Færsluflokkur: Bloggar
Ég skal sjá um að öllum málum fyrir Landsdómi verði vísað frá dóminum.
13.4.2010 | 12:35
Það er nú ljóta ruglið umræðan um að kalla Landsdóm saman til að rétta yfir fv. ráðherrum. Þetta er svo fáránleg hugmynd og vitlaus að ég hugsa að ég gæti, ólöglærður og vitlaus úti í bæ, einn og hjálparlaust fengið öllum ákærum á þessa menn fyrir Landsdómi vísað frá fengi ég að taka að mér vörn þeirra eins og málið stendur núna.
Málið er nefnilega að það hefur enginn glæpur verið framinn af einum eða neinum í bönkunum og útrásinni ef litið er til útgefinna ákæra, stöðu rannsókna og handtekinna manna grunaðra um afbrot. Þess vegna er það alveg augljóst að þetta hrun stafar bara af einhverjum óviðráðanlegum ástæðum sem engan er hægt að dæma fyrir. Þetta gerðist bara, afþvíbara.
Ef það er hins vegar hægt að sýna fram á að ráðherrar og eftirlitsstofnanir hafi ekki staðið sig í stykkinu að verjast glæpsamlegu athæfi eigenda og stjórnenda bankanna þá er hægt að fara að tala um Landsdóm. En á meðan allir bankamennirnir ganga lausir og teljast saklausir hefur einfaldlega enginn glæpur verið framinn. Raunar bendir það hve ríkisstjórnin er áhyggulaus yfir hlut eigenda og stjórnenda bankanna í hruninu til að hugsanlega megi ákæra t.d. seðlabankastjóra fyrir að hafa gengið of langt í aðfinnslum við bankana frekar en hitt að hann hafi sýnt vanrækslu.
Fyrst verður sem sagt að handtaka bankaforkólfana og draga þá fyrir dóm. Það er ekki fyrr en þeir hafa verið sakfelldir sem ljóst er að afbrot hafi verið framin. Og það er ekki fyrr en ljóst er að afbrot hafi verið framin sem það hefur einhvern tilgang að kalla saman Landsdóm til að fjalla um hugsanlegan þátt eða ábyrgð ráðherra vegna þessara afbrota eða afleiðinga þeirra.
Þannig að ég endurtek bara það sem ég sagði í gær, nú þurfa handtökuskipanir að fara út í dag og á morgun á hendur bankaræningjunum. Þegar búið er að draga þá fyrir dóm má athuga með Landsdóm.
![]() |
Fimmtán eiga sæti í landsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4,3 milljarða dallur.
12.4.2010 | 23:09
Hvernig skyldi nú standa með þessa snekkju Kaupþingsmanna. Þetta er frekar ódýr dallur til að vera á í 6-8 vikur á sumri, 4,3 milljarðar. Þetta eru bara bankastjóralaun í hátt í 2 ár sem liggja í þessari snekkju. Og þeir að sjálfsögðu vildu fela þetta fyrir fólki, vandamálið er að það er talað svo mikið hér.
Ég held að menn tali alls ekki nóg. Það er ekki spurt nóg og ekki veitt nóg aðhald.
Eins og ég hef áður nefnt er nú talað um að Sigurður Einarsson og Jón Ásgeir fái Arion banka aftur til að leika sér með. Það er alveg yndislegt að vera Íslendingur og geta þrælað fyrir þetta pakk. Nú getur maður brosað sig í svefn og hugsað um að það eru þó einhverjir sem geta haft það náðugt og tekið sér frí á miðjarðarhafinu á 4,3 milljarða dalli sem okurvextirnir sem við erum rukkuð um, fara í að halda úti.
![]() |
Kaupþingsmenn með snekkju í Miðjarðarhafinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reyndu þá að gera eitthvað eða segðu af þér annars.
12.4.2010 | 17:00
Þú virðist alveg skilja þokkalega hvað hefur gerst hér miðað við umsögn þína um rannsóknarskýrsluna. En það gerir lítið gagn núna að rífa bara kjaft út af þessu. Við vitum öll að þú ert góður í að rífa kjaft. En við bíðum enn eftir að sjá að þú getir gert eitthvað gagn fyrir þjóðina. Reyndu nú að sjá til þess að þeir sem rændu þjóðina verði settir í varðhald og málin rannsökuð almennilega. Af hverju ertu búinn að vera að hlífa þessum mönnum svona lengi? Af hverju ganga þeir allir lausir enn? Af hverju ertu að hjálpa þeim að endurreisa banka og bjarga fyrirtækjunum þeirra. Af hverju ertu að reyna að sníkja erlend lán inn í þjóðfélagið, er það til að þeir geti stolið þeim peningum líka í endurreisninni?
Dómsmálaráðherra hvatti þjóðina í gær og fyrradag til að halda ró sinni þegar skýrslan yrði opnuð. Nú er búið að því. Ég er sammála dómsmálaráðherra og hvet þjóðina til að halda ró sinni í nokkra daga svo þið getið gefið út handtökuskipanirnar í friði. Og ef þið gerið það og hefjið almennilega tiltekt í málunum vona ég að þjóðin haldi ró sinni lengur. Það er alveg hægt að halda ró í vondri aðstöðu, jafnvel eftir ótrúleg svik, vanrækslu og aumingjaskap, ef yfirvöld sýna að þau séu í raun að taka á málunum. Eina leiðin til að sýna að það sé verið að því er að handtaka meinta bankaræningja, setja þá í varðhald og rannska málin, fara svo með þau fyrir dóm og kveða upp úrskurði og ákvarða refsingar þar sem þær eiga við.
Ef ekki er gengið í þetta veit enginn hvað gerist í þessu þjóðfélagi. Það er ekki hægt að búa við svona aðgerðaleysi stjórnvalda í svona mikilvægu máli. Þið getið ekki vænst þess að fólk haldi lengi ró sinni ef þið ætlið ekki að gera neitt sjálf. Ef þið viljið fá eitthvað frá þjóðinni verðið þið að gefa eitthvað á móti.
Af hverju gerist ekkert hjá lögregluyfirvöldum, dómsmálaráðuneyti, saksóknurum, sérstökum saksóknurum og dómstólum. Geta þessir aðilar ekki hafið rannsóknir, gefið út handtökuheimildir og að öðru leyti unnið sín störf varðandi þessi bankarán? Ef eitthvað vantar uppá það ættuð þið að setja smá neyðarlög í hvelli til að þetta fólk geti farið að vinna vinnuna sína.
![]() |
Rán var það og rán skal það heita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bilaði tölvan?
12.4.2010 | 16:37
Það er smám saman verið að prenta út og birta tölvupóstana hans Jóns Ásgeirs út af ýmsum afskiptum hans og stjórnunarháttum á undanförnum árum. Eins og sjá má er hann búinn að stjórna öllu í kring um sig "The Bonus way" til óendanlegs tjóns fyrir þjóðina. Hann er búinn að fá einhverja dóma á sig sem sanna það að heiðarleiki og siðferði í viðskiptum eru hugtök sem hann túlkar allt öðruvísi en flestir aðrir. Það virðist allt vera heiðarlegt og siðlegt sem gert er svo fremi það þjóni hans hagsmunum.
En með fullt af sönnunargögnum í höndunum úr tölvunni hans skil ég ekki af hverju hann gengur alltaf laus. Halda menn að tölvan hans sé bara eitthvað biluð og hafi búið alla þessa tölvupósta til sjálf? Er biluð tölva búin að stjórna Baugsveldinu og bönkunum í mörg ár?
![]() |
Hvernig á svona bréf að þjóna hagsmunum bankans? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nefndarmenn nokkuð skynsamir.
12.4.2010 | 16:26
Það var ljóst löngu áður en skýrslan kom út að hún gæti ekkert annað en valdið fjaðrafoki.
Hefði ekkert krassandi verið í henni hefði allt orðið vitlaust yfir því að nefndin skyldi ekki í rannsóknum sínum finna alvarlega misbresti og svik þegar slík mál hafa verið að koma í dagsljósið nánast daglega í heilt ár.
Það verður því að teljast eðlilegt af skynsömum mönnum að viðurkenna staðreyndir og varpa ljósi á þær eins og gert er í skýrslunni fremur en að gera sig samseka um þáttöku í þessari altumlykjandi vanhæfni og sviksemi sem skýrslan fjallar um með því að þykjast ekki finna neitt athugavert í aðdraganda hrunsins eða að reyna að gera lítið úr því í skýrslunni.
![]() |
Skýrslan kom þjóðinni á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vitiði hvað er framundan, hér kemur eignarhaldsspá fyrir Arion banka.
12.4.2010 | 12:50
Það þarf ekkert að hneykslast á þessu þannig að ég sleppi því. Það er búið að tala um þessi eignatengsl og krosseignatengslu og hagsmunatengsl í mörg ár.
En úr því fjallað er sérstaklega um þetta þá hef ég nýjar fréttir að færa. Óstaðfestar sögur, því þeim er jú alltaf neitað þar til það er orðið of seint, herma að Jón Ásgeir Jóhannesson og Sigurður Einarsson séu að eignast ráðandi hlut í Arion banka. Þeir muni sem sagt verða "nýjir" eigendur að bankanum. Vonandi reka þeir hann með öðru sniði en var með Kaupþing á meðan Sigurður réði þar ferðinni. Vonandi verður þetta traustur banki. En svona spár geta verið ónákvæmar þannig að þetta með rekstrarmódelið er auðvitað mikil óvissa.
![]() |
Flókin tengsl 816 fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bregaðst saksóknarar og dómarar þjóðinni líka á næstu 2 dögum?
12.4.2010 | 12:28
Það kom fram áðan að stjórnsýslan brást þjóðinni á öllum stigum þannig við að enginn vildi hafa frumkvæði að því að gera neitt til að sinna sínu starfi vel. Menn viku sér undan aðgerðum og ábyrgð með lagakrókum.
Nú er það ljóst að um risastór misferlismál og allskonar svindl er að ræða í aðdraganda hrunsins.
Ætla saksóknarar, sérstakir saksóknarar, lögregluyfirvöld og dómstólar að taka á þessum málum, eða ætla þessir aðilar að bregðast þjóðinni líka með því að gefa ekki út handtökuskipanir og hefja rannsóknir á þessum málum og einstaklingum þeim tengdum nú þegar?
Það var notað áðan á fjölmiðlafundi rannsóknarnefndarinnar, þetta óþolandi orðatiltæki, að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð. Þetta gefur vísbendingu um að engan eigi að handtaka. Þannig er nefndin að senda yfirvöldum skilaboð um að halda áfram að gera ekki neitt. Það er algjörlega ólíðandi.
En það er aldagömul hefð fyrir því að menn eru handteknir og settir í varðhald þegar grunur er á alvarlegum brotum. Svo eru málin rannsökuð og menn dæmdir fyrir brot sín eða sýknaðir af þeim. Þess vegna er það ólíðandi að menn gangi áfram lausir undir þeim formerkjum að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.
Það gengur ekki eftir birtingu þessarar skýrslu sem varpar góðri sýn á málin að enn verði haldið áfram að gera ekki neitt annað en að víkja sér undan ábyrgð og aðgerðum.
Saksóknarar, sérstakir saksóknarar, lögregluyfirvöld og dómstólar. Þið hafið valdið til að handtaka menn og hefja rannsóknir. Standið nú undir nafni og gerið þetta strax. Ekki stinga hausnum í sandinn og málum undir stól. Ekki snúa út úr hlutverki ykkar með lagaflækjum. Ekki bregðast þjóðinni eins og hinir hafa gert. Þið hafið 2 daga til að sýna að þið séuð störfum ykkar vaxnir. Ef þið takið ekki til hendinni á næstu 2 dögum þá er ekkert mark takandi á embættum ykkar. Þá eruð þið sjálfir búnir að dæma ykkur óhæfa í störf ykkar. Þá má búast við að þjóðfélagið þróist út í algjöra lögleysu á öllum sviðum. Þið berið mikla ábyrgð. Axlið hana. Þið fenguð ekki þessi störf til að setjast í helgan stein við undirritun ráðningarsamnings.
![]() |
Framhaldið í höndum setts ríkissaksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þáttur Davíðs.
12.4.2010 | 12:02
Það er ljóst að Davíð Oddsson hefur algjöra sérstöðu meðal stjórnmálamanna. Hann ber auðvitað mikla ábyrgð á þróun og einkavæðingu bankakerfisins og afleiðingum þess. En það var nú almenn þáttaka stjórnmálamanna í að móta þessa stefnu og framkvæma hana.
En Davíð sker sig úr hópi annarra stjórnmálamanna að því leytinu til að hann er, eftir því sem hægt er að sýna fram á með gögnum, eini stjórnmálamaður landsins sem fljótlega áttaði sig á að þessi stefnubreyting til algjörs frelsis og víðtækrar einkavæðingar væri hættulegt fyrirbæri sem þyrfti að hafa stjórn á.
Þetta kom m.a. fram þegar hann kallaði Jón Ásgeir Jóhannesson, götustrák, á sínum tíma. Þetta kemur fram þegar farið er í gögn um ummæli hans og álit sem Seðlabankastjóri, á starfsháttum og fjármálum bankanna. Þetta kom fram þegar hann, eftir því sem ótal sinnum hefur verið haldið fram, ýtti undir svokölluð Baugsmál, í því skyni að fá Baugsmenn til að fara að lögum. Fleira í þessum dúr hefur oft verið rakið til Davíðs. Nú hefur það sannast að allt voru þetta réttmætar og nauðsynlegar aðgerðir af hans hálfu. En því miður var við ofurefli heimskunnar að etja og Samfylkinguna í fararbroddi heimskingjanna. Davíð var borinn ofurliði og beygður eða snúinn niður í þessum málum og að lokum nánast borinn út úr Seðlabankanum.
Það eru sennilega mestu mistök stjórnmálasögu seinni tíma á Íslandi að þjóðin og meirihluti þingmanna skyldi úthúða og nánast útskúfa eina manninum sem sá að eitthvað var athugavert við það sem var að gerast í efnhagsmálunum og viðskiptalífinu og reyndi að bregðast við því, jafnvel þó svo hann hafi átt verulegan þátt í að koma á þeirri stefnu sem olli því að svo margt hefur farið úrskeiðis.
Davíð er sérstakur maður og er ekkert að hlaupa í fjölmiðla og segjast hafa gert mistök eða að eitthvað sem hann stóð fyrir sé að klúðrast. Og kannski viðurkennir hann það aldrei að hafa gert nein mistök. En verk hans sanna að hann reyndi að taka á því sem var að fara úrskeiðis. Ég sé hvergi merki um að nokkur annar stjórnmálamaður hafi sýnt slíkt í verki.
Okkar ógæfu varð allt að vopni í þessu, við áttum einn mann sem var nógu greindur til að taka á málum. Við úthúðuðum honum og fögnuðum spilltum heimskingjum í staðinn og settum þá í ábyrgðarstöðurnar.
![]() |
Þið tveir getið ekki gert þjóðina gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gefum yfirvöldum 2 daga til að gefa út handtökuskipanirnar.
12.4.2010 | 11:11
Það er nú þegar komið fram þegar varla er liðinn hálftími frá því rannsóknarnefndin byrjaði að kynna skýrsluna að allir stóru bankarnir lánuðu eigendum sínum langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Einnig að eiginfjárgrunnur bankanna var að 3/4 hlutum verulega ofmetinn þar sem hann byggðist meira og minna á lánum bankanna til eigenda sinna og annarra sérvalinna aðila sem stuðlaði að óeðlilegu verði hlutabréfanna og fölsun á verðmati bankanna. Fjölmargt annað í svipuðum dúr virðist vera framundan í þessari kynningu sem yfir stendur núna m.v. hið 20 blaðsíðna efnisyfirlit skýrslunnar, þar með talið meðsekt endurskoðenda bankanna sem pössuðu að raunverulega staða þeirra kæmi ekki fram í ársreikningum. Það er því fullljóst af þessari skýrslu sem ég og fleiri hafa haldið fram í meira en ár að þessir bankar voru svikamylla. Þarna var í raun rekin skipulögð glæpastarfsemi sem þarf að ráðast í að uppræta. Allt það ljóta og hneykslanlega sem við höfum heyrt um útrásarvíkinga og viðskiptahætti þeirra undanfarna mánuði virðist skv. skýrslunni í meginatriðum vera rétt.
Nú ætla ég að hvetja Íslendinga til að halda ró sinni yfir þessu um leið og búið verður að setja alla fyrrum aðstandendur bankanna í gæsluvarðhald, sem hlýtur að gerast í dag eða á morgun ef lögregluyfirvöld, saksóknarar og dómarar eru eitthvað að fylgjast með þessari skýrslu.
Skýrslan staðfestir líka það sem ég og fleiri hafa haldið fram að lagaumgjörð um bankareksturinn var meira til að sýnast en til að veita raunverulegt aðhald. Allt regluverkið þarf að smíða upp á nýtt.
Og svo er það getuleysi stjórnvalda og eftirlitsaðila. Ég er ekki búinn að heyra hvort heldur nefndin rekur það til heimsku eða spillingar, en það kemur sjálfsagt fram síðar í kynningu skýrslunnar.
Ágætu Íslendingar, gefið yfirvöldum 2 daga til að gefa út handtökuskipanir á allt bankagengið. Ef það verður ekki gert er engum vorkunn þó allt verði vitlaust í þjóðfélaginu.
![]() |
Ör vöxtur bankanna orsökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki sama Thor og Björgólfur Thor.
8.4.2010 | 20:41
Á maður að hlæja eða gráta þegar maður les þessa frétt og ber þetta saman við margumtalað fyrirhugað betligagnver Björgólfs Thors í Reykjanesbæ.
Hvers konar aumingi er Björgólfur Thor eiginlega og samstarfsmenn hans að þurfa skattaafslætti ofan á skítbillega aðstöðu í gömlum kofa frá hernum til að hafa gagnaverið í. Og kannski þurfa þeir eitthvað fleira, allavega var heilmikil pólitísk fyrirgreiðsla komin í gang út af þessu fyrir ekki löngu síðan. Og þeir stöðva framkvæmdir í miðjum klíðum og eru með alls konar skringilegheit og væl til að mjólka peninga og afslætti í þetta frá öðrum. Rétt eins og þegar Landsbankinn var keyptur.
Svo eru einhver eða einhverjir sem enginn þekkir og eru bara byrjaðir með gagnaver í nýju flottu húsi í Hafnarfirði. Og þeir virðist komast í gang með þetta án þess að betla nokkuð af skattgreiðendum. Kaupa sér bara gám með töludóti og tryggja sér rafmagn og nettengingu fyrir gáminn og Bingó!, 1,5 milljarðar í tekjur framundan árlega af einum gámi. Og það er ekkert verið að búa til leikrit um það að það verði að styrkja þetta með öllum ráðum til að tryggja einhver störf og orkusölu. Þetta er bara gert, væntanlega vegna þess að þetta er hagkvæmt rekstrardæmi. Það er með svona mönnum sem hægt er að hressa upp á efnahagslífið á Íslandi aftur, þ.e. ef ríkisstjórnin kemur sér frá völdum og hættir að gera illt verra, hvar sem hún getur. Eins og t.d. í þessu máli þar sem ríkisstjórnin ætlar að styðja við rekstur gjaldþrota betlaranna sem landsmenn þurfa að líða fyrir næstu áratugi en sýnir sjálfbjarga mönnum engan áhuga, virðir þá ekki viðlits þegar þeir mæta til að sýna ráðamönnum hvað þeir eru að gera.
Ég held að Björgólfur Thor og þeir sem hafa raðað sér í kring um hann agndofa yfir viðskiptasnilld hans ættu að fara að vinna fyrir sér og hætti þessum betlibisniss. Það er á útleið núna að bisnissmenn betli, enda ekkert eftir handa þeim að betla lengur. Þeir eru búnir að eyðileggja allt sem þeir hafa getað með hraða engisprettufaraldurs. Þeir eru búnir að fá meira en nóg. Þeir eru búnir að fara svo illa með það sem þeir hafa fengið að það er bara algjört hámark heimskunnar hjá ráðamönnum að gefa þeim meira. Enda er þetta betl bara svikamylla, vel skipulögð fjársvik. Það er búið að kroppa dáldið í toppinn á þeim ísjakanum, í þeim skilningi að það er komið í ljós smávegis af þeim viðskiptaháttum sem þessir menn hafa stundað. Ég vona sannarlega að menn skoði allan jakann. Eftir því sem ég heyri þá er enn eftir að afhjúpa flest verstu málin, þannig að það á margt eftir að koma í ljós, verði á annað borð reynt að upplýsa fleiri mál.
En að lokum, til hamingju aðstandendur Thor Data Center og gangi ykkur vel.
Og ef ríkisstjórnin er svo vitlaus að ætla að fara púkka upp á gagnver Björgólfs Thors og félaga með sértækum aðgerðum og stuðningi þá er það þvílík heimska að ég vona að hver einasti ráðherra sem að slíku stendur muni að lokum komast á sakaskrá fyrir það svínarí.
![]() |
Thor Data Center gerir raforkusamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)