#6791 - Kirkjan uppsker eins og hún sáir.

Biskup hefur áhyggjur af þverrandi trausti á kirkjuna. Almenningur hefur áhyggjur af því að kirkjunni sé ekki treystandi því mörg vandræðamál hafa komið upp í kirkjunni á undanförnum árum sem biskupi hefur mistekst að taka skynsamlega á. Þá er það ekki til að auka traustið að daglega má lesa í fjölmiðlum nýjar fréttir af afbrotum og misnotkun kirkjunnar manna í öðrum löndum.

Auðvitað er þetta allt saman áhyggjuefni og verst að refsivöndur Guðs virðist litt ná til kirkjunnar manna. Það er þar sem afstaða almennings ræðst. Ráði yfirstjórn kirkjunnar ekki við að taka á alvarlegum brotum innan kirkjunnar eftir því sem landslög og almenn siðferðisvitund býður að gert sé þá er eðlilegt að traustið á kirkjunni þverri. Fyrirgefning syndanna er vissulega góð og göfug, en stundum þarf fleira til.

Mikil umræða er um afstöðu frambjóðenda til stjórnlagaþings til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Mín skoðun er sú að ég vil setja í stjórnarskrána ákvæði sem gerir þjóðinni kleyft að ákveða það sjálf hvernig hún hagar tengslum sínum við trúfélög. Þetta er einfaldlega þannig að ég vil að þjóðin ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún heldur eða slítur sambandi sínu við þjóðkirkjuna.

Þeir sem vilja koma með hugmyndir eða tillögur um þetta mega koma með þær á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
www.facebook.com/stjornarskra


mbl.is Þverrandi traust áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

1. Ertu hlynntur því að í upphafi hvers árs fái hver íslenskur ríkisborgari úthlutað sínum hlut af kvótanum, sem fólk getur svo ráðstafað á þann hátt sem þeim þóknast?

2. Á að segja upp opinberum starfsmönnum sem gerast sekir um að ljúga þegar þeir eru spurðir um málefni sem eru hluti af verksviði þeirra, og þeir svo kærðir fyrir brot í starfi?

3. Á að vera persónukjör?

Tómas Waagfjörð, 13.11.2010 kl. 14:54

2 identicon

Ef þú tekur afstöðu þá átt þú mitt atkvæði.

Óskar (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 14:59

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar.

Varðandi spurningar Tómasar þá koma hér svör frá mér.

1. - Ég hef stundum velt þessari aðferð með kvótann fyrir mér sem þú nefnir og er hlynntur henni. En ég hef líka velt því fyrir mér hvort ríkið ætti að halda uppboð á t.d. 20% kvótans á hverju ári til að fá sem mestar tekjur af honum inn í ríkissjóð. Þín aðferð skilar þjóðinni, einstaklingunum, tekjum af þessari auðlind beint í vasann. Hin aðferðin sem ég nefni skilar líklega hliðstæðum tekjum, en beint í ríkiskassann. Hvort tveggja er gott en báðar aðferðir hafa þann galla að útgerðarmenn geta líklega með samstöðu ráðið kvótaverðinu hvor aðferðin sem notuð er. Þeir eru einu kaupendurnir að kvótanum.

Það þarf að stilla upp nokkrum kostum um þetta og leyfa þjóðinni að velja á milli í þjóðaratkvæðagreiðslu, það er mín afstaða.

2. Þetta fer eftir því hverjir brjóta af sér og hvaða reglur er verið að brjóta. Ég hef lagt til að þeir sem t.d. verða uppvísir að stjórnarskrárbrotum verði settir í ævilangt bann frá þingmennsku og opinberum störfum.

Auðvitað þarf að gera miklar kröfur til opinberra starfsmanna. Ég er þó meira inn á refsifyrirkomulagi sem byggir á að vísa mönnum úr starfi og setja þá í bann við tilteknum störfum, fremur en að standa í sakamálarekstri á hendur þeim fyrir að ljúga í opinberum störfum. Ráða dómstólar nokkuð við að dæma um allt það sem er logið um í stjórnsýslunni? Brottrekstur og bann gerir alveg sama gagn, kennir mönnum lexíuna sem þeir þurfa.

3. Já, það á að vera persónukjör. Samhliða því á almenningur líka að hafa miklu meiri áhrif á þingstörfin en gert er í dag. Þingmenn eru kosnir til að framkvæma vilja þjóðarinnar fremur en sinn eigin vilja. Ef þjóðin fær að segja sitt álit á mikilvægum málum í skoðanakönnunum og eftir atvikum atkvæðagreiðslum sem yrðu hluti af meðferð mála í þinginu má segja að á Alþingi yrði í raun einn flokkur, meirihlutaflokkurinn eða þjóðarflokkurinn sem allir þingmenn væru að vinna fyrir.

Jón Pétur Líndal, 13.11.2010 kl. 17:23

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Óskar, ég gleymdi að spyrja þig út í þína athugasemd. Skil ég þig ekki rétt að þú viljir sjá mína afstöðu til spurninga Tómasar? Eða ertu að leita eftir einhverju öðru?

Jón Pétur Líndal, 13.11.2010 kl. 17:25

5 identicon

Það er ólýðræðisleg aðför að kirkjunni. Fjöldi manns býður sig fram til stjórnlagaþings til þess eins að koma að sínum einkahugmyndum, aðskilnaði ríkis og kirkju. GAMLA Stjórnarskráin tryggir að hægt sé að skipta um sið, EF meirihluti landsmanna vill það, í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Fjöldi frambjóðenda til Stjórnlagaþings vill bæði aðskilnað og losna við áhrif forseta, sem þýðir að það verður enginn að biðla til vilji þjóðin slíka atkvæðagreiðslu. Hvernig sem niðurstaðan verður er ólýðræðislegt að grípa frammi fyrir hendurnar á þjóðinni með þessum hætti og ákveða fyrir hana, án þjóðaratkvæðagreiðslu, að aðskilja ríki og kirkju. Það er ELÍTÍSMI! Og það án þess að eiginleg "elíta" komi til, en EKKI LÝÐRÆÐI! Stjórnlagaþing má ekki verða bara angi af alþingi og ólýðræðislega andanum sem ríkir þar, að grípa frammí fyrir hendurnar á fólki og vanvirða lýðræði þess. Þjóðin ræður sjálf hvort hún vill aðskilja ríki og kirkju, EKKI einhver sjálfskipuð elíta á Stjórnlagaþingi. Vilji hún það, er það lýðræðislegur réttur hennar, tryggður í gömlu stjórnarskránni. Vilji hún það ekki, þá er ekkert glæpsamlegt við að þjóð velji sinn sið sjálf. Við færum varla til Laos og myndu hneykslast gífurlega á Búddhismanum þar. Hópar eins og hópurinn á Facebook um að kjósa sérstaklega til stjórnlagaþings til að kjósa burt Þjóðkirkjuna eru dæmi um fáfræði og aðför gegn lýðræðinu. Þjóðin ræður sjálf! Stjórnlagaþing á ekki að vera hérna til að "ákveða fyrir fólkið", Alþingi hefur gengið nóg fram af þjóðinni með elítisma, bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur fengið nóg af slíku! STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!

VARIST ÚLFA Í SAUÐARGÆRUM Á STJÓRNLAGAÞINGI! (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:33

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll vertu Varist úlfa í sauðargærum á stjórnlagaþingi. Ég er alveg sammála þinni athugasemd um þjóðkirkjuna. Mín tillaga er reyndar að festa það enn betur í stjórnarskránni að þjóðin ráði þessu sjálf. Þú getur fengið það staðfest með því að skoða svar mitt til kirkjunnar við spurningu þeirra um þetta fyrir nokkrum dögum síðan.

Svarið er hér: http://kirkjan.is/stjornlagathing/6791/

Jón Pétur Líndal, 15.11.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband