Auðvitað á þessi eins prósents, sautján bréfa forseti, að segja af sér.

Ég hef svo sem komið mínu áliti á Ólafi Ragnari á framfæri hér áður og vísa bara í gamla færslu sem enn er í fullu gildi.

Hér kemur hluti af henni til glöggvunar.

Ómar Ragnarsson sendi Ólafi skólafélagakveðju á bloggi sínu með svohljóðandi vísu.

Þó að um þig standi styrr
styrk þér veiti Drottinn.
Haltu áfram eins og fyrr
ekki af baki dottinn.

Í framhaldi af þessari vísu Ómars urðu þessar til.

Þó að um þig standi styrr,
skjótt þig hirði Skrattinn.
Þú þarft eins og alltaf fyrr,
Bessastaða skattinn.

Þó þér móti blási byrr,
og keikur sért og montinn.
Þú ert eins og áður fyrr,
enn af baki dottinn.

Þó þú sjaldan sitjir kyrr,
falskur mjög og gortinn.
Þú ert enn sem aldrei fyrr,
pólitískur hrottinn.

Restina má finna í bloggfærslu frá 22. ágúst s.l.


mbl.is Íhugar að birta bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband