Mér var hafnað í þessum kosningum, AFTUR!!

Þetta er nú ljóti dagurinn fyrir mig. Ég var í framboði til sveitarstjórnar í mínu sveitarfélagi og náði ekki kjöri, ekki einu sinni sem varamaður. Þar með hef ég klikkað tvær kosningar í röð á rétt rúmu ári. Þetta er nú ferlegur árangur hjá mér í dag í ljósi þess að ég og konan höfðum samtals um 9% hlutdeild í greiddum atkvæðum í sveitarfélaginu.

Nú ætla ég næst í framboð til húsbónda á mínu heimili og sjá hvernig það fer, það verða bara tveir í framboði og tveir með atkvæðisrétt, þannig að ég gæti fallið í þeirri kosningu á jöfnum atkvæðum. Líklega er best að hafa þessa húsbóndakosningu ekki fyrr en næsta ár og undirbúa kosningabaráttuna vel. Ég auglýsi hér með eftir styrktaraðilum fyrir prófkjör og framboðið sjálft!!


mbl.is Úrslit í Skorradalshreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband