#6791 - Hvar fæ ég góðan stjórnmálahermi?

Það er gaman og gott að búið er að búa til flughermi fyrir Ísland. Af þeirri litlu reynslu sem ég hef af flugi og flughermum býst ég við að það sé erfiðara að komast klakklaust milli staða í flugherminum en í raunveruleikanum.
Engu að síður er svona flughermir örugglega fróðlegur og gagnlegur fyrir flugáhugamenn og þá sem vilja læra á aðstæður til flugs á Íslandi.

Annar hermir sem væri þó margfalt gagnlegri en flughermir er stjórnmálahermir.
Væri það ekki frábært ef til væri stjórnmálahermir fyrir Ísland, sem hægt væri að nota til að þjálfa stjórnmálamenn svo þeir geti komist að veikleikum sínum og gert mistök á skaðlausari hátt en með reglulegum æfingum á skattgreiðendum.

Eigum við að gera kröfu til þess í stjórnarskrá að stjórnmálamenn og forstjórar opinberra fyrirtækja gangist reglulega undir hæfnispróf vegna starfa sinna? Falli þeir á prófinu verði þeir að láta af störfum og embættum sínum.

Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með athugasemdir eða tillögur á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is


mbl.is Í flughermi um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband