Fyrsta hægristjórnin í hruni í myndun.

Það væri nú sérstakt að á degi verkalýðsins væri verið að leggja grunn að fyrstu hægristjórn landsins eftir hrun og í hruni.  

Reyndar hlýtur sú að vera raunin, Sigmundur Davíð má ekki slóra við stjórnarmyndun, kjósendum hans blæðir hratt út.  Þeir þola ekki langa bið eftir stjórn sem yrði mynduð með flóknum málalengingum og litlum styrk þegar stór loforð þarf að standa við.  Og Bjarna Ben er í mun að komast að, annars er formannsferli hans í Sjálfstæðisflokknum sjálfhætt verði flokkurinn ekki með í næstu stjórn.  Kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa margir kosið framsókn núna og strikað yfir Bjarna, enda telja þeir ýmsir að Geir Haarde hafi verið dæmdur fyrir landráð fyrir að passa sig ekki á því sem menn eins og Bjarni voru að gera fyrir hrun.  Svo eru þetta auðvitað langstærstu flokkarnir, hvor um sig með 30%.  Þannig að margt þrýstir á þeir klári þetta fljótt.  Aðrir kostir eru hvort eð er vart í stöðunni. 

Svo er Framsóknarflokkurinn nýskúraður og ferskur með enga gamla Framsóknarmenn sem frambjóðendur eða kjósendur.

Frísklegur flokkur framsókn er,
fá eru kunnugleg andlit hér,
Fátt sem minnir á það sem var,
slitið á gamlar tengingar.

Engin plott og pukur nú,
engin pólitísk hagsmunamjólkurkú.
Ekkert virðist sem áður var,
Ekkert vandamál lengur þar.

Framsóknarflokkurinn fallegur er,
lofaði fullt af peningum hér.
Allt fyrir alla - féll í kramið,
Afkomubati - og skassið tamið.

Getur Sigmundur stýrt,
skuldunum niður sem lofað var?
Verður ráðið rýrt,
verður Framsókn svikarar?

Kemur bráðum betri tíð?
Vænkast bráðum hagur hér?
Blasir við oss framtíð fríð,
ef Framsókn stýrir þér?

Kosningaloforðin koma og fara,
hægri eða vinstri - hvað er best?
Klúður kjósenda er það bara,
að fá aðra hallærisstjórn fyrir rest.

 


mbl.is Formenn hittust á leynifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband