Exista tapaði 1. milljón á hvern landsmann. - Slær út met Jóns Ásgeirs.

Skv. uppgjöri (eða niðurgjöri) Exista um daginn tapaði félagið undir styrkri stjórn Bakkavararbræðra og fleiri málsmetandi vel ættaðra manna, alls um 306 milljörðum króna á uppgjörstímabilinu. Þetta samsvarar rétt um sléttri einni milljón á hvern núlifandi Íslending, eða um 5 milljónum króna á algenga íslenska fjölskyldu á besta skeiði ævinnar. Þetta er ennþá meira tap en í nýlegu stórglæsilegu Íslandsmeti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem nú virkar ekki lengur merkilegt í samanburði við þessar tölur. Og til að glöggva sig enn betur á þessum tölum þá mætti gera ágætis jarðgöng mestalla leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir svona upphæð m.v. þekktan kílómeterskostnað við jarðgangagerð á Íslandi.

Þó þetta sé gríðarlegt tap er auðvitað ekki þar með sagt að þetta tap lendi á íslendingum eða íslenskum fjölskyldum nema því verði einhvern veginn laumað inn á heimilin með hærri gjaldskrám hjá þeim fyrirtækjum sem Exista hefur enn eignarhald á að nafninu til. En þau félög verða væntanlega hirt upp í kröfur helstu kröfuhafa Existu fljótlega og í framhaldinu blóðmjólkuð til að kröfuhafar fái einhverja peninga upp í skuldir. Ætli bótasjóður VÍS verði ekki allur hirtur upp í kröfur og ríkið svo látið splæsa í nýjan bótasjóð líkt og gerðist hjá Sjóvá þegar það spanderaði bótasjóði sínum í fasteignabólu í einhverju kínversku fríríki.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Exista er með 420 starfsmenn svo tapið er um 500m á hvern starfsmann og enn hærra ef ég nota gengi dagsins í dag.

Þetta hlýtur að vera heimsmet í tapi per starfsmann.

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.10.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband