Færsluflokkur: Bloggar
Heimsmet Eyjafjallajökuls.
1.6.2010 | 19:21
Það eru talin vera um ein milljón og fjögur þúsund orð í enskri tungu. Sömuleiðis hefur þeim sem tala málið fjölgað hratt og eru nú taldir vera á bilinu 1,2 - 1,5 milljarðar jarðarbúa. Enskan hefur þróast hratt og orðum í málinu fjölgar dag frá degi. Þannig hefur þetta mál þróast í margar aldir. Fjöldi orða úr öðrum málum er hluti af enskunni í dag. Meira að segja eru í ensku orð úr íslensku, t.d. geysir sem er nú enska orðið yfir goshveri.
Þegar fjölmiðlun er eins alþjóðleg og hún er nú orðin og viðburðir á Íslandi geta haft áhrif vítt um heiminn, eins og t.d. fjármálahrunið á Íslandi og eldgosið í Eyjafjallajökli þá komast stundum í fjölmiðla íslensk orð sem enskumælandi vilja taka upp í sínu máli.
Eyjafjallajökull er dæmi um þetta, en um leið er Eyjafjallajökull orð sem hefur reynst erfitt að bera fram fyrir útlendinga, hvort sem þeir eru enskumælandi eða tala aðrar tungur. Þegar leitað er að Eyjafjalljökli á Google kemur fram að alls eru um 6.510.000 tilvísanir í þetta orð.
Þar með er talið að Eyjafjallajökull hafi sett heimsmet í því að vera það orð sem oftast er vísað í miðað við hve fáir geta borið það fram.
Á netinu má finna vangaveltur um hvort rétt sé að taka Eyjafjallajökul upp í enskri tungu þegar einungis um 300 þús. hræður á Íslandi geta borið þetta nafn fram.
Þessi pistill er nú settur fram í framhaldi af fyrri bloggum um að taka upp ensku á Íslandi í stað íslenskunnar. Og set ég þetta hér fram til að benda á hvernig tungumál eru að þróast og sum að taka upp orð úr öðrum, þó aðrir vilji reyna að halda sínum málum hreinum og ómenguðum af áhrifum frá öðrum tungumálum.
Sjá meira um þetta hér.
http://www.languagemonitor.com/new-words/eyjafjallajoekull-what-happens-if-a-volcano-erupts-and-no-one-can-pronounce-its-name/
![]() |
Enn mikil gufa úr gíg Eyjafjallajökuls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Formannakreppur.
1.6.2010 | 01:11
Það er dáldið talað um formannakreppu í öllum fjórum gömlu flokkunum og sá ég m.a. á Eyjunni að þar sjá menn fá ráð til að finna flokkunum nýja forystumenn.
En ef við gefum okkur að þessir gömlu útjöskuðu flokkar eigi eitthvað líf framundan gæti maður svo sem alveg séð ágætan formann fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hönnu Birnu. Guðmundur Steingrímsson er efnilegur Framsóknarflokksformaður, Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir gætu bæði verið boðlegir kostir fyrir VG og Jón Gnarr gæti sannarlega orðið til að gera Samfylkinguna að flokki sem vit er í ef hann ýtir Jóhönnu til hliðar. Þá yrði Samfylkingin allavega Betri flokkur, kannski ekki alveg sá besti, en þó langleiðina í það.
Ég held þetta sé það eina sem gæti bjargað forystuleysi Samfylkingarinnar sem á engan brúklegan, hvað þá góðan, nýjan og ónotaðan leiðtoga í fórum sínum.
Nú þegar Dagur B. er að ganga Besta flokknum á hönd í borginni opnast tækifæri fyrir Samfylkinguna til að ganga alla leið og sameinast Besta flokknum undir merki annars hvors. Sennilega verður forystuskortur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn missir af þessu tækifæri og heldur bara áfram að lognast út af hratt og örugglega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt af því sem hefur stöðugt hrakað á Íslandi á undanförnum árhundruðum er tungumálið. Ég geri mér vonir um að Besti flokkurinn taki það á stefnuskrá sína að taka á ný upp alþjóðlegt tungumál á Íslandi. Það er nefnilega BEST fyrir okkur öll.
Þegar Ísland var numið af víkingum á árunum ca. 800-900 þá töluðu þessir fyrstu íbúar landsins tungumál sem allir skildu á norðurlöndunum og á Englandi. En þegar landnemar höfðu komið sér fyrir hér og sett lög og komið á þjóðfélagsskipulagi gleymdu menn sér. Það gleymdist að þróa tungumálið. Þetta gleymdist vissulega í fleiri löndum, en það afsakar ekki okkar mistök. Síðan þetta gleymdist fyrst hafa stjórnvöld alltaf gleymt þessu, nú síðustu 100 árin er það fjórflokkurinn sem hefur gleymt að þróa tungumálið. Nú erum við í þeirri stöðu að enginn talar lengur okkar tungumál nema við sjálf, Íslendingar. Þessi gleymska varðandi þróun tungumálsins er nú orðin að okkar mestu átthagafjötrum. Við erum föst í landinu, nánast eins og í fangelsi, vegna þess að erlendis erum við bara vitlausir útlendingar sem enginn skilur. Þess vegna þurfa flestir Íslendingar að ferðast í stórum hópum þegar þeir fara til útlanda með fararstjóra sem babblar eitthvað fyrir þá og hjálpar þeim að finna hótelið sitt og barinn og ströndina.
Það er löngu kominn tími til að þjóðin skilji það og játi það að tungumálið er okkur fjötur um fót. Að við þurfum að huga að tungumálalegri framtíð okkar. Ég hef bloggað um þetta áður og fæ stundum dálítil viðbrögð frá fólki sem finnst voða vitlaust að hugsa sér einhverja framför í þessu efni og vill að ég gleymi þessari hugmynd sem fyrst.
En nú er Besti flokkurinn kominn að í Reykjavík og nú er ég að vona að þetta mál fái byr undir báða vængi. Að Besti flokkurinn beiti sér fyrir tungumálaumbótum í borginni og hefji nú þegar með markvissum hætti vinnu við að tungumálavæða Reykvíkinga með alþjóðlegu tungumáli. Það má t.d. gera með því að draga úr íslenskukennslu, auka t.d. enskukennslu í staðinn. Hafa ókeypis enskunámskeið fyrir alla foreldra svo þeir geti talað ensku heima fyrir við börnin. Hafa enskuskyldu á vinnustöðum borgarinnar og jafnvel heimilum, rétt eins og aðrar þjóðir eru með herskyldu. Eða jafnvel að gera það sem getur ekki klikkað, að bjóða skattaafslátt til þeirra heimila sem ákveða að taka upp enskuna. Ef Besti flokkurinn tekur ekki á þessum vanda er hann lítið betri en fjórflokkurinn.
![]() |
Sigur Besta flokksins vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Gnarrisminn leggst vel í mig.
30.5.2010 | 13:23
Það var gaman að hlutsta á Silfur Egils áðan. Nú er kosningabáráttan og kosningarnar búið og alvaran tekur senn við. Eftir að hafa hlustað á foringja þeirra flokka sem komu að mönnum í Reykjavík þá verð ég að segja að Jón Gnarr leggst bara vel í mig. Held að þeir sem hafa áhyggjur af að Besti flokkurinn sé eitthvað fíflaframboð þurfi að fara að hafa áhyggjur af einhverju öðru núna.
T.d. væri gott að þeir sem enn vilja viðhalda 100 ára gömlu flokkskerfi í óbreyttri mynd fari að líta í eigin barm. Það er sjaldgæft að einhver nái 100 ára aldri á Íslandi, fólk, fyrirtæki eða félagasamtök. Fjórflokkskerfið í núverandi mynd er komið langleiðina í það og nú er rétt að þjóðin fari að búa sig undir dauða þess eins og annarra sem náð hafa þessum aldri.
Og kannski verður þessi niðurstaða að útflutningsvöru, þ.e. að aðrar borgir feti í sömu fótspor og Reykvíkingar og brjóti upp hefðbundin stjórnmál. Hvað sagði Neil Armstrong þegar hann steig á tunglið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bara einn trúður kosinn í borgarstjórn - Dagur B. Eggertsson.
30.5.2010 | 11:49
Athyglisverðasta niðurstaða kosninganna í Reykjavík er að trúðurinn Dagur B. Eggertsson vann stórsigur með flokki sínum, Samfylkingunni og er í oddaaðstöðu við meirihlutamyndun í borginni. Dagur vill ekki vinna með Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokknum og þar með eru eftir tveir meirihlutamöguleikar við stjórn Borgarinnar. Besti flokkurinn og Samfylkingin eða Besti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Hvort sem ofaná verður þá verður Jón Gnarr auðvitað borgastjóri, því það er hans krafa komist hann í þá stöðu að mynda meirihluta. Dagur ætti að fá sér rósótta skyrtu og lita hárið rautt svo hann geti litið út eins og sá trúður sem hann í raun er.
Ég segi þetta nú svona því margir hafa gagnrýnt Besta flokkinn fyrir að vera með trúðslæti og að vera óhæfur til að stjórna borginni. En Dagur B. lítur greinilega ekki svo á miðað við yfirlýsingar sínar undanfarið þar sem hann hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hefur stillt valkostunum þannig upp að útilokað er annað en að Besti flokkurinn verði aðili að næsta meirihluta í borginni.
En hvernig sem fer hljóta borgarbúar að vera ánægðir. Margir vildu Besta flokkinn eins og sést á glæsilegum kosningasigri flokksins, þeir fá það sem þeir óska sér, nýjan flokk og vonandi breytta tíma. Hinir, sem finnst þetta fíflagangur og vilja halda sig við hefðbundin stjórnmál í borginni, fá það framan í sig að Dagur B. er mesta fíflið sem náði kosningu í gær því hann neitar þeim hópi um að fá það sem þeir vilja.
![]() |
Besti flokkurinn stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hera skilaði sínu en tónlistarsmekkur Evrópu ekki upp á marga fiska.
30.5.2010 | 10:21
Hera skilaði sínu fyllilega í Eurovision í gærkvöld. Ekkert nema gott um hennar frammistöðu að segja. En ég viðurkenni að ég furða mig á að þýska lagið skuli hafa unnið keppnina. Það er einfaldlega bölvað drasl. Það voru nokkur lög í þessari keppni sem voru ágæt og sigurstrangleg, en að mínu mati var Þýska lagið alls ekki eitt þeirra.
En svona er þetta, það er svo margt sem ræður úrslitum í svona keppni. Þjóðernispólitík, mismunandi tónlistarsmekkur o.fl. Ekkert við því að gera annað en að reyna aftur. Við getum allavega huggað okkur við að fyrir þá peninga sem sparast af því við þurfum EKKI að halda Eurovision næst, þá er hægt að gera ca. 300 tilraunir í viðbót til að vinna Eurovision, eða þannig. Þetta var sem sagt stórgróði og mikill sigur og BESTa mál. Svona má sjá bjartar hliðar á öllu ef vel er að gáð.
![]() |
Svona er þetta bara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Góð úrslit í Reykjavík ef fyrstu tölur ganga eftir.
30.5.2010 | 00:51
Nú er ég búinn að hlusta á formenn framboðanna í Reykjavík ræða fyrstu tölur í Reykjavík í kosningasjónvarpinu. Mér sýnist bara að þessi úrslit, ef þetta verður svona, séu ljómandi góð fyrir borgina.
Borgarbúar eru lausir við öll framboð nema 3. Það eru Besti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Að bara 3 framboð eigi menn í borgarstjórn er til þess fallið að auðvelda stjórn borgarinnar aðeins frá því sem verið hefur. Það út af fyrir sig eru jákvæð úrslit.
Það er ljóst af orðum Hönnu Birnu að hún skilur skilaboð kjósenda, hún áttar sig á að það þarf að taka til og breyta heilmiklu í pólitíkinni. Mér líst ágætlega á hana, og það eru líka jákvæð úrslit hve vel hún áttar sig á stöðunni núna og kröfum kjósenda. Hún skilur m.a. að ef menn taka sig ekki á í stjórnmálum þá heldur fólk áfram að bylta stjórnmálunum með sambærilegum hætti í kosningum og nú er að gerast. Viðbrögð Hönnu Birnu eru því mjög jákvæð.
Jón Gnarr heldur sínu striki og er vissulega torskilinn, eða kannski bara sjálfur svo hissa að hann veit ekki alveg hvað hann á að segja. En nú þarf hann að huga að fleiru en gríni, hann þarf að meta hvort hann ætlar að vinna með Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu eða báðum eða vera einn í minnihluta.
Besti flokkurinn er ótvírætt sigurvegari kosninganna, en ekki er endilega sopið kálið þó í ausuna sé komið. Nú eru kaflaskil hjá honum og nú þarf að standa sig og standa við grínið og stóru sem litlu orðin. En kjósendur stóðu allavega með Besta flokknum og það eru jákvæð úrslit.
Samfylkingin er stóra spurningin núna. Dagur B. Eggertsson vill helst ekkert vinna með Hönnu Birnu þó flokkar þeirra hafi nóg fylgi til að mynda sterkan meirihluta ef þau vilja. Þess vegna lítur út fyrir að hann ætli að tryggja að Besti flokkurinn komist til valda í borginni, annaðhvort með því að taka sjálfur upp samstarf við hann eða biðja Hönnu Birnu um að starfa með Besta flokknum svo hann geti sjálfur verið í minnihluta í friði fyrir öðrum.
Fyrir þá kjósendur sem vilja breytingar er þetta besta mál, Dagur tryggir þeim að Besti flokkurinn komist til valda. Fyrir þá sem eru smeykir um að Besti flokkurinn sé bara grín og óhæfur til valda er það auðvitað umhugsunarefni að Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og leiðtogi hennar í Reykjavík, ætli að tryggja slíkum flokki völd í borginni með afstöðu sinni. Kannski vekur þetta efasemdir um pólitískan þroska varaformanns Samfylkingarinnar. En að mínu mati er þetta alveg eðlilegt og í fullu samræmi við annað sem Samfylkingin stendur fyrir. Réttnefni á þann flokk væri að mínu mati "Versti flokkurinn".
En þetta er þó jákvætt að því leitinu til að nú opinberast vel tilgangsleysi Samfylkingarinnar fyrir almenning og sjálfhverfa flokksforystunnar. Það eru líka góð úrslit.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum.
![]() |
Glaður og sáttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rústaði Alfreð Þorsteinsson fylgi Framsóknar og kaus Besta flokkinn?
29.5.2010 | 23:14
Ég sá Alfreð Þorsteinsson í nokkrar sekúndur í sjónvarpi um daginn þar sem hann var spurður hvað hann ætlaði að kjósa. Hann svaraði að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn eins og alltaf. Á þessum sekúndum held ég að kjósendur hafi áttað sig á að það væri ekkert nýtt við Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Þar að auki var Alfreð hraustlegur að sjá og því full ástæða til að óttast að hann ráði öllu bak við tjöldin hjá Framsókn eins og venjulega. Þetta held ég hafi dugað til að fæla alla nema 13 kjósendur sem ekki sáu þetta, frá því að kjósa Framsóknarflokkinn í Reykjavík í dag. En að auki held ég að Alfreð hafi sjálfur ekki sagt satt um að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það örlaði nefnilega á sama glottinu og hann setti alltaf upp þegar hann var að útskýra OR ævintýrin sem hann stóð fyrir á sínum tíma, það síðasta var risarækjueldi að mig minnir. Þetta glott setti hann alltaf upp um leið og hann reyndi að búa til photoshoppaða mynd fyrir kjósendur af bullinu sem hann var að verja, vitandi að ekki stóð steinn yfir steini í röksemdum hans. Þess vegna held ég að hann sé ekki einn af þessum 13 sem kusu Framsóknarflokkinn núna. Honum hefur alltaf fundist Framsóknarflokkurinn vera besti flokkurinn en núna er kominn flokkur sem heitir Besti flokkurinn og Alfreð var örugglega að meina að það væri hans Framsóknar flokkur.
![]() |
Besti flokkurinn stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var mikið lán fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði að þar kom ekkert nýtt framboð fram fyrir þessar kosningar. Fyrir vikið ákváðu kjósendur í bænum að henda atkvæðum sínum frekar en að rétta öðrum fjórflokksframboðum þau. Þar með nýttust atkvæðin ekki andstæðingum Samfylkingarinnar í bænum sem fær fyrir vikið býsna góða kosningu og vinnur í raun stórkostlegan kosningarvarnarsigur út af þessum skorti á valkostum fyrir kjósendur.
Þetta er auðvitað ekki það sem kjósendur í Hafnarfirði þurftu. Þeim er greinilega nokkuð sama um hverjir fjórflokkanna fá atkvæði þeirra, telja þeim nokkurn veginn jafn illa varið alls staðar á þeim bæjum. Og fyrir vikið bentu fyrstu tölur úr Hafnarfirði til að búið væri að henda atkvæðum sem hefðu dugað nýju framboði til að koma að ca. 2 mönnum.
Skilaboð kjósenda í Hafnarfirði í þessum kosningum virðast því fyrst og fremst vera tvenn. Þeir vilja fá fleiri framboð til að velja um, en þangað til vilja þeir að fækkað verði um 2 menn í bæjarstjórninni.
![]() |
Meirihlutinn fallinn í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér var hafnað í þessum kosningum, AFTUR!!
29.5.2010 | 21:23
Þetta er nú ljóti dagurinn fyrir mig. Ég var í framboði til sveitarstjórnar í mínu sveitarfélagi og náði ekki kjöri, ekki einu sinni sem varamaður. Þar með hef ég klikkað tvær kosningar í röð á rétt rúmu ári. Þetta er nú ferlegur árangur hjá mér í dag í ljósi þess að ég og konan höfðum samtals um 9% hlutdeild í greiddum atkvæðum í sveitarfélaginu.
Nú ætla ég næst í framboð til húsbónda á mínu heimili og sjá hvernig það fer, það verða bara tveir í framboði og tveir með atkvæðisrétt, þannig að ég gæti fallið í þeirri kosningu á jöfnum atkvæðum. Líklega er best að hafa þessa húsbóndakosningu ekki fyrr en næsta ár og undirbúa kosningabaráttuna vel. Ég auglýsi hér með eftir styrktaraðilum fyrir prófkjör og framboðið sjálft!!
![]() |
Úrslit í Skorradalshreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)