Færsluflokkur: Bloggar
#6791 - Aðskilnað ríkis og markaðar í stjórnarskrá.
23.11.2010 | 16:49
Evrópuríki eru komin í þá stöðu að Evran knýr þau til breytinga. Vegna Evrunnar m.a. hefur Evrópa safnað gríðarlegum skuldum, svo miklum að nokkur Evruríki þurfa að leita aðstoðar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til að vinna sig út úr skuldunum. Þó er það ljóst að engin hamingja eða stöðugleiki fylgir samvinnu við AGS. Það finnum við nú á Íslandi og það finna Argengtínumenn enn þó nærri 10 ár séu liðin síðan AGS kom þar að málum.
Það er þó ekki Evran ein og sér sem veldur þessum vandræðum. Ástæðan fyrir upptöku hennar var fyrst og fremst sú að auka fjármálalegan stöðugleika í Evrópu. En fjármálalegur stöðugleiki er nauðsynlegur til að markaðurinn geti hagnast sem mest. Evran hefur verið forsenda þess að tekist hefur að arðræna stóran hluta Evrópu og setja löndin á hausinn á undraskömmum tíma. Út á stöðugleikann hafa ríkin fengið lánstraust sem þau hafa nýtt í botn til lántöku sem þau ráða ekki við. Samhliða þessu hafa þau fært peningaútgáfuna til markaðarins sem virðist endalaust geta prentað peninga sem ekkert er á bak við til að lána ríkjunum. Síðan eru þessi tilbúnu peningar innheimtir með góðum vöxtum sem að lokum munu setja öll ríki heimsins í þrot sem taka þátt í þessari skipan á fjármálakerfi heimsins. Staðan er þannig í dag að vaxtagreiðslurnar af peningum markaðarins einar og sér eru óviðráðanlegar ef haldið er áfram á sömu braut.
Alltaf reyna svo ríkin að gera það sem markaðinum þóknast. Nú er svo komið að markaðurinn ræður í raun einn öllu sem snertir fjármál ríkja og einstaklinga.
Markaðurinn ræður gengi gjaldmiðla.
Markaðurinn ræður lánstrausti og vöxtum.
Markaðurinn ræður fjármagsflutningum.
Markaðurinn ræður launum.
Stjórnmálamenn þora ekki að gera neitt sem kemur sér illa fyrir markaðinn.
Markaðurinn sendir fyrir sig Alþjóða gjaldeyrissjóðinn þegar ríkin geta ekki borgað.
Markaðurinn ræður því að einkabankar fá ríkisaðstoð til endurreisnar þegar þeir fara á hausinn.
Markaðurinn er sú alheimsstjórn og alheimstrú sem við búum við í dag. Þess vegna er ESB bara prump. ESB ræður ekkert við markaðinn, ESB bjó bara til nýtt vopn fyrir markaðinn gegn Evrópu, Evruna. Með henni getur markaðurinn kálað Evrópu á einu bretti.
Kannski finnst lesendum ég vera alveg kexruglaður að skrifa svona. En þetta er því miður bara svona. Við þurfum að vakna og velta fyrir okkur af hverju við erum alltaf að lúta þessum markaði. Er það óumbreytanleg trúarbrögð að þjóna markaðstrúnni? Eigum við kannski aðeins að velta fyrir okkur aðskilnaði ríkis og markaðar? Eru þetta ekki trúarbrögð sem við öll lútum, meðvitað eða ómeðvitað.
Ég vil setja í stjórnarskrá ýmis ákvæði sem vernda almenning og ríkið fyrir neikvæðum áhrifum markaðarins.
Evrusvæðið á tvo kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Gott að geta gert grín að sjálfum sér.
18.11.2010 | 03:31
Stanslausar fréttir af afrekum mínum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 Sannar að Íslendingar fundu Ameríku og týndu henni aftur.
17.11.2010 | 17:25
Staðfesti frekari rannsóknir það sem fram kemur í þessari grein, að sú ættmóðir sem talað er um hafi komið frá Norður Ameríku um árið 1000, þá má segja fullsannað að Íslendingar hafi á sínum tíma fundið Ameríku og týnt henni aftur. Eins og við vitum var Ameríka týnd frá því um árið 1000 og allt fram til 1492 þegar Kólumbus fann hana aftur. Það er að líkindum stærsta glappaskot Íslandssögunnar að týna Ameríku, ennþá stærra en síðasta stóra glappaskotið, að leyfa nokkrum brjálæðingum að tapa Íslandi í veðmálum.
En svona er Íslandssagan. Stórmerkileg saga ævintýramanna sem hafa í meira en þúsund ár leikið sér með þessa þjóð sem býr hér. Núna eru framundan kosningar til stjórnlagaþings þar sem fólk getur valið um að taka völdin í landinu í sínar hendur eða að halda áfram á hinni þúsund ára braut ævintýra og öfga.
Þeir sem vilja persónukjör, þjóðaratkvæði, beint lýðræði í einhverri mynd eða hafa aðrar hugmyndir um að færa valdið til fólksins mega koma með þær á Facebook síðuna stjórnarskrá.
Eiga rætur að rekja til indíána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#6791 - Verða almannatryggingar bannaðar á stjórnlagaþingi?
16.11.2010 | 23:17
Flestir Íslendingar eru sammála um að almannatryggingar séu nauðsynlegar og sjálfsagðar. Það hefur aldrei hvarflað að mér annað en að við munum hafa almannatryggingar og samhjálparkerfi til að mæta ýmsum áföllum og erfiðleikum sem fólk verður fyrir á lífsleiðinni. Það meira að segja hvarflar ekki að mér að ríkisstjórn Íslands, sem mér finnst þó afburða slöpp, vilji ekki almannatryggingar. Á þeim bæ veit ég að menn vilja í raun vel en tekst bara engan veginn sem skyldi að höndla ástandið sem nú er í þjóðfélaginu.
Ég hef mikið verið að lesa mér til um stefnumál ýmissa frambjóðenda til stjórnlagaþings og skrif þeirra núna í aðdraganda kosninganna. Það vakti nokkra athygli grein eftir Brynjólf Svein Ívarsson sem ég sá í greinasafni hans á DV vefnum. Þar tilgreinir hann 5 frambjóðendur sem kjósendur eigi ekki að kjósa. Einn þessara manna er góður kunningi minn og þar sem ég kannaðist ekki við þá mannlýsingu sem Brynjólfur dró upp af honum í grein sinni, þá varð ég enn forvitnari en áður og fór að skoða meira hvaða maður þessi Brynjólfur frambjóðandi er.
Það kom náttúrulega fljótt í ljós þegar ég virkjaði tvö helstu njósnanet heimsins, Google og Facebook, að maðurinn er prímus mótor í Frjálshyggjufélaginu, sem virðist vera einhver hægri öfgaflokkur, og siglir greinilega undir sjóræningjafána til þessara stjórnlagaþingskosninga. Hann hefur í skrifum sínum lýst yfir vilja sínum til að standa gegn hlutum eins og almannatryggingum af öllu tagi á stjórnlagaþingi. Sjá hér
Hann segir svo í niðurlagi skrifa sinna:
"Þessi grein var skrifuð með þeim tilgangi að brýna fyrir frjálshyggjumönnum að þeir verði að gæta þess að verða ekki undanskyldir ef kemur til stjórnlagaþings. Þó að höfundur sé efins um að frjálshyggjumenn geti haft úrslita áhrif á slíku þingi þá hafa þeir eitt vopn hvort sem þeir yrðu hluti stjórnlagaþings eður ei. Því með samþykktarleysi eða þátttökuleysi á stjórnlagarþingi þá væri hægt að svipta nýrri stjórnarskrá hinum eftirsótta stimpli um þverpólitíska samstöðu."
Það er greinilegt að maðurinn er búinn að læra mikla pólitíska undirförli en ekki veit ég hvort það er hluti af háskólanámi hans. Hann er algjörlega á móti því að samstaða náist um nýja stjórnarskrá nema hún verði eftir höfði Frjálshyggjufélagsins og geti hann ekki komið stefnumálum þess félags fram á stjórnarlagaþingi þykir honum skárra en ekkert að reyna að rýra gildi þingsins með því að gefa því ímynd ósamstöðu.
Þetta er maður sem telur sig þess umkominn að segja kjósendum að þeir eigi ekki að kjósa einhverja aðra frambjóðendur. Það fór nú hrollur um mig þegar ég var búinn að kynna mér frambjóðandann og ég get ekki annað en leyft lesendum að deila með mér skrifum þessa manns sem vill semja nýja stjórnarskrá fyrir Ísland og hafa hana stutta og einfalda með algjöru tjáningarfrelsi og banni við samhjálp.
Ég er svo sem ekki að segja að einhverjar tilteknar skoðanir eigi ekki rétt á sér á stjórnlagaþingi, en hvet menn til að kynna sér frambjóðandann vel og fullvissa sig um að þeir séu sammála honum áður en þeir greiða honum atkvæði sitt.
Almannatryggingar leið út úr kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#6791 - Færum Ísland nær Vestmannaeyjum.
16.11.2010 | 15:05
Siglingastofnun hefur ákveðið að færa Markarfljót, lesa má um það hér.
Væri ekki betri lausn að færa Ísland nær Vestmannaeyjum. Það dreymir alla um að fara suður á bóginn í hlýrra loftslag. Með því að færa Ísland nær Vestmannaeyjum sláum við tvær flugur í einu höggi, losnum við ferjuhafnarvandamálið og komumst í örlítið hlýrra loftslag. Setjum Siglingastofnun í málið, siglum suður í haf mað allt heila klabbið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Ritstuldur? Var það ekki lesstuldur?
16.11.2010 | 12:23
Það hafa ótal sögur verið sagðar af George Walker Bush (Bónda Göngu Runna eins á kannski að kalla hann svona nálægt degi íslenskrar tungu) og þroska hans. Aldrei fyrr hef ég þó séð að hann kynni að skrifa. En lestrarhæfileikarnir hafa stundum verið umfjöllunarefni. Nú held ég að örugglega sé verið að ljúga upp á hann þegar talað er um að hann sé búinn að skrifa bók og í henni sé stórfelldur ritstuldur.
Þetta getur ekki staðist, Bush er í mesta lag fær um lesstuld, að lesa eitthvað sem aðrir hafa skrifað. En ég trúi því mátulega að hann geti bæði lesið það sem aðrir skrifa og endurskrifað það. Það er too much að ætla honum það.
Bush sakaður um ritstuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#6791 - Ríkið í ríkjunum heimtar hærri skatta.
16.11.2010 | 11:52
ESB vill nærri 6% hækkun á sínum tekjum á næsta ári. Bretar og Hollendingar segja þeim að láta sér duga sömu fjárveitingu og þeir hafa á þessu ári. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls. ESB, sem er Ríkið í ríkjunum vill soga til sín meira fé, þá er minna eftir til ráðstöfunar heima fyrir. Þannig getur ESB ýtt undir atvinnuleysi og niðurskurð í aðildarlöndunum. Gagnlegt ríkjasamband það.
ESB vill taka upp nýjar leiðir til að afla fjár, eigin skatta á fólkið í aðildarlöndunum. Ég býst við að ESB muni verja drjúgum hluta af auglýsingaherferð sinni á Íslandi til að útskýra fyrir okkur hvaða skatta við eigum að greiða þeim eftir inngöngu í sambandið og hvað við fáum í staðinn. Það er gott að við búum í landi þar sem skattar eru svo lágir að það er enginn vandi að borga ríkinu, hvað þá ríki í ríkinu, hærri skatta.
Eiga Íslendingar að hafa ákvæði í stjórnarskrá um hvort erlend ríki eða ríkjasambönd eða erlendar stofnanir og alþjóðastofnanir megi leggja skatta á Íslendinga, beint eða óbeint?
Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með hana á:
Facebook, Austurvöll eða almannaþing.
Ósamið um fjárlög ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
#6791 - Þessi þrjú í þjóðstjórn.
16.11.2010 | 03:24
Þjóðþekkt kona hefur verið dugleg í mörg ár að miðla af vitneskju sinni um aðferðir og uppgang nokkurra þekktra útrásarvíkinga, fyrirætlanir þeirra og aðferðir við stórkostlegt svindl og glæpastarfsemi. Lengi vel hristi alþjóð bara hausinn yfir þessari konu og fannst hún vera að bulla, það trúði henni varla nokkur maður, þessari kexrugluðu kerlingu eins og hún var oft kölluð. Þeir sem hún sagði sannleikann um rökkuðu hana niður þannig að stundum mátti halda að hún væri á leið fyrir aftökusveit. Svo kom í ljós að hún hafði rétt fyrir sér, enda góð og guðhrædd kona. Nú er hún búin að skrifa góða glæpasögu um þetta allt saman sem verður sjálfsagt víðlesin á Íslandi um jólin.
Frægasti forsætisráðherra Íslands á síðari tímum lenti upp á kanti við frægustu bisnissmenn Íslandssögunnar eftir að hann einkavæddi íslensku bankana og bisnissmennirnir keyptu þá. Þegar hann áttaði sig á að þessir bisnissmenn voru bara glæpamenn en litlir bisnissmenn fór hann að gagnrýna þá. Þeir svöruðu með tilboði um mútur. Í stuttu máli þá snérist þessi ágreiningur upp í stórpólitíska þrætu þar sem flestir stjórnmálamenn tóku afstöðu með glæpamönnunum og á móti forsætisráðherranum. Hann var kallaður kexruglaður eins og konan sem að ofan er nefnd. Nú er smám saman að koma í ljós sú staðreynd að þetta var eini stjórnmálamaðurinn sem skildi hvað var í gangi. Hinir voru greinilega villtir í einhverri pólitískri þoku sem bófarnir höfðu keypt yfir þá. Hér má sjá góðan kafla um þetta allt saman úr bók ráðherra í hrunstjórninni.
Svo er það maðurinn sem margir kalla jólasveininn. Það er öllum uppsigað við hann. Hvað kenna Íslendingar börnum sínum, að jólasveinninn sé vondur? Ég held varla, en samt virðast margir trúa því að þessi jólasveinn sé vondur og vitlaust. Hann er búinn að hamra á því síðan á síðustu öld að íslensk stjórnmál séu gjörspillt. Hann vill að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína, hann vill að forsetinn geri gagn fyrir þjóðina en sé ekki bara eins og stytta á brúðkaupstertu. Hann vill að þjóðin fái sjálf að taka ákvarðanir um mál. Hann vill alvöru lýðræði á Íslandi. Hann vill að Ísland sé öðrum þjóðum til fyrirmyndar í friðarmálum. Hann vill að bófarnir úr útrásinni og bankahruninu séu látnir axla ábyrgð á því en ekki þjóðin. Hann vill að ríkisstofnanir eins og RÚV sýni hlutleysi í stað þess að trana fram ákveðum skoðunum og fólki eins og áróðursstöðvar glæpamannanna. Þessi maður þykir kexruglaður og fær stöðugt að heyra það. Hann hættir samt ekki, er alveg ódrepandi við þetta áhugamál sitt, að koma viti fyrir Íslendinga. Kannski er það að takast núna. Núna er hann áhugaverðasti frambjóðandinn til stjórnlagaþings á vef DV að meta lesenda.
Þessi þrjú, Jónína Ben, Davíð Oddsson og Ástþór Magnússon eiga það öll sameiginlegt að hafa bein í nefinu. Þau hafa sýnt það að þau vita sínu viti. Þau hafa ekki látið undan þrýstingi glæpamanna. Þau hafa öll reynt að koma vitinu fyrir ráðamenn. Þau bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Þau þyrftu að taka við stjórn landsins í stað aumingjanna sem mynda nú ríkisstjórn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Sektum útvarpsstjóra fyrir að skemma lýðræðislegar kosningar.
15.11.2010 | 22:52
Það er litið alvarlegum augum í Bandaríkjunum að reynt sé að draga úr kjörsókn. Þar er þess nú krafist að stjórnmálaflokkur verði dæmdur til að greiða háar fjársektir fyrir að reyna að draga úr kjörsókn almennings í ríkisstjórakosningum.
Á Íslandi eru framundan kosningar til stjórnlagaþings. Við eigum sameiginlegan fjölmiðil, RÚV, sem Íslendingar ætlast til að flytji þeim vandaðar og vel unnar fréttir af því sem er að gerast í landinu á hverjum tíma, líka kosningaundirbúningi. RÚV á líka að vera til fyrirmyndar í kosningum, þar eiga landsmenn að geta fengið upplýsingar og umfjöllun um þá sem eru í framboði til hinna ýmsu starfa og embætta á hverjum tíma.
Í undirbúningi til þessa stjórnmálaþings hefur RÚV ekkert fjallað um frambjóðendur og vill ekki gera það nema fá greitt fyrir það. Umfjöllun RÚV um þetta stjórnlagaþing virðist aðallega snúast um að tala það niður, gera lítið úr því, gera lítið úr því að hægt sé að framkvæma persónukjör af viti. Þannig hefur umræðan gjarnan verið í fréttum, Kastljósi og Silfri Egils, þeim dagskrárliðum sem þetta ber helst á góma.
Er það hlutverk RÚV að ákveða fyrir landsmenn hvaða kosningakerfi hentar í landinu? Er það hlutverk RÚV að ákveða hvort skynsamlegt er að endurskoða stjórnarskrána eða ekki og hvernig að því er staðið. Er það RÚV sem á að ráða því hvort við komum á lýðræðisumbótum í landinu eða ekki? Verður það helst í fréttum eftir kosningar til stjórnlagaþings að kjósendur hafi gert það sem RÚV sagði þeim að gera, að sitja heima og vera í fýlu yfir þessu.
Ég tel það vera á ábyrgð útvarpsstjóra að RÚV virðist taka afstöðu gegn lýðræðinu og þjóðinni í þessu máli með skeytingarleysi, þöggun og því að tala kosningu til stjórnlagaþings niður í umfjöllun sinni. RÚV virðist vera að reyna að skemma þessar kosningar, fæla almenning frá þáttöku í þeim, fremur en að hvetja til þáttöku. Kosningarétturinn er eini rétturinn, eina leiðin fyrir almenning til að hafa áhrif á stjórnarfarið í landinu. Þetta er kallað lýðræði. Af hverju vill útvarpsstjóri ekki að stofnun hans hjálpi þjóðinni að gera upp hug sinn fyrir þessar kosningar eins og aðrar?
Getum við sektað útvarpsstjóra fyrir þessa afstöðu RÚV. Ég legg til að það verði reynt, það þýðir lítið að sekta stofnunina sjálfa, skattgreiðendur greiða að lokum þá sekt. Að sekta yfirmann stofnunarinnar virkar líka miklu betur en að hann geti látið fyrirtækið borga. Tökum á útvarpsstjóra að bandarískri fyrirmynd.
Þeir sem hafa hugmyndir og tillögur um hlutverk ríkisfjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi og vilja koma þeim á framfæri mega setja þær hér:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
Reyndi að draga úr kjörsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#6791 - Stóri bróðir færir út kvíarnar.
15.11.2010 | 11:32
Er ekki sagt að Facebook geymi allt sem einu sinni fer þangað inn? Það skilst mér. Þó fólk hendi einhverju út af síðum sínum þá hverfa ekki upplýsingarnar, þær eru til áfram. Margir hafa víst brennt sig á að setja eitthvað á Facebook sem kemur þeim illa seinna meir, vegna atvinnu eða einkamála. Þeir sem iðrast þess að setja eitthvað inn á Facebook og taka það út sleppa ekkert betur en hinir. Upplýsingarnar fara ekkert úr geymslum Facebook. Það er ekki hægt að iðrast og verða betri maður á Facebook. Facebook er alveg snilldarleg útgáfa af "Big brother" stóra bróður sem fylgist með öllu og öllum. Eins og njósnakerfi úr fjarlægri framtíð. Sú framtíð er löngu komin.
Ég er á móti kerfum eins og Facebook, samt er ég að nota það. Þetta kerfi hefur fallið svo vel í kramið hjá almenningi að það er nú ein besta leiðin til að ná til fólks sem maður vill hafa áhrif á.
Og nú stígur stóri bróðir næsta skref. Nú ætlar hann að safna tölvupóstunum þínum líka. Þá bætist nú hressilega við upplýsingamagnið. Þá stækkar gagnagrunnur njósnanetsins verulega.
En þetta er ekki búið ennþá. Almenn notkun netsíma og fleiri tækninýjungar eru skammt undan. Facebook mun að sjálfsögðu vilja sjá um að veita almenningi slíka þjónustu.
Það felast mikil verðmæti í söfnun upplýsinga þegar öll þjóðfélög eru upplýsingasamfélög og ríkisstofnanir leita nýrra leiða til að fylgjast með. En þetta eru um leið persónunjósnir og innrás í einkalíf fólks. Óeðlileg afskipti af frjálsu fólki, frjálsu samfélagi.
Eigum við að setja í stjórnarskrá Íslands einhverjar reglur um söfnun og meðferð persónuupplýsinga, persónunjósnir öðru nafni?
Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með hana á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
Hulunni svipt af Gmail-tortímandanum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)