Bregaðst saksóknarar og dómarar þjóðinni líka á næstu 2 dögum?

Það kom fram áðan að stjórnsýslan brást þjóðinni á öllum stigum þannig við að enginn vildi hafa frumkvæði að því að gera neitt til að sinna sínu starfi vel. Menn viku sér undan aðgerðum og ábyrgð með lagakrókum.

Nú er það ljóst að um risastór misferlismál og allskonar svindl er að ræða í aðdraganda hrunsins.

Ætla saksóknarar, sérstakir saksóknarar, lögregluyfirvöld og dómstólar að taka á þessum málum, eða ætla þessir aðilar að bregðast þjóðinni líka með því að gefa ekki út handtökuskipanir og hefja rannsóknir á þessum málum og einstaklingum þeim tengdum nú þegar?
Það var notað áðan á fjölmiðlafundi rannsóknarnefndarinnar, þetta óþolandi orðatiltæki, að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð. Þetta gefur vísbendingu um að engan eigi að handtaka. Þannig er nefndin að senda yfirvöldum skilaboð um að halda áfram að gera ekki neitt. Það er algjörlega ólíðandi.

En það er aldagömul hefð fyrir því að menn eru handteknir og settir í varðhald þegar grunur er á alvarlegum brotum. Svo eru málin rannsökuð og menn dæmdir fyrir brot sín eða sýknaðir af þeim. Þess vegna er það ólíðandi að menn gangi áfram lausir undir þeim formerkjum að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.

Það gengur ekki eftir birtingu þessarar skýrslu sem varpar góðri sýn á málin að enn verði haldið áfram að gera ekki neitt annað en að víkja sér undan ábyrgð og aðgerðum.

Saksóknarar, sérstakir saksóknarar, lögregluyfirvöld og dómstólar. Þið hafið valdið til að handtaka menn og hefja rannsóknir. Standið nú undir nafni og gerið þetta strax. Ekki stinga hausnum í sandinn og málum undir stól. Ekki snúa út úr hlutverki ykkar með lagaflækjum. Ekki bregðast þjóðinni eins og hinir hafa gert. Þið hafið 2 daga til að sýna að þið séuð störfum ykkar vaxnir. Ef þið takið ekki til hendinni á næstu 2 dögum þá er ekkert mark takandi á embættum ykkar. Þá eruð þið sjálfir búnir að dæma ykkur óhæfa í störf ykkar. Þá má búast við að þjóðfélagið þróist út í algjöra lögleysu á öllum sviðum. Þið berið mikla ábyrgð. Axlið hana. Þið fenguð ekki þessi störf til að setjast í helgan stein við undirritun ráðningarsamnings.


mbl.is Framhaldið í höndum setts ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband