Ólafur að falla á eigin bragði.

Nú telur Ólafur Ragnar að innheimta beri afsökunarbeiðni hjá Gordon Brown fyrir óþægindin út af beytingu hryðjuverkalaga þegar vinir og kunningjar hans í bankarekstri urðu uppvísir að stórsvindli.

Það er auðvitað eðlilegt að Ólafur Ragnar vekji athygli á þessu núna, ég tel hann gera það vegna þess að skoðanakannanir og þjóðfélagsumræðan sýna að hann er ekki öruggur um endurkjör. Því er hann nú líklega að sýna þessi tilþrif til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga.

Það háðuglegasta við forsetatíð Ólafs Ragnars í dag er að nú kemur það honum í koll að hafa neitað að undirrita fjölmiðlalögin á sínum tíma. Þessi lög voru tímamótalög á Íslandi. Með þeim átti að setja takmörk á eignarhald fjölmiðla í þeim tilgangi m.a. að menn gætu ekki notað stórar fjölmiðlasamsteypur til að hafa of mikil áhrif á skoðanamyndun og lýðræðið. Það átti að setja hömlur á samþjöppun fjórða valdsins.

Annað sem var einstakt við þessa lagasetningu var að Ólafur Ragnar ákvað að skrifa ekki undir lögin og því voru þau dregin til baka. Margir hafa talið þessa afstöðu Ólafs tilkomna vegna hagsmuna vina hans í fjölmiðlum, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hans undirsáta. Allavega voru fjölmiðlar hans með þeim hörðustu í að ýta undir andóf gegn lögunum. Síðar meir kom í ljós að þessir "vinir" voru engir vinir Ólafs Ragnars, heldur voru þeir bara að spila með hann og nota hann og embættið í grófu eiginhagsmunapoti og svindli.

Nú hafa skipast þannig mál að þeir sem taka við skipunum frá Jóni Ásgeiri hafa fengið fyrirmæli um að styðja ekki Ólaf Ragnar eftir að Ólafur sneri við honum baki þegar misnotkunin afhjúpaðist, heldur eiga þeir nú að taka stöðu með Þóru Arnórsdóttur. Nú fær hún góða athygli og jákvæða umfjöllun þessara miðla, m.a. heilsíðuviðtöl um eiginlega ekki neitt og hagstæðar skoðanakannanir. Greinilegt er að nú er veðjað á að hægt verði að taka snúning á Þóru eftir að henni verður komið í embætti. Á sama tíma er Ólafur nánast settur út í horn með Ástþóri og öðrum frambjóðendum sem ekki eru þóknanlegir þessum fjölmiðlum í dag. Í ofanálag er flokkurinn sem Jón Ásgeir hefur átt svo góða samleið með á undanförnum árum, Samfylkingin, samstíga honum í þessu vali á forsetaframbjóðanda þannig að þar er tryggt mikið grunnfylgi. Nú stefnir því allt í að Jón Ásgeir og Samfylkingin muni koma sínum frambjóðanda á Bessastaði og "sameina" þannig þjóðina um að velja sér þægan forseta.

Það er hlálegt að lögin sem Ólafur notaði til að sýna vald forsetaembættisins verða nú til þess að andstæðingar hans eru miklu öflugri en annars hefði orðið. Nú er hann að falla á eigin bragði.


mbl.is Brown skuldar þjóðinni afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ólafur hafnaði ekki lögunum hann vísaði þeim bara til þjóðarinnar.

Ef það var röng ákvörðun að hafna lögunum þá er það eitthvað sem íslenska þjóðin ber ábyrgð á.

Hallgeir Ellýjarson, 14.4.2012 kl. 03:19

2 identicon

Hvað hefurðu fyrir þér þegar þú heldur því fram að Jón ásgeir hafi hætt sem sjálfsstæðismaður eftir hrun?

Elías (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 04:12

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Elías, af hverju heldurðu að Jón Ásgeir hafi verið sjálfstæðismaður fyrir hrun?

Jón Pétur Líndal, 14.4.2012 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband