Krónuvirkjun sem malar gull.
6.2.2010 | 16:37
![]() |
Efnahagshrun eykur áhuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gaman, gaman.
6.2.2010 | 09:34
![]() |
Þjóðverjar styðja stofnun Evrópuhers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Endurtekin stjórnarskrárbrot fyrir bankana.
6.2.2010 | 09:28
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Þetta hér að ofan er úr 65. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.
Skv. þessu eru allir jafnir fyrir lögum. Því hlýtur það að vera svo að ef ríkið ætlar að taka að sér að greiða skuldir sumra, verður það að greiða skuldir allra. Ég vil því biðja ríkissjóð Íslands um að fara að greiða mínar skuldir í sama hlutfalli og skuldir bankanna. Er ekki komið að mér og mínum líkum?
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Og þetta hér að ofan er úr 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Með því að leggja skatta á suma til að greiða skuldir annarra er verið að brjóta þessa grein. Það er verið að ganga á eignarrétt sumra til að færa eignir til annarra. Og það er örugglega enginn almannaþörf á því. Og þó svo væri þá á að koma fullt verð fyrir, þannig að sú rýrnun sem ríkissjóður stendur fyrir á eignum sumra til að verja eignir annarra er óheimil nema fullt verð komi fyrir. Þetta hlýtur að þýða að ríkið þurfi að greiða okkur skuldurum fyrir það misræmi sem nú er að verða í þróun t.d. fasteignaverðs annars vegar og fasteignalána hins vegar. Með því að tengja verðbætur við flest annað en fasteignaverð er það ríkið sem ber ábyrgð á þessu misræmi og á skv. stjórnarskrá að greiða fyrir það. Eða er það ekki?
![]() |
Ríkið vill eignast Byr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Almenningur skilur greinilega um hvað málið snýst.
5.2.2010 | 21:06
Voðalega er sumt fólk vitlaust. Það lætur eins og það haldi að markmiðið með því að taka að sér ábyrgðarmikið starf í banka snúist um að standa sig vel í starfi og leggja sitt af mörkum til að reka bankann vel. En raunin er sú að þetta er allt bull. Það sem dregur menn að bankastörfum eru bónusar og góð laun eingöngu.
Þeir sem eru á góðum launum og með milljóna bónusa að auki hafa engan tíma til sitja í skrifstofustóli sínum allan daginn og gæta hverrar krónu svo hún ávaxti sig tryggilega. Nei, þeim er sama um þetta. Málið snýst um að sýna sem mestan gróða á sem stystum tíma, fela mistökin, fá feita bónusa og skemmta sér. Ef illa fer skulu aðrir borga. Til að ná þessum markmiðum er öllum brögðum beitt. Þau sem eru lögleg eru uppi á borðum, þau ólöglegu er falin undir bankaleynd. Svona virkar þetta. Og það verður að hrósa þessum mönnum fyrir hvað þeir eru duglegir að halda þessu áfram þegar búið er að afhjúpa þá eins og nú hefur gerst. Nú er hæðst að þessu liði í fjölmiðlum, það skammað og skitið út eins og það á skilið. Stundum veist að því á förnum vegi, það þarf að búa í ríkmannlegum íbúðum með öryggiskerfum, rimlum fyrir gluggum, hundum og starfsfólki, nánast prívat fangelsum. Athafnir þessara manna eru uppspretta mikillar reiði hjá almenningi í mörgum löndum. Samt heldur þetta áfram. Og alls staðar í skjóli stjórnvalda sem láta þetta viðgangast.
En afstaða almennings er skýr. Og hún kann að leiða til óeirða víða um heim á næstu misserum. Allavega eru stjórnvöld, meira að segja á Íslandi, að búa sig undir slíkt. Þau ætla að verja glæpamennina með kjafti og klóm, hvað sem það kostar og hvernig sem á því stendur. Allt lýðræði er löngu afnumið, kannski er eftir smá lýðræðisbrot hér, ein þjóðaratkvæðagreiðsla sem kannski verður farið eftir og kannski ekki. Fólk er bara þrælar glæpsamlegrar bankastarfsemi, útrásarvíkinga og smalahunda þessara aðila, stjórnmálamannanna sem stöðugt gelta á okkur og ætla jafnvel að fara að bíta okkur líka þó þeir hafi verið valdir til að verja okkar hagsmuni en ekki þeirra sem ráðast á okkur.
Eina undantekningin frá smalahundageðslagi stjórnmálamanna á Íslandi er Ólafur Ragnar Grímsson sem neitar að gelta á þjóðina til að reka hana í ógöngur. Á meginlandi Evrópu er annar stjórnmálamaður sem hefur heldur ekki dæmigert smalahundageðslag. Það er Angela Merkel sem er alveg til í að kaupa allar upplýsingar sem bjóðast um ólöglega bankastarfsemi og þá viðskiptavini sem hlut eiga að máli. Hún er greinilega ekki hrifin af þessum glæpagengum.
Nú er spurning hvort frávik þessara tveggja frá dæmigerðu smalahundageðslagi muni hafa einhver áhrif á þá smalahunda sem snúist hafa gegn eigendum sínum og gengið í lið með ræningjum.
![]() |
Fékk 16 milljóna dala bónus 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skera niður í innviðum kerfisins og óþörfum skuldbindingum.
5.2.2010 | 20:28
Auðvitað þarf að ná þessum hallarekstri niður. Það geta flestir verið sammála um það. En það þýðir ekkert að gera það með skattahækkunum. Þó lagður yrði 100% skattur á öll útborguð laun í landinu (sem eru ca. 380 milljarðar á ári) þá dygði það varla til þegar búið verður að bæta við hallareksturinn okurvaxtagreiðslum og afborgunum af meintum erlendum skuldum þjóðarinnar vegna útrásarinnar.
Og úr því það þýðir ekki að gera þetta með sköttum þá er einungis um tvennt að ræða.
1. Að forðast allar óþarfa skuldbindingar eins og ESB, Icesave og aðrar persónulegar skuldir útrásarvíkinga og fyrirtækja þeirra. Í þessum málum þarf að verjast af hörku og sækja rétt almennings af krafti.
2. Niðurskurður er nauðsynlegur í ríkiskerfinu. Það er fullt af allskonar kollhúfum og undirtyllum og smákóngum og öðrum bitlingsþegum um allt í þessu kerfi sem má alveg losa frá því án þess að nokkuð þurfi að skerða þjónustu við almenning. Slík dæmi eru stöðugt í umræðunni. Dæmin allt of mörg. Allt frá úrskurðarnefndum sem enginn þarf að fara eftir til samninganefnda eins og Icesave nefndarinnar sem er búin að setja þjóðina í gíslingu með vitlausum samningi sínum.
Það er líka fullt af stofnunum sem eru óhagkvæmar og óþarfar og má ýmist sameina eða leggja niður. Það eru líka til stofnanir sem virðast m.a. hafa það að markmiði að þvælast fyrir almenningi, tefja mál og drepa hugmyndir. Þessar stofnanir hafa gjarnan það einkenni að innheimta himinhá gjöld og þóknanir fyrir alls kyns leyfi og vottorð. Þær hafa stundum tekið sér þann rétt að hafa vit fyrir þeim sem eru skyldaðir til að borga fyrir stimpilþjónustu þeirra. Mér dettur t.d. í hug nýtt dæmi Boga Jónssonar á Álftanesi, sem er búinn að berjast við Útlendingastofnun og fimm félagsmálaráðherra sem hafa brugðið fyrir hann allavega 12 löppum á undanförnum árum, bara til að drepa niður eina litla nuddstofu. Skv. nýjum úrskurði umboðsmanns Alþingis voru aðgerðir þessara aðila margólöglegar. Hvað skyldu nú margar rándýrar vinnustundir lögfræðinga og annarra starfsmanna hafa farið á kostnað skattborgara í þessar ólöglegu aðgerðir allra þessara aðila? Allt svona rugl er óþarfi nú á tímum þegar almenn atvinnustarfsemi er að verða sjálfdauð.
Þannig að ef Jóhanna er búin að átta sig á að það þarf að koma jafnvægi á rekstur ríkisins, þá er af nógu að skera í öllum ráðuneytum og stofnunum og alls konar músarholum í þessu ríkiskerfi okkar.
![]() |
Verður að ná niður hallarekstri ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finnur Sveinbjörnsson treystir ekki Bónusfeðgum.
5.2.2010 | 20:06
Ég er að hlusta á Finn Sveinbjörnsson í Kastljósinu. Nú er hann margbúinn að víkja sér undan því að segja að hann beri traust til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar föður hans. Samt telur hann bankanum og Högum best borgið með því að tryggt sé að stjórnendateymi Haga eignist ráðandi hlut í Högum. Þess vegna fær þetta stjórnendateymi og Jóhannes að kaupa 15% hlut í félaginu til viðbótar því sem þeir eiga fyrir þó hann geti ekki lýst yfir trausti við þessa menn. Engir geta samt að hans mati rekið fyrirtækið betur. Fyrirtækið er samt skuldsett af þessu stjórnendateymi um 50 milljarða eða meira umfram það sem það ræður við. Ef það er besti mögulegi rekstur sem hugsast getur á þessu fyrirtæki er þá um nokkuð annað að ræða en að leysa það upp og leggja niður?? Maður skyldi ætla það. En Finnur vonast greinilega eftir að það finnist nógu vitlausir fjárfestar til að treysta þessum stjórnendum og leggja peninga í þetta aftur, þó Finnur treysti þeim ekki. Samt treystir hann því greinilega ekki alveg og þess vegna fær almenningur að kaupa líka. Almenningur er vanur að láta plata sig og aldrei að vita nema það takist aftur, kannski treystir almenningur á þetta glataða stjórnendateymi þó Finnur treysti þeim ekki. Það er margra hagur. Sama gengið getur þá ráðið fyrirtækinu og almenningur og fjárfestar verða plataðir aftur. Bankinn fær eitthvað upp í sitt, allavega í bil. Kannski ætlar Finnur að láta Arion lána þeim sem vilja kaupa hlutafé. Er þetta ekki bara á leið í hring?? Mér sýnist það, spái að ef þetta gengur eftir líði ekki á löngu þar til aftur koma upp vandamál í þessum rekstri.
Þetta mál er ömurlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Algjör mistök að bjarga þessu fyrirtæki.
3.2.2010 | 16:36
![]() |
Reiði vegna bónusgreiðslna AIG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þórólfur Matthíasson og hagfræðikunnátta Íslendinga.
3.2.2010 | 01:38
Þórólfur Matthíasson er víst prófessor í hagfræði við HÍ. Hann er búinn að vera að mennta fólk í hagfræði á Íslandi. Og nú vitum við hvernig hagur landsins er eftir hagfræðitilraun bankanna og við vitum um afstöðu hans til afleiðinganna af þessari tilraun. Dæmir þetta sig nú ekki sjálft í þessu ljósi. Manninn vantar greinilega faglega jarðtengingu í sína hagfræði.
Það vita það allir sem spá í tölur að Íslendingar geti ekki með nokkru móti borgað neitt í Icesave, alveg sama hvernig það á að gera. Nema hreinlega að menn láti frá sér einhverjar auðlindir til annarra þjóða. Gerist nýlenda og greiði fyrir þetta með skertu sjálfstæði. Kannski menn vilji það bara. Það er svo líklegt að það verði dekrað við okkur ef við förum inn í ESB og einhver breskur eða spánskur skipstjóri gerður að landstjóra hér.
![]() |
Gegn hagsmunum Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sambærilegur fjárlagahalli hjá Obama og Steingrími.
1.2.2010 | 13:01
Hussein Obama hefur afrekað það á fyrsta ári sínu sem forseti Bandaríkjanna að setja nýtt met í fjárlagahalla landsins. Á árinu 2010 ætlar hann að bæta sitt eigið met. M.v. höfðatölureglu þá er fjárlagahallinn í USA síst minni en hér þannig að þarna eru þeir á svipuðu róli Obama og Steingrímur. Samt er Obama ekki að taka að sér allt fjármálakerfi Bandaríkjanna eins og Steingrímur vill bjarga öllu fjármálakerfi Íslands, og gott betur. En Obama vegur þetta upp hjá sér með öflugum stríðsrekstri á erlendri grund. Þar er Steingrímur stikkfrí.
En báðir eiga það sem sagt sameiginlegt að hafa sett nýtt landsmet í fjárlagahalla, hvor í sínu landi. Það er gott fyrir þessar þjóðir að hafa svona leiðtoga. Eða er það ekki?
Annað sem þeir eiga sameiginlegt er að langt er síðan þjóðir þeirra hafa hafa litið öðrum eins vonaraugum til leiðtogakandídata eins og Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu í fyrra varðandi þessa félaga í upphafi stjórnarferils þeirra. Hafa þeir nú staðið undir væntingum?
![]() |
Metfjárlagahalla spáð vestra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Besta mál ef UBS fer á hausinn.
1.2.2010 | 01:46
Það er gott mál ef UBS fer í þrot. Það gengur ekki að bankar sem byggja starfsemi sína á glæpastarfsemi eða að fela fé fyrir glæpamenn, stinga því undan skatti o.s.frv. geti starfað óáreittir. Auðvitað er það bara gott ef svoleiðis banki fer á hausinn. Það er hins vegar hjákátlegt ef hann fer á hausinn vegna þess að það eru erfiðir tíma til að semja við Bandarísk yfirvöld um einhverja málamiðlun vegna Bandarískra glæpamanna. Bankinn ætti miklu fremur að fara á hausinn vegna þess að yfirvöld í heimalandinu ákveði að uppræta glæpastarfsemina og spillinguna. En það er víst ekki við því að búast þegar bankar eiga í hlut.
Eins og við vitum vel á Íslandi eru sumir hafnir yfir lögin. Aðrir semja lögin og enn aðrir setja þau og framfylgja þeim. Yfirleitt komast bankarnir upp með að sjá um þetta mest allt sjálfir, þ.e. það sem snýr að bankastarfsemi. Stjórnmálamennirnir skrifa bara undir lögin fyrir þá. Þannig að þar er um allt aðra vídd að ræða. Það er orðið ljóst. Stjórnmálamenn eru drulluhræddir við þetta fjármálakerfi. Fyrir almenning er það nánast orðið eins og að selja skrattanum sál sína að eiga viðskipti við banka, jafnvel þó um pínulítil viðskipti sé að ræða, bara t.d. SMS okurlán svo nýtt dæmi um ógeðslega fjármálaafurð í bankakerfinu sé tekið.
En ég er allavega feginn ef UBS fer á hausinn. Eina leiðin til að koma einhverju skikki á fjármálalíf heimsins núna þegar það hefur alla stjórnmálamenn í vasanum er sjálfstortíming kerfisins. Því fleiri sem fara á hausinn, því veikara verður kerfið og um leið opnast kannski betur augu almennings og stjórnmálamanna fyrir því hve óheilbrigt þetta kerfi er orðið.
Þegar menn fara almennt að átta sig á hvernig hlutirnir virka í raun og veru skapast kannski jarðvegur til að byggja upp nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi. Vonandi verður það alveg laust við þessar auðnulausur afætur sem troðfylla bankana í dag og nærast á annarra vinnu og verðmætasköpun.
![]() |
Varar við gjaldþroti UBS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurfum Max Keiser í lið með okkur.
31.1.2010 | 13:15
Ég verð að segja að ég er algjörlega sammála Max Keiser. Hann dró saman í stuttu viðtalið við Egil Helgason allt það sem máli skiptir. Auðvitað er þetta líka það sem ég og fleiri höfum verið að halda fram lengi. En þeir sem ráða för okkar Íslendinga eru á öðru máli, því miður.
En það sem Max leggur áherslu á er þetta:
Það þarf að fangelsa bankaræningjana alla með tölu.
Það er verið að fremja efnahagsleg hryðjuverk á Íslandi og um allan heim.
Það á að rísa upp gegn þessari kúgun vogunarsjóða.
Það á að kjósa á móti Icesave.
Það var rétt hjá forsetanum að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæði.
Matsfyrirtækin eru spillt og vinna að hagsmunum bankanna eingöngu.
Ef við borgum fyrir þetta hrun sem við höfum verið dregin inn í þá verður leikurinn bara endurtekinn fljótlega aftur og við fáum annað hrun.
Ef við borgum fyrir þetta hrun þá gerum við okkur sjálf að skuldaþrælum fyrir erlenda glæpamenn og líklega afkomendur okkar í marga liði.
Það voru erlendir bankaglæpamenn sem útskýrðu það fyrir Max Keiser á Hótel 101 í Reykjavík árið 2006 að það væri verið að reyna að ræna Ísland með skipulegum hætti. Þetta hótel tengist eins og við vitum glæpamanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Max Keiser segir Íslendinga vera einu þjóðina þar sem enn er mögulegt að taka lýðræðislegar ákvarðanir. Hann telur lýðræði ekki virka hjá þjóðum þar sem lýðurinn fær ekki að gera annað en kjósa sér fulltrúa.
Svo skulum við hafa í huga að Max Keiser var búinn opinberlega að spá all nákvæmlega fyrir um hrunið á Íslandi nokkru áður en það varð. Höfum það í huga þegar við veltum fyrir okkur hvort þessi maður hafi nú ekki bara rétt fyrir sér núna.
Ég er búinn að blogga margsinnis um þetta allt saman á nákvæmlega sömu nótum og Max talar. En hann setur þetta skýrt fram og í stuttu máli og ég hvet menn til að skoða þennan þátt Silfur Egils á vef RÚV og viðtalið við Max Keiser. Vonandi rennur upp ljós fyrir fleirum við að hlusta á þennan mann.
Og stjórnvöld verða að fara að taka á útrásarliðinu, það er ekkert hægt að byggja upp neina framtíð á Íslandi, eða nýtt Ísland eins og sumir kalla það, á meðan allt er í þoku um hvað á að gera út af hruninu. Það eina sem stjórnvöld eru búin að gera er að afhenda leifarnar af bönkunum til glæpamannanna svo þeir geti haldið áfram að féfletta viðskiptavinina. Það er bara verið að styðja við liðið sem hefur stolið öllu fémætu í landinu. VG, Vinir Glæpamannanna, þurfa að vakna úr sinni dáleiðslu. Steingrímur, þú átt að hætta að vera vakinn og sofinn, dauðþreyttur með bauga undir augum og lotið bak við að hjálpa gangsterum að ræna Ísland. Sjáðu nú að þér og hættu að vera svona mikill einfeldningur. Hlustaðu á Max Keiser.
Rísum svo upp og látum ekki alþjóðlega drullusokka og glæpamenn vaða yfir okkur.
![]() |
Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dropi í hafið
29.1.2010 | 13:50
Þó þessi jákvæði viðskiptajöfnuður eigi sér líklega enga hliðstæðu í Íslandssögu síðari tíma þá er ekkert gagn að þessu. Til að borga Icesave eitt og sér þyrfti að nota þennan afgang í ca. 10 ár samfellt, til að gera upp opinberar skuldir þyrfti þennan afgang í 40 ár samfellt.
Og til að borga alla 17.000 milljarðana sem krafist er greiðslu á úr þrotabúum útrásarsnillinganna þyrfti þennan afgang í 195 ár.
Ofangreindir útreikningar miðast við að skuldirnar bíði vaxtalausar eftir að greiðslur berist.
Ársvextir af opinberum skuldum eru miklu hærri en þetta. Fjárlagahalli ríkisins er af þessari stærðargráðu. Það er því ekki sjens að þetta geri neitt gagn. Það eru ekki einu sinni líkur á að hægt verði að nota þetta til að greiða eina einustu krónu af höfuðstól erlendra skulda. Fjárlagahallinn og vextirnir éta þetta allt upp og gott betur. Þetta sýnir enn og aftur hve illa nokkrir menn hafa farið með efnahag landsins. Og sýnir líka veruleikafirringu stjórnvalda að halda að það sé hægt að borga það sem þau eru að skrifa undir.
![]() |
Vöruskiptin hagstæð um 87,2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helstu bankar heimsins eru svikamillur.
28.1.2010 | 19:03
Það er nú svo merkilegt að lausleg athugun í Bandaríkjunum hefur leitt það í ljós að nú í kreppunni eru greidd hærri laun og bónusar en nokkru sinni fyrr í helstu fjármálafyrirtækjum þar í landi.
Morgan Stanley t.d. greiddi út til starfsmanna 94% af tekjum sínum á síðasta ári, en aðeins 61% árið 2005 þegar reksturinn var í góðum gír.
Citygroup á líklega metið, greiddi starfsfólki 145% af tekjum bankans á síðasta ári. Þannig að ekki er nú mikið eftir þar annað en stórtap af þessum fáránleika.
Svipað er uppi á teningnum hjá öðrum stórum bönkum í Bandaríkjunum.
Þá má segja að nánast allur peningur til björgunaraðgera bankanna hafi runnið til starfsfólks, alls um 135 milljarðar dollara. Viðskiptavinir og almennir hluthafar bankanna njóta hvorki góðs af velgengni þeirra né fjárstyrkjum til þeirra. Forstjórar bankanna sem jafnframt eru stórir hluthafar mjólka þessi fyrirtæki og ræna orðið hverri krónu sem þeir afla sér.
Almennir hluthafar í Bandaríkjunum eru að vakna upp við það að engir peningar eru eftir til að greiða þeim arð, að þeir eru hafðir að fíflum með því að stjórnendur bankanna greiða út miklu hærri laun og kaupauka þegar illa gengur en þegar vel gengur. Og það er þetta kerfi sem AGS er að innheimta fyrir þegar þeir heimta að við borgum allt sem útrásarliðið er búið að stela með samstarfsmönnum sínum um allan heim. Gleymum því ekki.
Eflaust er þetta með svipuðum hætti í Bretlandi þannig að ekki er að furða þótt bankakerfið þar þyki ekki lengur traust.
Meira má lesa um þetta hér:
http://finance.yahoo.com/banking-budgeting/article/108687/ailing-banks-favor-salaries-over-shareholders
![]() |
Breska bankakerfið ekki lengur það stöðugasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.1.2010 kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hringavitleysa.
27.1.2010 | 19:48
Fjárfestar kaupa sér varnir gegn mögulegu greiðslufalli fullvalda ríkja í fimmfalt meira mæli en varnir gegn greiðslufalli fyrirtækja.
Þetta er rakið til þess að fjárfestar óttast að hallarekstur margra ríkja sé orðinn óviðráðanlegur vegna fjárausturs til fjárfesta og fjármálafyrirtækja í kreppunni.
Fjárfestar eru sem sagt með þessu að staðfesta að þeir séu búnir að blóðmjólka mörg ríki umfram það sem þau geta borgað. Þess vegna þurfa þeir nú að kaupa sér tryggingar vegna greiðslufalls frá þessum ríkjum. Á sama tíma hafa fjárfestar litlar áhyggjur af greiðslufalli fyrirtækja, enda er búið að færa alla fjármuni frá hinu opinbera til fyrirtækjanna þannig að þau ættu að þrauka um sinn. Svo má búast við hækkandi skuldatryggingarálagi á öll þessi ríki sem gerir stöðu þeirra enn verri. Svona er nú fjármálakerfið búið að ræna völdum í þessum heimi. Samt er nú eitthvað sem segir mér að þeir muni ekki lengi halda sínum ránsfeng.
Skv. þessu þá eru ríki almennt að bregðast á kolrangan hátt við kreppunni. Í stað þess að leyfa gjaldþrota fyrirtækjum að fara á hausinn og leyfa nýjum að spretta upp í staðinn, þá var farin sú leið að ausa öllu tiltæku fé og meiru til í gjaldþrota fjármálakerfi, halda niðri öllum heilbrigðum rekstri og setja fjölmarga ríkissjóði á hausinn. Með þessu er búið að verðlauna alla mestu skussa heimsins í fjármálum og fyrirtækjarekstri. Þetta er það sem menn halda að leysi heimskreppuna. Ótrúlega geta margir menn verið jafn heimskir á sama tíma að þetta skuli vera lausnin.
Eða kannski er þetta ekki eintóm heimska, sumir eru greindari en þetta, en jafna það þá út með spillingu.
![]() |
Fjárfestar grípa til varna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þorði ekki að spurja vinnufélagann hvort hann vildi ís.
27.1.2010 | 19:31
Ég var staddur í sjoppu í dag með Birni vinnufélaga. Við ætluðum að fá okkur eitthvað snarl. Útvarpið var í gangi og eitthvað af fólki þarna, m.a. tveir lögreglumenn sem voru líka að kaupa sér eitthvað að borða. Þeir voru næst á undan okkur í röðinni, vasklegir menn.
Við Björn vorum búnir að ákveða að fá okkur hamborgara eins og stundum áður. Á meðan ég beið eftir að tekin yrði niður pöntun var ég að skoða tilboðin og sá ég að ís var á fínu tilboði í sjoppunni og hugsaði sem svo að ég ætti nú kannski að bjóða Birni upp á ís í eftirrétt. Ég var allavega glorhungraður og ekki viss um að verða saddur af hammaranum. Ég ætlað að fara að spyrja Björn hvort hann vildi ís þegar ég heyrði í útvarpinu að löggan hefði umkringt ísbjörn fyrir norðan og búið að skjóta hann. Orðin "Viltu ís Björn?" frusu á vörunum. Nei það var of áhættusamt að kalla svona í Björn. Hann er miklu eldri en ég og orðinn alveg hvíthærður. Menn gætu haldið að hann væri ísbjörn og yrði skotinn. Nei, ég vil ekki láta skjóta á Björn, þannig að ég ákvað að betra væri að þegja og sleppa því að kaupa ísinn. Löggurnar á undan mér eru kannski skotglaðar. Það tók lögguna fyrir norðan ekki nema 16 mínútur að finna ísbjörninn úti í móa og umkringja hann. Það var víst ekki skotið neinu deyfilyfi í hann, heldur dauðalyfi. Mér skildist að hann hefði drepist skyndilega úr blýeitrun. Með löggurnar og Björn inni á sama gólfi ætti Björn ekki sjens ef þeir myndu misskilja spurningu mína til Björns.
Mikið vildi ég að þessir fjandans ísbirnir hætti að koma til landsins svo maður geti keypt ís fyrir vinnufélagana án þess að vera dauðhræddur um að þeir verði skotnir ef maður talar ógætilega um það sem mann langar að borða með þeim.
![]() |
Búið að skjóta ísbjörninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)