#6791 - Íslendingar í megrunarferðir til útlanda?

Ég sá hér frétt um að það sé svo dýrt að borða á Kastrup í Danmörku að Íslendingar hafi verið að neita sér um matarkaup þar undanfarið.

Kannski eru tækifæri núna til að fara í megrunarferðir til útlanda. Það er alþekkt að fólk sem vill grenna sig á oft í mesta basli með það. Fellur í alls konar freistingar, hreyfir sig of lítið og hreinlega klikkar á prógramminu.

En núna er gengisskráningin orðin eðlilegri en var hér áður fyrr. Það er farið að kosta helling að ferðast til útlanda. Því dettur mér í hug að það mætti kannski skipuleggja megrunarferðir til útlanda núna, búa til nýjan megrunarkúr fyrir þá sem eiga erfitt með að komast í gegn um hefðbundna kúra.

Uppskriftin gæti verið þessi.

Ódýrasta flugfar Keflavík-Kaupmannahöfn-Keflavík, sem völ er á. Þá er ekki hægt að breyta miðanum til að komast fyrr heim ef menn höndla ekki kúrinn.

Einn mánuður í Danmörku á ódýru hóteli með engan morgunverð að vetri til. Lúxushótel er of dýrt fyrir Íslendinga, ekki hægt að svindla á því.

Strætó um bæinn, það þarf alltaf að ganga eitthvað líka þegar strætó er notaður. Bílaleigubílar og leigubílar eru of dýrir fyrir Íslendinga í dag, ekki hægt að svindla á því.

Fólk heldur á sér hita inni á hótelinu með hreyfingu. Ódýru hótelin eru yfirleitt illa kynt og veturinn frekar kaldur. Ekki hægt að svindla á því.

Búðarráp kl. 13.00-19.00 alla daga án þess að kaupa neitt. Blankheitin tryggja að ekki er hægt að svindla á því.

Næturlífið skoðað á kvöldin, diet kók eða bjór með því. Það er alltaf hægt að skemmta sér aðeins þó menn séu blankir.

Þessi kúr ætti að vera pottþéttur fyrir þá sem virkilega eiga erfitt með að klára megrunarkúra en vilja grenna sig eitthvað. Mikil hreyfing og lítill matur, enginn peningur og ekki hægt að svindla á kúrnum.


mbl.is Mikil fjölgun erlendra ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er nákvæmlega lífið hérna í París, hehe.

Sólveig Jóhanna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband