Formannakreppur.

Það er dáldið talað um formannakreppu í öllum fjórum gömlu flokkunum og sá ég m.a. á Eyjunni að þar sjá menn fá ráð til að finna flokkunum nýja forystumenn.

En ef við gefum okkur að þessir gömlu útjöskuðu flokkar eigi eitthvað líf framundan gæti maður svo sem alveg séð ágætan formann fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hönnu Birnu. Guðmundur Steingrímsson er efnilegur Framsóknarflokksformaður, Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir gætu bæði verið boðlegir kostir fyrir VG og Jón Gnarr gæti sannarlega orðið til að gera Samfylkinguna að flokki sem vit er í ef hann ýtir Jóhönnu til hliðar. Þá yrði Samfylkingin allavega Betri flokkur, kannski ekki alveg sá besti, en þó langleiðina í það.
Ég held þetta sé það eina sem gæti bjargað forystuleysi Samfylkingarinnar sem á engan brúklegan, hvað þá góðan, nýjan og ónotaðan leiðtoga í fórum sínum.
Nú þegar Dagur B. er að ganga Besta flokknum á hönd í borginni opnast tækifæri fyrir Samfylkinguna til að ganga alla leið og sameinast Besta flokknum undir merki annars hvors. Sennilega verður forystuskortur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn missir af þessu tækifæri og heldur bara áfram að lognast út af hratt og örugglega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband