Ískyggilegra en mann grunaði.

Ég bloggaði dálítið um þessa flensu í síðustu viku í gagnrýnistóni vegna þess að það er verið að bjóða þetta frítt nú þegar flensan er að yfirgefa okkur sjálfviljug. Það komu nú dálítið misjöfn sjónarmið fram í athugasemdum lesenda eins og eðlilegt er. En nú eru sem sagt að koma fram mikilvægar upplýsingar sem kunna að skýra af hverju svona mikil áhersla er lögð á að bólusetja alla. Það er sem sagt peninganna vegna fyrst og fremst. Og frí bólusetning heilbrigðisráðherra er sem sagt fyrst og fremst gjöf ríkisins til lyfjafyrirtækjanna sýnist mér. Hvort sem þetta er nú óafvitandi eða ekki hjá henni.
mbl.is Svínaflensa stórgróðafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

voru ekki keyptir 300 þúsund skammtar hingað ? verður afgangur ?

Jón Snæbjörnsson, 16.11.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Kalikles

Búnir að panta fyrir hundruði miljóna.

Kalikles, 16.11.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú segir að þetta sé "ískyggilegra en þig grunaði". Nú er ég frekar tortrygginn að eðlisfari (sumir myndu segja paranoid), sérstaklega þegar það er eitthvað sem tengist stórfyrirtækjum á borð við lyfjarisana. Mín niðurstaða varðandi þetta mál er að þetta virðist vera a.m.k. jafn ískyggilegt og mínar verstu grunsemdir, og þá er mikið sagt!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband