Gnarrisminn leggst vel í mig.

Það var gaman að hlutsta á Silfur Egils áðan. Nú er kosningabáráttan og kosningarnar búið og alvaran tekur senn við. Eftir að hafa hlustað á foringja þeirra flokka sem komu að mönnum í Reykjavík þá verð ég að segja að Jón Gnarr leggst bara vel í mig. Held að þeir sem hafa áhyggjur af að Besti flokkurinn sé eitthvað fíflaframboð þurfi að fara að hafa áhyggjur af einhverju öðru núna.
T.d. væri gott að þeir sem enn vilja viðhalda 100 ára gömlu flokkskerfi í óbreyttri mynd fari að líta í eigin barm. Það er sjaldgæft að einhver nái 100 ára aldri á Íslandi, fólk, fyrirtæki eða félagasamtök. Fjórflokkskerfið í núverandi mynd er komið langleiðina í það og nú er rétt að þjóðin fari að búa sig undir dauða þess eins og annarra sem náð hafa þessum aldri.

Og kannski verður þessi niðurstaða að útflutningsvöru, þ.e. að aðrar borgir feti í sömu fótspor og Reykvíkingar og brjóti upp hefðbundin stjórnmál. Hvað sagði Neil Armstrong þegar hann steig á tunglið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vonandi dettur þeim Jóni og Degi, ekki í hug að reyna að innleiða hugmyndir Samfó, um uppbyggingu Rvk. - sbr. stefna að 5% hagvexti fyrir 2018.

Þá færi borgin óhjákvæmilega í þrot.

Afleiðing þess, gæti síðan orðið dálaglegt anarkí.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Úps - 2015

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2010 kl. 09:22

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll og takk fyrir athugasemdina. Ég vil nú trúa því að framboð Besta flokksins sé vel meint og að af þvi stafi engin fjárhagsleg áhætta fyrir borgina umfram það sem gengur og gerist alla daga í pólitík.

Jón Pétur Líndal, 31.5.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kynttu þér kosningastefnu Samfó -

http://www.samfylkingin.is/Frettir/Frettir_-_Reykjavik/ID/1836/Aherslur_Atvinnumal

"Taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði."

En, hún er í reynd fjárhættuspil, þ.s. stefna á að útrýmingu atvinnuleysis fyrir 2015, sem m.a. á að gera með stórauknum framkvæmdum - fyrir lánsfé.

Taktu síðan enn fremur eftir, að allar fjármögnunar leiðir aðrar sem þeir ræða um, allar með tölu innibera frekari ásókn um lánsfé.

Að auki taktu eftir, að það skortir algerlega röksemdafærslu fyrir lántökunni - þ.e. að hún sé viðráðanleg fyrir borgarsjóð.

Það má spyrja sig nokkurra spurninga, einna helst, hvar á að fá lán?

  • Er það, bankalán á 8,5% vöxtum + þeim vöxtum sem bankinn sjálfur þarf?
  • Erlend lán - ég vek athygli á, að ríkið sjálft hefur síðan október 2008 ekki treyst sér til að taka nokkur ný erlend lán, vegna óhagstæðra kjara í boði.
  • Lífeyrissjóðir - þeir eru ekki botnlaus uppspretta og ríkið er þegar, að kafa djúpt í þeirra kistur.

----------------

Einfaldlega sé ekki, að stefna Samfó geti gengið upp.

En, óttast að Jón, akkúrat vegna skorts á þekkingargrunni, viti það ekki - láti ef til vill plata sig, í þá vegferð að fylgja stefnu Samfó.

Mundu, að VG líður ekki of vel, með þeim í stj.

Hættan, eins og ég sé, virkilega er - gjaldþrot.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Dagur er virkilega með góða hæfileika, sem smjaðrari.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2010 kl. 23:41

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll. Ég er alveg sammála þér um það að ekkert vit er í lántökum. Borgin og fyrirtæki borgarinnar skulda nú þegar miklu meira en við verður ráðið með góðu móti.

Því miður hafa heildarskuldir borgarinnar nærri 100 faldast frá því Davíð Oddsson var borgarstjóri og fram til dagsins í dag sem sýnir auðvitað vel fjármálastjórn R-listans sem var við völd lengst á þessu skuldasöfnunartímabili.

Ég veit að Jón Gnarr er auðvitað óreyndur í pólitíkinni en hann er með fleira fólk í kring um sig og virðist hafa hug á að leita ráða um mál sem hann kann lítið á. Ég vona því að hann láti ekki plata sig. En auðvitað verður reynt að plata hann af ótal aðilum út af ýmsum málum flesta daga. Ég geri mér grein fyrir því.

Jón Pétur Líndal, 31.5.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband