Þáttur Davíðs.

Það er ljóst að Davíð Oddsson hefur algjöra sérstöðu meðal stjórnmálamanna. Hann ber auðvitað mikla ábyrgð á þróun og einkavæðingu bankakerfisins og afleiðingum þess. En það var nú almenn þáttaka stjórnmálamanna í að móta þessa stefnu og framkvæma hana.

En Davíð sker sig úr hópi annarra stjórnmálamanna að því leytinu til að hann er, eftir því sem hægt er að sýna fram á með gögnum, eini stjórnmálamaður landsins sem fljótlega áttaði sig á að þessi stefnubreyting til algjörs frelsis og víðtækrar einkavæðingar væri hættulegt fyrirbæri sem þyrfti að hafa stjórn á.

Þetta kom m.a. fram þegar hann kallaði Jón Ásgeir Jóhannesson, götustrák, á sínum tíma. Þetta kemur fram þegar farið er í gögn um ummæli hans og álit sem Seðlabankastjóri, á starfsháttum og fjármálum bankanna. Þetta kom fram þegar hann, eftir því sem ótal sinnum hefur verið haldið fram, ýtti undir svokölluð Baugsmál, í því skyni að fá Baugsmenn til að fara að lögum. Fleira í þessum dúr hefur oft verið rakið til Davíðs. Nú hefur það sannast að allt voru þetta réttmætar og nauðsynlegar aðgerðir af hans hálfu. En því miður var við ofurefli heimskunnar að etja og Samfylkinguna í fararbroddi heimskingjanna. Davíð var borinn ofurliði og beygður eða snúinn niður í þessum málum og að lokum nánast borinn út úr Seðlabankanum.

Það eru sennilega mestu mistök stjórnmálasögu seinni tíma á Íslandi að þjóðin og meirihluti þingmanna skyldi úthúða og nánast útskúfa eina manninum sem sá að eitthvað var athugavert við það sem var að gerast í efnhagsmálunum og viðskiptalífinu og reyndi að bregðast við því, jafnvel þó svo hann hafi átt verulegan þátt í að koma á þeirri stefnu sem olli því að svo margt hefur farið úrskeiðis.

Davíð er sérstakur maður og er ekkert að hlaupa í fjölmiðla og segjast hafa gert mistök eða að eitthvað sem hann stóð fyrir sé að klúðrast. Og kannski viðurkennir hann það aldrei að hafa gert nein mistök. En verk hans sanna að hann reyndi að taka á því sem var að fara úrskeiðis. Ég sé hvergi merki um að nokkur annar stjórnmálamaður hafi sýnt slíkt í verki.

Okkar ógæfu varð allt að vopni í þessu, við áttum einn mann sem var nógu greindur til að taka á málum. Við úthúðuðum honum og fögnuðum spilltum heimskingjum í staðinn og settum þá í ábyrgðarstöðurnar.


mbl.is „Þið tveir getið ekki gert þjóðina gjaldþrota“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú ætla ég að vera ósamála þér Jón minn. Það verður ekki við aukið frelsi að sakast enda ljóst af þessari skýrslu að puttar stjórnmálamanna og ríkisafskipti s.s. íbúðalána, vextir og peningastefna hefur stærstu áhrifin hér.

Landið (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll og takk fyrir athugasemdina.

Jón Pétur Líndal, 12.4.2010 kl. 12:35

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Við eigum einn mann sem hefur bein í nefinu til að gera það sem þarf og það er Davíð Oddsson,hann hefur verið rangt dæmdur af þjóðinni.

Friðrik Jónsson, 12.4.2010 kl. 12:55

4 identicon

Mikið er ég ánægður að sjá að fleiri séu að átta sig á þessu!

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 14:08

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl verið þið. Ég tel líka að Davíð hafi verið rangt dæmdur af þjóðinni. En samt er það því miður svo að rannsóknarnefndin telur að hann hafi ekki staðið sig í Seðlabankanum. Þar telur nefndin að hann hafi gert alvarleg mistök. En ég tel þó að með verkum sínum hafi hann einn manna þeirra er ábyrgð bera sýnt að hann eigi sér þó einhverjar málsbætur. Hinir allir gerðu annaðhvort ekki neitt, eða mistök án þess að hafa nokkrar málsbætur á móti.

Jón Pétur Líndal, 12.4.2010 kl. 16:18

6 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Það er rétt að Davíð stórjók viðskiptafrelsi og vildi einkavæða sem mest, en hann gat ekki reiknað með sjúklegri græðgi,samviskuleysi,óheiðarleika og heimsku manna. Síðan skorti lagaumhverfi og eftirlit með bönkunum og þeim kaupahéðnum sem gerðust stærstu hluthafar bankanna og ólánshjólið snerist hraðar og hraðar. Við vitum nú hvernig þetta endaði, þó öllu sé ekki lokið enn. Að ætla hann einan sem vald að hruni íslensks efnahags , sem blóraböggul og æðiskastastjórnanda hrunsins , er fráleitt og verulega ljótt. Sem seðlabanka-stjóri var hann vopnlaus og gat ekki sett bönkunum neinar skorður heldur var þessu því miður þveröfugt farið.

Mér þykir hann hafa hlotið hörmulega útreið sem hann á ekki skilið. Þetta eru ofsóknir sem enginn ætti að þurfa líða.

Árni Þór Björnsson, 16.4.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband