Ríflega verðmæti Íslands, 5.300 milljarðar tapast sem sagt alveg.

Ég þarf víst að uppfæra hjá mér tölur yfir tapið af útrásinni. Það er greinilega miklu meira en áður hefur verið gefið upp. Tap vegna Landsbankans skv. þessum tölum er ríflega fasteignamat alls Íslands, eins og það leggur sig. Matið var 4.247 milljarðar um síðustu áramót. Það má því segja að Landsbankinn hafi tapað Íslandi og vel rúmlega það svo maður setji tölurnar nú í samhengi við eitthvað sem menn þekkja og skilja. Þá þarf að hafa í huga að það sem fæst upp í þrotið er ekki fast í hendi, þar er um að ræða einhver verðmæti sem eru áætluð og vonir standa til að takist að breyta í peninga á næstu árum. Miðað við efnahagsþróun í heiminum um þessar mundir og það að ekki hefur tekist að auka atvinnu í USA og Evrópu, þá eru líkur til að þegar upp verður staðið verði efnahagsþróunin óhagstæð þrotabúi Landsbankans. Það þýðir einfaldlega að þessir vonar um eignir upp í forgangskröfur eru byggðar á mikilli bjartsýni og líklega að svona mikið fáist aldrei upp í kröfurnar. En það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast. Vonandi lifir maður að sjá hvernig þetta fer að lokum.
mbl.is 6500 milljarða kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband