Asninn og gulrótin.

Ég er auðvitað sammála því að AGS er að fremja hér efnahagsleg hryðjuverk. Það er bara þeirra siður að vaða í hlutina af hörku og láta sig litlu varða aðra hluti en þá sem þeirra tilvera snýst aðallega um, að innheimta skuldir.

Það sem er verst hér á landi er asnaskapur stjórnvalda og algjör aumingjaskapur og undirlægjuháttur gagnvart þessum sjóði. Menn eru stöðugt að skrifa undir nýjar skuldbindingar sem eiga að leysa okkar vanda. Og gulrótin sem er fyrir framan stjórnvöld er alltaf sú að í næstu viku verði mál Íslands tekið fyrir hjá AGS og að þá fari stóra lánið að koma. Þannig hefur þetta gengið síðan í febrúar s.l. þegar okkar mál átti að taka fyrir. Því var frestað og frestað og frestað og frestað og frestað og frestað nokkrum sinnum í viðbót þangað til núna. Nú segir ríkisstjórnin að þetta verði tekið fyrir, ekki á morgun, heldur hinn. En málið er ekki enn komið á dagskrá AGS þannig að líklega verður því enn frestað.

Og hvaða ástæður hafa verið fyrir þessum frestunum, jú, stjórnmálaástandið ótryggt, kosningar framundan, ný ríkisstjórn, fjárlagagerð, niðurskurður á fjárlögum, skattahækkunarþörf, afgreiðsla Icesave, fyrirvarar við Icesave, afgreiðsla Icesave aftur og ýmislegt fleira sem ég man ekki nákvæmlega.

En nú er þetta allt afgreitt og asninn vonar að nú nái hann gulrótinni, stóra láninu frá AGS. Hann skilur greinilega ekki að gulrótin er alltaf jafnlangt í burtu og hann fær hana aldrei, þegar asninn hefur lokið sínu starfi verður það AGS fyrir hönd sinna umbjóðenda sem étur gulrótina. Fáist lánið verða það erlendir lánadrottnar sem hrifsa það frá Asnanum á hálftíma og greiða sjálfum sér upp sín lán á Íslandi með þessari gulrót. En asninn liggur eftir vinnulúinn og svangur með enga gulrót en fullt af skuldum, kannski skömmustulegur út af asnaskapnum.


mbl.is Segir AGS stunda hér efnahagsleg hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband