjúkdómur svo fárra að það tekur því ekki að búa til lyf við henni getur sem sagt og mun valda meiri hörmungum og á fleiri sviðum en nokkurn hefur órað fyrir ef ekki verður snarlega gripið í taumana nú þegar ekki virðist lengur hægt að halda henni í skefjum með að láta fólk deyja í einangrun.  Að meðhöndla þennan sjúkdóm með lögmálum kapítalismans um skammtímagróða og afskiptaleysi stjórnvalda um heim allan gagvart þessari nálgun á vandanum gæti orðið að stærstu mistökum allra tíma í hagstjórn og kapítalisma.


mbl.is Maðurinn ekki með ebólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband