Færsluflokkur: Bloggar

Íslenskan er tímaskekkja.

Ég er oft búinn að blogga um það hvað íslenskan er mikil tímaskekkja. Við eigum að leggja þetta tungumál til hliðar. Taka upp eitthvað tungumál sem aðrir skilja. Það má vera enska, þýska, franska, rússneska, kínverska. Þetta eru allt mál sem væri gott að taka upp.

Að skipta um tungumál myndi skila miklu fleiri tækifærum fyrir landsmenn en að ganga í ESB og að gera aðrar þvílíkar vitleysur, enda koma svoleiðis hugmyndir m.a. fram vegna þess að okkar ráðamenn skilja ekkert um hvað þær snúast vegna tungumálaerfiðleika.

Fyrir utan þetta hrun sem við erum á kafi í núna er íslenskan okkar mesta bruðl. Endalausar þýðingar, nýyrðasmíði, átthagafjötrar og endalaus kostnaður sem fylgir þessu tungumáli eru almestu þjóðrembingsmistök okkar frá upphafi landnáms.

Ég er hér með smá skoðanakönnun á blogginu um þetta. Kíkið á hana og látið álit ykkar í ljós.


mbl.is Framburðarglíman við Aye-ya-fyah-dla-jow-kudl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið kjaftið nú ekki gosið í hel.

Þó þingmenn séu nú vel þekktir fyrir að kjafta sig út úr öllu mögulegu og ómögulegu, þá held ég að gosið hlusti ekkert á þá og haldi bara sínu striki, sama hvernig þingmenn reyna að kjafta sig út úr því eða jafnvel setja lög á það! Og það gildir einu hvaða þingmenn það eru, íslenskir eða evrópskir. Ég held að meira að segja ESB sé alveg hjálparvana gagnvart þessu gosi.

Ég legg því til við íslenska þingmenn að þeir viðurkenni að þeir ráði bara ekkert við þetta mál frekar en flest annað, og reyni nú til tilbreytingar ekki að ljúga neinu að viðmælendum. Bara segja erlendum kollegum eins og er að þetta sé eitthvað sem verði bara að láta yfir sig ganga þar til það stoppar af sjálfu sér.

Og nú kemur sér kannski loksins vel að vera með jarðfræðing í fjármálaráðuneytinu. Þar sem fjármálin er í kaldakoli og enginn peningur til ætti hann að hafa tíma og kunnáttu til að útskýra vel fyrir erlendum kollegum að nú sé hafið gos sem geti staðið lengi og haft víðtæk áhrif. Og ekkert hægt að gera til að stöðva gosið. Það er svo annað mál hvernig menn bregðast við því hver í sínu landi. Og nú er hann ágætlega afsakaður til að fresta Icesave. Það er ekki lengur ferðafært á milli landa til að funda um það mál.


mbl.is Aftur kallað eftir umræðu um eldgosið á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þá sem töpuðu megninu af 14000000000000 kr? Eru þeir líka í varðhaldi?

Þessi frétt hljómar ósköp eðlilega, og um leið undarlega m.v. endalausar fréttir af sambærilegum málum undanfarið. Meintur fjársvikari í gæsluvarðhaldi á meðan málið er rannsakað.

En það eru nokkrir fleiri meintir fjársvikarar í landinu sem hafa nú tapað gott betur en 260-300 milljónum. Þeir höfðu undir höndum nærri því 54000 sinnum hærri fjárhæð sem virðist hafa tapast að stærstum hluta. Af hverju sitja þeir ekki í gæsluvarðhaldi á meðan málið er rannsakað?

Af hverju er verið að mismuna fjársvikurum á Íslandi? Af hverju fær þessi maður ekki að sitja við sama borð og aðrir meintir fjársvikarar í landinu og ganga laus? Af hverju er verið að níðast á einum? Af hverju gilda ekki sömu reglur um alla sem hafa tapað því fé sem þeir tóku að sér að ávaxta? Af hverju er verið að eltast við örfáar milljónir þegar þúsundir milljarða hafa tapast hjá þeim sem verst fóru með féð sem þeir tóku að sér að ávaxta?

Og að lokum, af hverju gildir ekki um þennan mann að hann sé saklaus þar til sekt er sönnuð og að hann skuli þess vegna ganga laus? Það er búið að hamra á þessum rökum í vörnum manna fyrir hina ósnertanlegu bankaglæpamenn sem hafa sett risastórt höfðatöluheimsmet í bankaránum með íslenska hruninu.


mbl.is Meintur svikari í varðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju senda þeir ekki bara öskubílinn?

Þolir öskubíll ekki öskufall ágætlega? Það ætti að senda nokkra svoleiðis austur til að stríða við gosið. Annars er það ágætt að hafa þessa bryndreka hér, það er kannski eitthvað gagn af þeim núna. En grínlaust er það nú sjálfsagt best að vera ekki mikið á ferðinni þar sem mesta öskufallið er, enda vegir í sundur og ástæðulaust að vera á ferðinni nema til að bjarga því sem brýna nauðsyn krefur, fólki og skepnum. Þess utan þarf að vera lokað fyrir umferð þarna á meðan öskufall er mikið.

Það er svo spurning hvort við hér á höfuðborgarsvæðinu höfum vit á að anda rólega um helgina og fara ekki í gosferðalög. Þá gæti veður orðið hagstætt til skoðunarferða austur að gosi. En það er nú ekki mjög sniðugt að nota sér það ef farartækin stoppa í öskufallinu.


mbl.is Bryndreki sendur á gossvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þetta svona næstu 2-3 ár?

Þegar horft er til þeirra eldgosa sem þekkt eru í Eyjafjallajökli og Kötlu í framhaldinu má búast við að í hönd fari allt að 2-3 ára tímabil þar sem flugsamgöngur í Evrópu og jafnvel víðar verða fyrir verulegum truflunum vegna eldgosa á Íslandi.

Spekúlantar á fjármálamörkuðum voru að spá því að þar sem þetta gos geti truflað þyrluflug til olíuborpalla Norðmanna þá geti það dregið úr olíframleiðslu og þar með hækki olíuverðið. Ég vil nú reyndar spá þveröfugum áhrifum. Ég held að gosið, jafnvel þó það trufli olíuframleiðslu, muni frekar stuðla að lækkandi verði á olíu. Það má ekki gleyma því að flugvélar sem standa kjurrar á flugvöllum eyða ekki miklu eldsneyti á meðan.

Ég vil nú ekki vera með þau stærilæti að túlka áhrif þessa eldgoss sem mátt Íslendinga, en vissulega talar náttúra landsins þarna fyrir sig. Náttúra Íslands er stórbrotin, ekki bara þegar horft er á hana á góðum degi, heldur líka þegar náttúruöflin sýna heiminum hvernig þau bjuggu landið til og drulla svo yfir Evrópu í leiðinni.

Í gær var ég að hugsa um það hvað það er nú á margan hátt stórkostlegt að búa í þessu landi okkar þrátt fyrir allt bankaklúðrið og aðra ógæfu sem við höfum ratað í. Ef maður vill fylgjast með einhverju krassandi þá kveikir maður á fréttatímum og fréttaskýringaþáttum og fylgist með fréttum af athafnamönnum landsins og pólítíkusum, eða horfir á myndir af eldgosum og flóðum. Ef maður vill eiga rólegt og afslappað kvöld heima er fínt að horfa á venjulega hasarmynd, þar sem allt er í plati hvort sem er.
Fimm mest seldu bækurnar þessa vikuna skv. fréttum í morgun eru fjórir reyfarar og 9 binda skýrsla Rannsóknanefndar Alþingis. Ég skil reyndar ekki af hverju hún var ekki talin vera fimmti reyfarinn. Hér vorar nú með heimsmetstilraun í afsökunum ráðamanna fyrir að segja ekki af sér á sama tíma og þeir ásamt útrásarvíkingunum leitast nú við að endurreisa Ísland í óbreyttri mynd í þeirri trú að þeim takist að stinga hausum almennings í sand svo við sjáum ekki að það er enginn munur á gamla Íslandi og því nýja.

En í þessu stórkostlega landi þar sem lífið snýst nú um sögur af reyfarkenndri fjármálastarfsemi sem maður hlustar á undir gosdrunum og myndum af daglegum náttúruhamförum sem hafa orðið meiri áhrif á flugsamgöngur heimsins en óttinn við hryðjuverk, hefur þó enginn verið drepinn ennþá. Svo siðað er þetta samfélag háþróaðrar glæpastarfsemi að ennþá eru virt sum boðorðin. Það er meira en margar aðrar þjóðir geta sagt sem vaða um heiminn með manndrápum í friðsamlegum tilgangi. Vonandi tekst okkur að halda áfram sérstöðu okkar að þessu leyti.


mbl.is Aldrei áður jafn mikil röskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið er leikskólakennurum að kenna.

Forsetinn sagði ekki ég, forsætisráðherran sagði ekki ég, ráðherrarnir segja ekki ég, seðalbankinn segir ekki ég, fjármálaeftirlitið segir ekki ég, alþingismenn segja ekki ég, bankastjórarnir segja ekki ég, bankaeigendurnir segja ekki ég, endurskoðendur segja ekki ég, aðrir viðriðnir málið segja ekki ég.

Það er alveg ljóst að þetta fjandans fjármálaklúður er allt leikskólakennurum að kenna. Þeir lásu söguna um Litlu gulu hænuna fyrir allt þetta lið. Þar með lauk skólagöngunni. Mér finnst að úr því fólk hættir greinilega að taka eftir í skóla eftir að leiksóla lýkur sé nauðsynlegt að námsskráin þar sé endurskoðuð með það að markmiði að kenna betra siðferði en það sem sagt er frá í Litlu gulu hænunni.

Leikskólakennarar, sýnið ábyrgð og hugsið betur um framtíð barnanna þegar þið lesið fyrir þau. Það getur hefnt sín illa að vanda ekki val á lesefni. Kannski eruð þið með verðandi bisniessmann, bankastjóra eða þingmann, jafnvel ráðherra, í 6 ára deildinni. Athugið þetta. Framtíð þjóðarinnar er í ykkar höndum, í bókinni sem þið lesið fyrir 6 ára deildina.


mbl.is Ólafur Ragnar svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf miklu meiri viðbúnað til að verja þá sem ekki á að rétta yfir vegna efnahagsbrota gegn þjóðinni.

Birgitta Jónsdóttir útskýrði ágætlega fíflaganginn sem birtist í íslenskum lögum þegar bornir eru saman refsirammar vegna tiltekinna brota.

Í íslenskum lögum eru afar ströng viðurlög við að mótmæla spillingu og sofandahætti sem birtist m.a. í því að það að ryðjast inn í Alþingi til að vera með smá ólæti til að halda þingmönnum frá því að falla í svefn geti kostað menn allt að lífstíðarfangelsi.

En refsiramminn vegna efnahagsbrota gegn þjóðinni nær yfirleitt ekki upp í nema 3-6 ár. Merkilegra er það nú ekki þó menn setji tugi þúsunda fjölskyldna á vonarvöl og vergang í þessu landi. Það er kannski út af þessu sem ekkert er verið að taka á bankaræningjunum, þeirra bíður hvort eð er engin refsing sem orð er á gerandi, jafnvel þó þeir verði dæmdir sekir um allt sem þeir hafa gert af sér, bæði ósiðlegt og ólöglegt.

Hið heilaga Alþingi þar sem ekki má trufla svefnfrið þingmanna er alveg til í að skoða Landsdóm til að rétta yfir ráðherrum og dæma þá eftir gerðum sínum og ábyrgð. En Alþingi sjálft sleppur auðvitað alveg við Landsdóminn þó það hafi samþykkt öll þau lög sem ráðherrar fóru eftir í aðdraganda þessa hruns. Gleymum því ekki að ráðherrarnir eru bara að framkvæma þau lög sem Alþingi setur, þó þeir þurfi að sjálfsögðu að axla ábyrgð þar sem þeir hafa ekki staðið sig í stykkinu við að framfylgja þessum lögum með athöfnum sínum eða athafnaleysi.

En léttasta dóminn fær auðvitað Alþingi sjálft sem bjó til formúlurnar að þessu öllu. Þeirra eini dómur verður sá að þurfa að hafa aðeins meira en venjulega fyrir því að ljúga sig inn á kjósendur í næstu kosningum. Það er greinilega ábyrgðarminnsta staða á Íslandi að vera alþingismaður.


mbl.is Mikill viðbúnaður vegna réttarhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú það sem manni sýndist stefna í - Gott að vel var fylgst með svæðinu.

Fyrir mína parta sýnist mér þetta eldgos bara vera að þróast alveg eftir því sem búast mátti við. Nú er bara að fylgjast vel með þróuninni og vona að takist að verja vel eigur manna á hættusvæðinu og koma búfjénaði í öruggt skjól.Svo er bara að vona að flóðin valdi sem minnstu tjóni og að gosið fari ekki að bora sig út úr fjallinu og upp í jökulinn á fleiri stöðum.Hér er fyrri spá mín um þetta gos.

http://jonlindal.blog.is/blog/jonlindal/entry/1037910/


mbl.is Gosið er nálægt hábungunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Billega sloppið ef þetta dugir fyrir Icesave.

Björgólfur sleppur nú billega frá Icesave ef þessi afsökun dugir honum til að núllstilla sig. Ég legg til að hann fari með Icesave nefnd ríkisstjórnarinnar til London og athugi hvað Bretarnir eru til í að slá mikið af kröfum sínum út á þessa afsökunarbeiðni Björgólfs.
Ef Bretarnir og Hollendingarnir, ekki má gleyma þeim, slá verulega af kröfum sínum út á þessa afsökunarbeiðni þá er það gott. Ef ekki þá er ekkert annað að gera en taka þessa játningu Björgólfs með öðrum málsskjölum þegar hann verður leiddur fyrir dómara út af bankaráninu hans, eins og fjármálaráðherra kallar það. Vonandi verður það sem fyrst.
mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er liðin tíð, tölum um fyrirhugað gagnaver Björgólfs í staðinn.

Voða óhróður er þetta um hann Björgólf Thor. Ég er búinn að lesa í gær og dag að hann ljúgi hverju sem er að ráðherrum og nú sé ég að hann kippir út af fundum mönnum sem eru að missa út úr sér sannleikann.

Við megum ekki tala svona um manninn sem gengur nú vasklega fram við að endurreisa atvinnulifið. Hann stendur í stórræðum við byggingu gagnvers í Reykjanesbæ sem við þurfum bara að styrkja dálítið með billegu rafmagni og skattaeftirgjöf. Hann hefur lofað að þetta sé mjög góður bisness sem fari ekki á hausinn hjá honum. Það er engin ástæða til annars en að trúa því sem hann segir núna. Hann er örugglega búinn að læra að það borgar sig ekkert að vera að ljúga.

Og Vilhjálmur Þorsteinsson og fleiri fjárfestar, innlendir og erlendir hafa tröllatrú á Björgólfi og eru með honum í þessu. Trú þessara manna á Björgólfi núna sýnir að hann er örugglega búinn að þvo á sér tunguna og stytta nefið og endanlega hættur að ljúga.

Þannig að ég skora bara á sem flesta að stofna til viðskipta með Björgólfi, batnandi mönnum og endurnærðum krónískum lygurum er best að vinna með.


mbl.is Hönd með gullúri kippti honum út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband