Það þarf miklu meiri viðbúnað til að verja þá sem ekki á að rétta yfir vegna efnahagsbrota gegn þjóðinni.

Birgitta Jónsdóttir útskýrði ágætlega fíflaganginn sem birtist í íslenskum lögum þegar bornir eru saman refsirammar vegna tiltekinna brota.

Í íslenskum lögum eru afar ströng viðurlög við að mótmæla spillingu og sofandahætti sem birtist m.a. í því að það að ryðjast inn í Alþingi til að vera með smá ólæti til að halda þingmönnum frá því að falla í svefn geti kostað menn allt að lífstíðarfangelsi.

En refsiramminn vegna efnahagsbrota gegn þjóðinni nær yfirleitt ekki upp í nema 3-6 ár. Merkilegra er það nú ekki þó menn setji tugi þúsunda fjölskyldna á vonarvöl og vergang í þessu landi. Það er kannski út af þessu sem ekkert er verið að taka á bankaræningjunum, þeirra bíður hvort eð er engin refsing sem orð er á gerandi, jafnvel þó þeir verði dæmdir sekir um allt sem þeir hafa gert af sér, bæði ósiðlegt og ólöglegt.

Hið heilaga Alþingi þar sem ekki má trufla svefnfrið þingmanna er alveg til í að skoða Landsdóm til að rétta yfir ráðherrum og dæma þá eftir gerðum sínum og ábyrgð. En Alþingi sjálft sleppur auðvitað alveg við Landsdóminn þó það hafi samþykkt öll þau lög sem ráðherrar fóru eftir í aðdraganda þessa hruns. Gleymum því ekki að ráðherrarnir eru bara að framkvæma þau lög sem Alþingi setur, þó þeir þurfi að sjálfsögðu að axla ábyrgð þar sem þeir hafa ekki staðið sig í stykkinu við að framfylgja þessum lögum með athöfnum sínum eða athafnaleysi.

En léttasta dóminn fær auðvitað Alþingi sjálft sem bjó til formúlurnar að þessu öllu. Þeirra eini dómur verður sá að þurfa að hafa aðeins meira en venjulega fyrir því að ljúga sig inn á kjósendur í næstu kosningum. Það er greinilega ábyrgðarminnsta staða á Íslandi að vera alþingismaður.


mbl.is Mikill viðbúnaður vegna réttarhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er vægast sagt óheppilegur tími til réttarhalda í þessu máli.

Það er slæm byrjun að fella fyrstu dóma þarna vegna atburða sem tengjast blóðbaðinu á íslenskum heimilum.

Að dæma þá sem skeyttu skapi sínu á löggjafarstofnunni sem brást þjóðinni á öllum þeim varðstöðvum sem á reyndi.

Á hvers konar réttlæti eigum við von?

Árni Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband