Lifi verðbólgan og vísitöluhækkanir og ráð AGS!!

Ég held því miður að það sé rétt sem fram kemur í fréttinni að menn hafa haldið aftur af sér með verðhækkanir í þeirri von að gengið færi að styrkjast aftur. En gengið fer ekki að styrkjast svo neinu máli skipti þó það sé hætt að falla og því á heilmikil óinnleyst verðbólga eftir að koma fram þegar menn geta ekki lengur komist hjá að selja vörur á því verði sem þær raunverulega þurfa að kosta miðað við innflutningsverð.

Háir stýrivextir og skattahækkanir vega einnig þungt í beinum verðbólguáhrifum. Háir vextir leiða til mikils fjármögnunarkostnaðar sem þarf að setja út í verðlagið og skattahækkanir eru bara viðbótarkostnaður sem þarf að bæta við vöruverð. Hvort tveggja viðheldur mikilli verðbólgu og vísitöluhækkunum á lánum landsmanna.

Svo eru óbein áhrif hárra stýrivaxta að auki þau að gjaldeyrir flæðir úr landi langt umfram það sem þyrfti að vera í formi hárra vaxtagreiðslna af erlendum skuldum og þannig þrýsta þessir háu stýrivextir gengi króunnar niður og halda því þar ásamt því að tryggja hér verðbólgu og stöðug vandræði í fjármálakerfinu.

Svona erum við nú stödd undir leiðsögn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þetta er það sem við höfum fengið eftir dugnað ríkisstjórnarinnar við að þjónkast þessum sjóði. Hins vegar bólar ekkert á lánunum stóru sem öllu áttu að bjarga. Ég get sennilega farið að skrifa bráðum framhald sögunnar af asnanum og gulrótinni sem birtist hér á bloggi mínu fyrir nokkrum vikum. En sú saga skýrir ágætlega samskipti ríkisstjórnar Jó Steins við AGS og það sjálfskaparvíti sem ríkisstjórnin er að skapa þjóðinni með vitlausum aðgerðum sínum.


mbl.is Beðið færis til þess að hækka vöruverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband