Færsluflokkur: Bloggar

Rétt að kreista þá aðeins.

Þetta var þörf hugleiðing hjá Styrmi. Það myndi kannski aðeins vekja Samfylkingarliðið í ríkisstjórninni ef farið yrði að athuga þetta í alvöru. Þeirra ráðherrar væru þá sumir hverjir undir smásjánni og það vilja þeir örugglega ekki. Þetta gæti því orðið til þess að þeir færu að svíkja málstaðinn, þ.e. útrásarvinina í hendur saksóknara til að sleppa betur sjálfir. Eitthvað þarf að gera til að rjúfa skjaldborgina um útrásina.

Eins og staðan er núna er raunar ekki að sjá að neinir glæpir hafi verið framdir í viðskiptalífinu. Eftir rannsóknir og gauragang í þjóðfélaginu í heilt ár hefur enginn verið ákærður fyrir eitt eða neitt sem þessu útrásar- og bankahruni tengist. Einn lítill aðili hefur þó lent í kyrrsetningu eigna að því talið er vegna innherjaviðskipta. Ráðamenn verða auðvitað ekki dregnir fyrir Landsdóm nema ljóst sé að eitthvað ólöglegt og óeðlilegt hafi verið gert. Forsenda þess að álykta sem svo að glæpur hafi verið framinn er að einhver sé ákærður fyrir einhvern glæp. Þar sem það hefur ekki verið gert enn er örugglega langt í að Landsdómur verði vakinn til starfa.


mbl.is Ráðherrar fyrir dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta ekki í boði Bónuss?

Mér finnst það ætti nú að selja spóluna í fullri lengd í Bónus á 1990 kr. Þetta er hvort eð er greitt af viðskiptavinum þar og fleirum. Annars er skítt að kúnnunum skuli ekki boðið í svona partí. Þetta hefur verið virkilega flott og gaman. Ég var að velta fyrir mér því að það ætti í nýjum bókhaldsreglum að setja skýrt fram hverjum skuli boðið í stórveislur og sukkpartý í framtíðinni. Það gengur ekki að örfáir einstaklingar einoki þetta. Mér finnst nú að húsmæður og aðrir sem hafa vegasamað Baugsfeðga fyrir að vera þeir menn sem mest hafa gert fyrir alþýðu Íslands ættu að fá að fara í þessi partí líka.

En þessi umræða er kannski alltof seint á ferðinni, verða ekki bara eintómar jarðarfarir í boði þessara fyrirtækja á næstu árum? En þær geta að vísu verið skemmtilegar líka.


mbl.is Stuð með Baugi í Mónakó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, þessu er búið að bíða eftir í rúmt ár.

Það var mikið að ástæða þótti til að gera eitthvað. Við erum ansi margir sem erum búnir að kalla á svona aðgerðir í rúmt ár. Loksins var einhver stoppaður. Það er verst að þessi maður er nú hálfgert peð í þessu öllu saman. Aðalmennirnir virðist nú enn fá að vera utan við lög og reglu í þessum efnum, kannski breytist það, kannski ekki. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá þegar þessar eignafrystingar verða skoðaðar betur, að sjá hvað mikið hefur tapast á þessu ári sem ekkert hefur verið gert til að verja almannahag. Það er hætt við að það séu stórar fjárhæðir sem búið er að koma undan á þessum rúma tíma sem mönnum hefur verið gefinn til þess.
mbl.is Staðfestir kyrrsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjaskapur.

Þessi fjárlaganefnd er nú meiri eymdin. Málið er að það skilja það allir ágætlega nema kannski fjárlaganefnd og ríkisstjórnin að ríkissjóður stefnir hraðbyri í greiðsluþrot. En þá ákveður þetta lið að tala um að þjóðarbúið stefni ekki í greiðsluþrot. Hvaða fyrirtæki er þetta fjandans þjóðarbú. Ég vil að menn tali um eitthvað sem er allavega til á pappír. Þjóðarbú er eitthvað sem hefur ekki kennitölu og er ekki sjálfstæður lögaðili. Taliði um eitthvað sem er til.

Og málið er að það er ekki bara ríkissjóður sem er í dauðateygjunum, heldur á að niðurskera og skattleggja allt og alla þannig að ekkert verði eftir með lífsmarki þegar þessari vitleysu lýkur. En þetta breytist víst ekki þó allir sjái hvert stefnir. Þjóðin kaus og ákvað að treysta á þetta lið og AGS. Við hinir sem vildum annað erum svo dregnir með í þennan óþarfa efnahagsdauða, þannig er lýðræðið.


mbl.is Ekki hætta á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríflega verðmæti Íslands, 5.300 milljarðar tapast sem sagt alveg.

Ég þarf víst að uppfæra hjá mér tölur yfir tapið af útrásinni. Það er greinilega miklu meira en áður hefur verið gefið upp. Tap vegna Landsbankans skv. þessum tölum er ríflega fasteignamat alls Íslands, eins og það leggur sig. Matið var 4.247 milljarðar um síðustu áramót. Það má því segja að Landsbankinn hafi tapað Íslandi og vel rúmlega það svo maður setji tölurnar nú í samhengi við eitthvað sem menn þekkja og skilja. Þá þarf að hafa í huga að það sem fæst upp í þrotið er ekki fast í hendi, þar er um að ræða einhver verðmæti sem eru áætluð og vonir standa til að takist að breyta í peninga á næstu árum. Miðað við efnahagsþróun í heiminum um þessar mundir og það að ekki hefur tekist að auka atvinnu í USA og Evrópu, þá eru líkur til að þegar upp verður staðið verði efnahagsþróunin óhagstæð þrotabúi Landsbankans. Það þýðir einfaldlega að þessir vonar um eignir upp í forgangskröfur eru byggðar á mikilli bjartsýni og líklega að svona mikið fáist aldrei upp í kröfurnar. En það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast. Vonandi lifir maður að sjá hvernig þetta fer að lokum.
mbl.is 6500 milljarða kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svar Kínverja við kvörtunum Bandaríkjamanna vegna lágs gengis gjaldmiðils Kína.

Það að biðja Bandaríkjamenn um að hverfa frá verndarstefnu sinni á ýmsum sviðum viðskipta er greinilega svar Kínverja við mörgum beiðnum Bandaríkjamanna þess efnis að Kínverjar breyti gengisskráningu á gjaldmiðli sínum. Kínverjar hafa notað gengisstýringu til að halda gengi gjaldmiðils síns svo lágu að þeir eru alltaf samkeppnisfærir við nánast allar aðrar þjóðir á sviði hvers kyns framleiðslu og iðnaðar. Þetta hefur pirrað Bandaríkjamenn mikið því ýmiss þarlendur iðnaður hefur dregist mikið saman og fyrirtæki flutt starfsemi sína til Kína vegna hagstæðs verðlags. Þó er þessi pirringur í og með þeirra einkamál því það er nú bara þeirra eigið val að versla við Kína en ekki sína heimabyggð. Það er allavega ljóst að það er létt efnahags- og viðskiptastríð í gangi milli þessara þjóða.
mbl.is Kínverjar skora á Bandaríkjamenn að hverfa frá verndarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi verðbólgan og vísitöluhækkanir og ráð AGS!!

Ég held því miður að það sé rétt sem fram kemur í fréttinni að menn hafa haldið aftur af sér með verðhækkanir í þeirri von að gengið færi að styrkjast aftur. En gengið fer ekki að styrkjast svo neinu máli skipti þó það sé hætt að falla og því á heilmikil óinnleyst verðbólga eftir að koma fram þegar menn geta ekki lengur komist hjá að selja vörur á því verði sem þær raunverulega þurfa að kosta miðað við innflutningsverð.

Háir stýrivextir og skattahækkanir vega einnig þungt í beinum verðbólguáhrifum. Háir vextir leiða til mikils fjármögnunarkostnaðar sem þarf að setja út í verðlagið og skattahækkanir eru bara viðbótarkostnaður sem þarf að bæta við vöruverð. Hvort tveggja viðheldur mikilli verðbólgu og vísitöluhækkunum á lánum landsmanna.

Svo eru óbein áhrif hárra stýrivaxta að auki þau að gjaldeyrir flæðir úr landi langt umfram það sem þyrfti að vera í formi hárra vaxtagreiðslna af erlendum skuldum og þannig þrýsta þessir háu stýrivextir gengi króunnar niður og halda því þar ásamt því að tryggja hér verðbólgu og stöðug vandræði í fjármálakerfinu.

Svona erum við nú stödd undir leiðsögn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þetta er það sem við höfum fengið eftir dugnað ríkisstjórnarinnar við að þjónkast þessum sjóði. Hins vegar bólar ekkert á lánunum stóru sem öllu áttu að bjarga. Ég get sennilega farið að skrifa bráðum framhald sögunnar af asnanum og gulrótinni sem birtist hér á bloggi mínu fyrir nokkrum vikum. En sú saga skýrir ágætlega samskipti ríkisstjórnar Jó Steins við AGS og það sjálfskaparvíti sem ríkisstjórnin er að skapa þjóðinni með vitlausum aðgerðum sínum.


mbl.is Beðið færis til þess að hækka vöruverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel að verðlaunum kominn, en..

Þorsteinn frá Hamri er alls góðs verður. En ég vil nota tækifærið og minna á að íslenskan er ekki bara sérkenni sem þjóðin ber sameiginlega og hefur tengingu eins langt aftur og elstu handrit okkar ná. Þau eru flestum enn skiljanleg sem tala íslensku.

Íslenskan er líka sérviska og fjötur um fót eins og ég hef fjallað hér um áður. Það er kostnaðarsamt að halda úti sérstöku tungumáli fyrir örfáar hræður. Tungumáli sem nánast enginn maður í heiminum utan Íslands skilur. Íslenskan er tungumál sem einangrar okkur gagnvart umheiminum. Tungumál sem kemur í veg fyrir að ráðamenn okkar geti rökrætt af viti við annarra þjóða ráðamenn.

Hvað íslenskuna varðar og það tjón sem hún veldur okkur og þá fjármuni sem hún kostar okkur, þá eru við enn á steinaldarstigi í samskiptum vegna þess að við berjum hausnum við steininn og viljum ekki tala sama mál og annað fólk. Þetta sérkenni okkar og sérviska er sennilega þriðja dýrasta vitleysa þjóðarinnar eða mistök frá upphafi Íslandsbyggðar.

Nr. 1. á listanum yfir mistök Íslendinga að mínu mati var þegar við týndum Ameríku eftir að hafa fundið hana.
Nr. 2. á þessum lista er útrásin sem við erum að súpa seiðið af núna.
Nr. 3. á listanum er svo að við skulum þráast við að tala íslensku með öllum þeim ókostum og kostnaði sem því fylgir.

Allt það sem menn halda fram sem rökum fyrir varðveislu tungunnar, kostir hennar, eins og menningararfurinn og að tungumálið sameini okkur er auðleyst með öðru tungumáli. Menningararfinn má þýða á önnur mál, og alltaf munu örfáir sérvitringar læra íslensku. Þá þarf ekki að óttast þó tungumálið hætti að sameina okkur sem sameiginlegt sérkenni. Landamæri Íslands, kölluð Atlantshaf, og veðurfarið munu um ókomna tíð sameina okkur og merkja þessu landi, líka þó við færum að tala tungumál sem aðrir skilja.

Ég vil hvetja fólk til að hugleiða þessi orð, þetta er sett fram í fullri alvöru.


mbl.is Þorsteinn frá Hamri fær Jónasarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ískyggilegra en mann grunaði.

Ég bloggaði dálítið um þessa flensu í síðustu viku í gagnrýnistóni vegna þess að það er verið að bjóða þetta frítt nú þegar flensan er að yfirgefa okkur sjálfviljug. Það komu nú dálítið misjöfn sjónarmið fram í athugasemdum lesenda eins og eðlilegt er. En nú eru sem sagt að koma fram mikilvægar upplýsingar sem kunna að skýra af hverju svona mikil áhersla er lögð á að bólusetja alla. Það er sem sagt peninganna vegna fyrst og fremst. Og frí bólusetning heilbrigðisráðherra er sem sagt fyrst og fremst gjöf ríkisins til lyfjafyrirtækjanna sýnist mér. Hvort sem þetta er nú óafvitandi eða ekki hjá henni.
mbl.is Svínaflensa stórgróðafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið þessu þrasi, í guðanna bænum.

Ég er hálf leiður á að kirkjan skuli sífellt vera að glíma við ýmis innanbúðarvandamál, deilur og sérviskur kirkjunnar þjóna. Hvar er eiginlega náungakærleikur kirkjunnar manna? Biskup þarf að taka á þessu og kenna sínum mönnum biblíusögurnar betur svo kirkjan geti farið að snúa sér að því að hjálpa öðrum en sjálfri sér. Það eru þannig tímar núna að það eru nóg önnur vandamál að fást við í þjóðfélaginu en hégóminn innan kirkjunnar og það væri óskandi að kirkjan gæti beitt sér af meiri krafti til gagns út á við. Þjóðin hefur ekki efni á því núna að eyða stórfé í svona stofnun til að menn þar séu í sífelldu innbyrðis þrasi. Athugið að kommúnistastjórnin ætlar að skera verulega niður og trúarbrögð hafa nú löngum fengið lítinn hljómgrunn hjá kommúnistum.

mbl.is Ekki hugsað um sóknarbörnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband