Færsluflokkur: Bloggar
#6791 - Hvar fæ ég góðan stjórnmálahermi?
15.11.2010 | 00:20
Það er gaman og gott að búið er að búa til flughermi fyrir Ísland. Af þeirri litlu reynslu sem ég hef af flugi og flughermum býst ég við að það sé erfiðara að komast klakklaust milli staða í flugherminum en í raunveruleikanum.
Engu að síður er svona flughermir örugglega fróðlegur og gagnlegur fyrir flugáhugamenn og þá sem vilja læra á aðstæður til flugs á Íslandi.
Annar hermir sem væri þó margfalt gagnlegri en flughermir er stjórnmálahermir.
Væri það ekki frábært ef til væri stjórnmálahermir fyrir Ísland, sem hægt væri að nota til að þjálfa stjórnmálamenn svo þeir geti komist að veikleikum sínum og gert mistök á skaðlausari hátt en með reglulegum æfingum á skattgreiðendum.
Eigum við að gera kröfu til þess í stjórnarskrá að stjórnmálamenn og forstjórar opinberra fyrirtækja gangist reglulega undir hæfnispróf vegna starfa sinna? Falli þeir á prófinu verði þeir að láta af störfum og embættum sínum.
Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með athugasemdir eða tillögur á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
Í flughermi um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Er það ekki líka skýrt að Íslendingar vilja ekki í ESB?
14.11.2010 | 12:12
Það er ágætt að skýra málin. Það er alltaf betra en að þau skýrist eftirá, þegar menn eru komnir í ógöngur. Það á líka við um ESB aðild. Að því leiti þá er þetta ekki svo galið hjá Ögmundi, að fá fram svörin um þessa hluti en sleppa áróðursherferðinni. Við þurfum auðvitað svör en ekki kosningaloforð. Við þurfum upplýsingar en ekki áróðursherferð. Það eina sem er skýrt og greinilegt í sambandi við þetta ESB mál er að Íslendingar eru á móti aðild. Á meðan ekkert kemur fram sem fær okkur til að skipta um skoðun á ekki að lauma okkur inn í einhverjar ógöngur eða stöðu sem við komumst illa út úr.
En aðalatriðið er að þjóðin vill ekki í ESB og þá vaknar spurning um það hvort við eigum að setja í stjórnarskrá ákvæði um það hvað ráðamenn megi geri og hvað ekki í viðræðum eða undirbúningi fyrir mál sem þjóðin er andvíg. Hvað eigum við að leyfa stjórnmálamönnum að ganga langt í málum sem þjóðin er ekki samþykkt?
Þeir sem hafa skoðanir á þessu mega koma með þær á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannthing.is
Vill fá niðurstöðu strax í skýr mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
#6791 - Úrræði fyrir borgarstjóra.
14.11.2010 | 11:07
Það er margt sem getur komið í staðinn fyrir rafmagnsbílinn ef hann er ekki að virka, t.d.:
1. Fjarfundarbúnaður. Þá getur Jón Gnarr pantað vín og snittur fyrir sig inn á skrifstofu borgastjóra þegar hann þarf að vígja eitthvað og haldið ræðuna fyrir framan tölvuna sína og látið varpa henni á vegg eða tjald á staðnum sem hann er að vígja. Það er miklu eðlilegra fyrirkomulag þegar menn eru geimverur að gera þetta svona. Svona voru samskiptin oft í Star Wars myndunum. Svo er það kostur líka að ef menn eru oft veikir og með hita er meira að segja hægt að gera þetta beint af spítalanum undir sænginni með sæta hjúkku til að skála við.
2. Reiðhjól. Miðstöðin var slöpp í rafmagnsbílnum. Þess vegna er reiðhjól betra. Þar er hægt að halda á sér hita með því að hjóla á móti veðri og upp brekkur á öllum hjólastígunum sem eru í borginni. Svo er það góð fyrirmynd um umhverfisvænan ferðamáta fyrir borgarbúa. Ég myndi reyndar persónulega kjósa að hjólastígarnir væru yfirbyggðir ef ég væri borgarstjóri og hef oft lagt það til hér á blogginu og víðar, skil ekki af hverju það má ekki gera hjólreiðar að þægilegum ferðamáta í borginni og á öðrum svæðum þar sem þær geta hentað til að koma fólki milli staða.
3. Láta konuna skutla sér. Ég geri það yfirleitt ef ég er í vandræðum með bílinn minn. Ef hann er bilaður eða klesstur úti í skurði þá hringi ég í konuna til að redda mér.
4. Gerviborgarstjóri. Búa til mynd af borgarstjóra í fullri stærð og líma á pappaspjald, eins og var einhvern tíma gert til að fjölga lögreglumönnum einhvers staðar. Senda svo gerfiborgarstjórann í pósti með ræðu á Ipod og stinga í samband þar sem hann er að vígja skóla.
Eflaust er hægt að gera margt annað til að leysa úr þessum vandræðum borgarstjóra, en þetta eru allavega mínar tillögur. Skora á aðra að reyna að hjálpa honum líka.
Eigum við að setja eitthvað í stjórnarskrá um að borgarstjórar, þingmenn og aðrir ráðamenn hafi þá kvöð að vera öðrum borgurum til sérstakrar fyrirmyndar í störfum sínum á einhvern hátt?
Þeir sem hafa skoðanir á þessu mega koma með þær á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.com/lindal
www.almannathing.is
Kvartar yfir rafbílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#6791 - Notum fundvísa menn frá Perú til að finna undanskotið fé.
13.11.2010 | 18:05
Nú þegar sérstakur saksóknari hefur ekkert fundið í hálft ár sem fréttnæmt getur talist gleður það mann að fundist hafi lifandi steinaldarmenn í Perú. Það er í raun alveg ótrúlegt.
Ég vil leita til þeirra sem fundu þessa steinaldarmenn um að leita að undanskotnu fé úr bankahruninu. Mér finnst ekkert ganga að finna neitt sem máli skiptir eftir þetta bankahrun, það finnast engir sökudólgar og engir peningar, bara hálf mállausir sakleysingjar sem áttu og ráku bankana.
Meira að segja Eva Joly hefur ekki dugað til að neitt hafi fundist sem máli skiptir. Undir hvaða verndarvæng er bankahrunið á Íslandi? það þarf líka að finna þann verndarvæng. Það finnst bókstaflega ekki neitt hér.
Hafa lesendur skoðun á því hvort í stjórnarskrá eigi að vera heimildir til sérstakra lagasetninga vegna mála sem stefna þjóðaröryggi í hættu, fjárhagslegu sjálfstæði þjóðar eða almannahag? Líkt og gert hefur verið í nokkrum ríkjum með setningu hryðjuverkalaga.
Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með hana á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
www.facebook.com/stjornarskra
Ættflokkur á steinaldarstigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Alveg saklaus, alveg löglegt, ekkert hægt að sanna.
13.11.2010 | 14:16
Ég býst við að staðlað svar verði notað þegar eigendur Svik Group og Prettir Group verða yfirheyrðir um þessi viðskipti. Svarið verður örugglega á þá leið að þetta hafi verið alveg löglegt, þeir alveg saklausir og ekkert hægt að sanna.
Og þar með er það líklega afgreitt.
Hvað ætli sé að frétta af sérstökum saksóknara? Ég kíkti á vefsíðuna, þar var síðast eitthvað að frétta 25. maí. s.l. Hefur ekkert gerst sem fréttnæmt er hjá embættinu í hálft ár? Liggur ekkert á? Finnur saksóknari engar nógu sterkar vísbendingar um lögbrot í hruninu eða aðdraganda þess til að stoppa neinn af þeim sem stóðu fyrir þessu hruni?
Ég er ekki að fatta þetta aðgerðaleysi.
Hafa menn hugmyndir um hvað einstaklingar eða stök félög mega leggja mikið undir í eigin gróðabralli á ábyrgð þjóðarinnar? Eigum við að fjalla um þetta í stjórnarskrá?
Þeir sem vilja koma með tillögur um þetta mega koma með þær á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
www.facebook.com/stjornarskra
Ákvað verð og keypti mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Kirkjan uppsker eins og hún sáir.
13.11.2010 | 13:39
Biskup hefur áhyggjur af þverrandi trausti á kirkjuna. Almenningur hefur áhyggjur af því að kirkjunni sé ekki treystandi því mörg vandræðamál hafa komið upp í kirkjunni á undanförnum árum sem biskupi hefur mistekst að taka skynsamlega á. Þá er það ekki til að auka traustið að daglega má lesa í fjölmiðlum nýjar fréttir af afbrotum og misnotkun kirkjunnar manna í öðrum löndum.
Auðvitað er þetta allt saman áhyggjuefni og verst að refsivöndur Guðs virðist litt ná til kirkjunnar manna. Það er þar sem afstaða almennings ræðst. Ráði yfirstjórn kirkjunnar ekki við að taka á alvarlegum brotum innan kirkjunnar eftir því sem landslög og almenn siðferðisvitund býður að gert sé þá er eðlilegt að traustið á kirkjunni þverri. Fyrirgefning syndanna er vissulega góð og göfug, en stundum þarf fleira til.
Mikil umræða er um afstöðu frambjóðenda til stjórnlagaþings til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Mín skoðun er sú að ég vil setja í stjórnarskrána ákvæði sem gerir þjóðinni kleyft að ákveða það sjálf hvernig hún hagar tengslum sínum við trúfélög. Þetta er einfaldlega þannig að ég vil að þjóðin ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún heldur eða slítur sambandi sínu við þjóðkirkjuna.
Þeir sem vilja koma með hugmyndir eða tillögur um þetta mega koma með þær á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
www.facebook.com/stjornarskra
Þverrandi traust áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
#6791 - Getur hún verið forseti ef hún er ekki fær um að passa póstinn sinn?
13.11.2010 | 03:24
Er hægt að treysta Palin fyrir ríkisleyndarmálum og öðru sem fylgir starfi forseta Bandaríkjanna ef hún getur ekki passað tölvupóstinn sinn betur en svo að menn geta skoðað hann með einföldu giski á aðgangsorðið?
Vilja lesendur setja í stjórnarskrá ákvæði um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs?
Þeis sem hafa skoðun á þessu mega koma með hana á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
Braust inn í tölvupóst Palin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Jóhannes í Bónus að spilla góðu sambandi Íslands og Færeyja?
12.11.2010 | 15:53
Þá er Jóhannes í Bónus búinn að kaupa SMS í Færeyjum, skuldlaust og vel rekið félag. Hvað skyldi nú vera langt þangað til búið verður að skuldsetja félagið upp í rjáfur og mjólka út úr því allt sem hægt er eins og gert var með ótalmörg íslensk félög á undanförnum áratug? Það verður fróðlegt að fylgjast með því.
Ég óttast að Jóhannes í Bónus sé nú að flytja út gamalgróna íslenska aðferð við að koma góðum fyrirtækjum í þrot, koma þeim á forræði banka og ríkis en hirða úr þeim allt verðmæti fyrst.
Færeyingar hafa reynst okkur traustir vinir og nágrannar og stutt okkur í öllum áföllum og vandræðum um árabil. Mun Jóhannes geta stýrt þessu fyrirtæki þannig að það valdi ekki gremju Færeyinga og vinslitum við Íslendinga?
Hefur greitt fyrir helmingshlut í SMS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#6791 - Íslendingar í megrunarferðir til útlanda?
12.11.2010 | 15:34
Ég sá hér frétt um að það sé svo dýrt að borða á Kastrup í Danmörku að Íslendingar hafi verið að neita sér um matarkaup þar undanfarið.
Kannski eru tækifæri núna til að fara í megrunarferðir til útlanda. Það er alþekkt að fólk sem vill grenna sig á oft í mesta basli með það. Fellur í alls konar freistingar, hreyfir sig of lítið og hreinlega klikkar á prógramminu.
En núna er gengisskráningin orðin eðlilegri en var hér áður fyrr. Það er farið að kosta helling að ferðast til útlanda. Því dettur mér í hug að það mætti kannski skipuleggja megrunarferðir til útlanda núna, búa til nýjan megrunarkúr fyrir þá sem eiga erfitt með að komast í gegn um hefðbundna kúra.
Uppskriftin gæti verið þessi.
Ódýrasta flugfar Keflavík-Kaupmannahöfn-Keflavík, sem völ er á. Þá er ekki hægt að breyta miðanum til að komast fyrr heim ef menn höndla ekki kúrinn.
Einn mánuður í Danmörku á ódýru hóteli með engan morgunverð að vetri til. Lúxushótel er of dýrt fyrir Íslendinga, ekki hægt að svindla á því.
Strætó um bæinn, það þarf alltaf að ganga eitthvað líka þegar strætó er notaður. Bílaleigubílar og leigubílar eru of dýrir fyrir Íslendinga í dag, ekki hægt að svindla á því.
Fólk heldur á sér hita inni á hótelinu með hreyfingu. Ódýru hótelin eru yfirleitt illa kynt og veturinn frekar kaldur. Ekki hægt að svindla á því.
Búðarráp kl. 13.00-19.00 alla daga án þess að kaupa neitt. Blankheitin tryggja að ekki er hægt að svindla á því.
Næturlífið skoðað á kvöldin, diet kók eða bjór með því. Það er alltaf hægt að skemmta sér aðeins þó menn séu blankir.
Þessi kúr ætti að vera pottþéttur fyrir þá sem virkilega eiga erfitt með að klára megrunarkúra en vilja grenna sig eitthvað. Mikil hreyfing og lítill matur, enginn peningur og ekki hægt að svindla á kúrnum.
Mikil fjölgun erlendra ferðamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#6791 - Kreppa í náttúrunni líka?
12.11.2010 | 14:45
Nú þrengir svo að fílum á Indlandi að það veldur átökum á milli þeirra. Segja má að í náttúrunni sé komin upp kreppa. Hún er því ekki lengur bara hjá mannfólkinu.
Er það ekki vísbending til okkar að eitthvað verulegt sé að í heiminum þegar dýrin eru farin að berjast innbyrðis vegna afleiðinga gjörða mannanna?
Vilja Íslendingar setja í stjórnarskrá ákvæði um náttúru landsins og auðlindir, friðun og nýtingu, samspil þjóðar og náttúru?
Þeir sem hafa skoðanir á þessu mega viðra þær á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
Fílar börðust í tvo tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)