#6791 - Er það ekki líka skýrt að Íslendingar vilja ekki í ESB?

Það er ágætt að skýra málin. Það er alltaf betra en að þau skýrist eftirá, þegar menn eru komnir í ógöngur. Það á líka við um ESB aðild. Að því leiti þá er þetta ekki svo galið hjá Ögmundi, að fá fram svörin um þessa hluti en sleppa áróðursherferðinni. Við þurfum auðvitað svör en ekki kosningaloforð. Við þurfum upplýsingar en ekki áróðursherferð. Það eina sem er skýrt og greinilegt í sambandi við þetta ESB mál er að Íslendingar eru á móti aðild. Á meðan ekkert kemur fram sem fær okkur til að skipta um skoðun á ekki að lauma okkur inn í einhverjar ógöngur eða stöðu sem við komumst illa út úr.

En aðalatriðið er að þjóðin vill ekki í ESB og þá vaknar spurning um það hvort við eigum að setja í stjórnarskrá ákvæði um það hvað ráðamenn megi geri og hvað ekki í viðræðum eða undirbúningi fyrir mál sem þjóðin er andvíg. Hvað eigum við að leyfa stjórnmálamönnum að ganga langt í málum sem þjóðin er ekki samþykkt?

Þeir sem hafa skoðanir á þessu mega koma með þær á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannthing.is


mbl.is Vill fá niðurstöðu strax í skýr mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vitlausi villi vill bara fá að komast í aurana hjá euró og fá þá skatt fría

gisli (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 12:25

2 identicon

Þú getur ekki sagt að þjóðin vilji ekki í ESB.  Þjóðin er farin að uppgötva það að hræðsluáróður LÍÚ og bændahöfðingja hefur gert það að verkum að í könnunum hefur fólk verið frekar á móti en með.  Þú átt heldur ekki að ákveða það fyrir okkur hin að þjóðin vilji ekki í ESB.  Sá sem býður sig fram til stjórnlagaþings á ekki að gefa sér fyrirfram að þjóðin vilji ekki í ESB.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 12:48

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl og takk fyrir athugasemdirnar. Ég er svo sem ekki að gefa mér neitt um það að þjóðin vilji ekki í ESB. Hún einfaldlega vill það ekki skv. skoðanakönnunum. Og ég er líka á móti inngöngu í ESB og ætla ekkert að breyta þeirri skoðun nema hægt sé að koma með almennileg rök fyrir því að það sé vit í að ganga þar inn. Þó ég sé í framboði fyrir stjórnlagaþing þá finnst mér bara allt í lagi að hafa þá skoðun og ætla ekkert að fela hana.

Hins vegar er það grundvallartriði að mínu mati að í nýrri stjórnaskrá sé gengið út frá því að þjóðin sjálf fái að ráða því hvað gert er í öllum helstu málum. Ekki að hrossakaup út af einhverjum ráðherrastólum ráði því hvort við göngum í ESB eða ekki svo dæmi sé tekið. En það er akkúrat það sem nú er að gerast. Til að Steingrímur og fleiri vinstri grænir geti setið í nokkur ár á ráðherrastólum eru þau alveg til í að láta teyma þjóðina inn í ESB á fölskum forsendum jafnt sem réttum. Ég er auðvitað á móti því.

Eina rétta aðferðin er auðvitað sú að þjóðin ákveði hvort við sækum um aðild að ESB, hvort við förum í aðlögunarferli, hvort við samþykkjum inngöngu þegar öll gögn liggja fyrir.

Ég er hissa á að enn skuli vera til fólk sem vill frekar að nokkrir stjórnmálamenn afgreiði þetta í hrossakaupum um ráðherrastóla og aðra bitlinga sín á milli frekar en að þjóðin ákveði þetta sjálf. Ég hef engar áhyggjur af að fljóta með þjóð sem tekur upplýsta ákvörðun um framtíð sína, en ég fyrirlít stjórnmálamenn sem reyna að troða svona hlutum upp á sína þjóð með lygum og áróðri til þess eins að gera eitthvað úr sjálfum sér.

Jón Pétur Líndal, 14.11.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað á að setja inn fullveldisákvæði í stjórnarskrána. Og skilgreina allar tilraunir til að afsala fullveldinu sem landráð. Þetta er svo einfalt. Það dýrmætasta sem við eigum er fullveldið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.11.2010 kl. 14:07

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott hjá þér, Jón Pétur, varðandi afstöðu þína til aðildar að ESB. Það er nauðsynlegt fyrir kjósendur að vita um skoðanir frambjóðenda í þýðingarmiklum málum fyrir kjördag.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.11.2010 kl. 16:17

6 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Fínt Jón Pétur. Hafðu hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin hag og þér mun farnast vel. Ekki vil ég ESB.

Árni Þór Björnsson, 14.11.2010 kl. 16:28

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Gaman að sjá jákvæð komment hérna.

Jón Pétur Líndal, 14.11.2010 kl. 22:43

8 identicon

Það er ólýðræðisleg aðför að kirkjunni. Fjöldi manns býður sig fram til stjórnlagaþings til þess eins að koma að sínum einkahugmyndum, aðskilnaði ríkis og kirkju. GAMLA Stjórnarskráin tryggir að hægt sé að skipta um sið, EF meirihluti landsmanna vill það, í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Fjöldi frambjóðenda til Stjórnlagaþings vill bæði aðskilnað og losna við áhrif forseta, sem þýðir að það verður enginn að biðla til vilji þjóðin slíka atkvæðagreiðslu. Hvernig sem niðurstaðan verður er ólýðræðislegt að grípa frammi fyrir hendurnar á þjóðinni með þessum hætti og ákveða fyrir hana, án þjóðaratkvæðagreiðslu, að aðskilja ríki og kirkju. Það er ELÍTÍSMI! Og það án þess að eiginleg "elíta" komi til, en EKKI LÝÐRÆÐI! Stjórnlagaþing má ekki verða bara angi af alþingi og ólýðræðislega andanum sem ríkir þar, að grípa frammí fyrir hendurnar á fólki og vanvirða lýðræði þess. Þjóðin ræður sjálf hvort hún vill aðskilja ríki og kirkju, EKKI einhver sjálfskipuð elíta á Stjórnlagaþingi. Vilji hún það, er það lýðræðislegur réttur hennar, tryggður í gömlu stjórnarskránni. Vilji hún það ekki, þá er ekkert glæpsamlegt við að þjóð velji sinn sið sjálf. Við færum varla til Laos og myndu hneykslast gífurlega á Búddhismanum þar. Þetta er aðför gegn lýðræðinu. Þjóðin ræður sjálf! Stjórnlagaþing á ekki að vera hérna til að "ákveða fyrir fólkið", Alþingi hefur gengið nóg fram af þjóðinni með elítisma, bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur fengið nóg af slíku! STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!

VARIST ÚLFA Í SAUÐARGÆRU Á STJÓRNLAGAÞINGI! (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband