Ástþór réðist gegn DV og Hreini Loftssyni í dag.
15.2.2010 | 21:16
Það voru fleiri en Móri í ham í dag. Ástþór Magnússon réðist líka gegn sorablaðinu DV í dag og eigendum þess Hreini Loftssyni sem á félagið Austursel ehf sem á félagið Hjálm ehf sem á félagið Birtíng ehf sem gefur út DV. Ástþór hefur alloft verið skotspónn DV á undanförnum árum og var að setja sig í stellingar til að höfða meiðyrðamál. Þegar hann fór að kanna hverjum hann ætti að stefna í slíku máli til að það yrði nú ekki ónýtt vegna formgalla kom í ljós að þetta blað þarf að rekja í gegn um fjölmörg félög þar til finnst einhver endi á slóðinni þar sem er mannlegur eigandi og ábyrgðarmaður sem hægt er að draga fyrir dóm út af skrifum þessa blaðs.
Ástþór bendir réttilega á að í raun er útgáfufélagið Birtíngur gjaldþrota.
Við nánari skoðun á efnahag félagsins í árslok 2008 var hann í meginatriðum svona.
Eignir:
Útgáfuréttur sem er varla nokkurs virði 170 millj.
100% eignarhlutur í Fögrudyrum ehf sem er ekki með
starfsemi og því varla nokkurs virði 11 millj.
Ótrúlega háar viðskiptakröfur, hljóta að vera ofmetnar 152 millj.
Aðrar eignir skv. efnah.r. sem líklega eru raunverulegar 53 millj.
Eignir Birtíngs samtals. 386 millj.
Skuldir:
Langtímaskuldir í bönkum 13 millj.
Skammtímskuldir af ýmsu tagi 283 millj.
Skuldir Birtíngs samtals. 296 millj.
Þegar þetta er skoðað og haft í huga að eignirnar eru greinilega ofmetnar um allavega 181 milljón og trúlega mun meira þá er ljóst að Birtíngur (DV) er gjaldþrota upp á a.m.k. 91 milljón strax í árslok 2008. Trúlega er félagið þó enn verr sett m.v. viðskiptakröfur sem varla nást inn að fullu mv. almennt rekstrarumhverfi í þjóðfélaginu. Þá verður að hafa í huga að auglýsingar og áskriftir eru innheimtar jafnharðan og auglýsing er birt eða blaðið keypt þannig að það er erfitt að skilja hvaða óskapa viðskiptakröfur geta fylgt svona rekstri ef hann er með eðlilegum hætti. Samt er skrifað upp á þetta af endurskoðanda sem skellti víst á þegar Ástþór vildi ræða við hann um þetta bókhald.
Ef skoðað er næsta félag í pýramídanum, Hjálmur ehf. þá á það félag á eignahliðinni 193 milljónir, uppistaðan í þeirri upphæð er 90% hlutur í Birtíngi ehf en einnig fleiri umdeilanlegar eignir m.a. lán til RT kr. 5 millj. og lán til ER kr. 15 millj. Nú veit ég ekki hvaða lán þetta eru, er RT kannski Reynir Traustason?? Hver er ER?? Er það Elín Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Birtíngs? Til hvers þarf hún 15 milljóna lán? Er þá ritstjóranum ritstýrt í gegnum afborganir af láni frá vinnuveitanda sínum og framkvæmdastjóranum líka?? Kannski eru þetta feilskot hjá mér, kemur í ljós. Veit bankinn af því að lánin til Hjálms eru endurlánuð til ER og RT, kannski til að stýra fréttaflutningi. Er gott að lána út á svoleiðis??Get ég líka fengið lán út á að ljúga upp fréttum??
Svo er það toppurinn á pýramídanum, Austursel ehf. Það félag er skv. eigin bókhaldi gjaldþrota með eigið fé neikvætt um 39 milljónir. Veit lögmaðurinn eigandi félagsins ekki að það á að hætta starfsemi þegar félag er orðið gjaldþrota?
Í öllum félögunum er sami endurskoðandi, hann sér samt ekkert athugavert við þessa uppbyggingu á keðju gjaldþrota félaga og skrifar undir ársreikninga athugasemdalaust. Vantar ekki eitthvað aðhald þarna.
Þegar svona blað eins og DV fær að vera í rekstri undir röð af gjaldþrota félögum, þarf þá ekki einhvern tryggingasjóð fyrir fjölmiðla svo þeir sem verða fyrir óverðskulduðu skítkasti geti sótt bætur fyrir þegar dómar falla þeim í hag? Er kannski hægt að fara í ábyrgðarsjóð lögmanna vegna DV málsókna, raunverulegur eigandi er jú lögmaður??
Niðurstaðan af þessu er að það er verið að reka fjölmiðil sem eru í raun gjaldþrota. Það er alveg sama hvað skrifað er í þetta blað, hvort það er satt eða logið. Ef einhver fer í mál út af upplognum fréttum þá gerir það ekkert til því félagið getur ekkert borgað þó það fái dóm. Það er bara skipt um kennitölu og haldið áfram að ljúga.
Er þetta ekki dáldið mikið 2007 ennþá?? Er skrýtið þó fréttaflutningur ýmissa fjölmiðla sé furðulegur ef þetta er dæmigert fyrir einkamiðlana? Er þetta frjáls fjölmiðlun eins og DV kenndi sig við í gamla daga.??
![]() |
Móri réðist að Erpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Of gott til að vera satt.
12.2.2010 | 12:30
Þetta var nú góð frétt í mörgum skilningi, þó að Steingrímur vildi ekki að RÚV birti hana.
Hún var góð að því leyti að þarna var nú verið að koma einhverju sem máli skipti upp á borðið. Það fannst mér góð frétt og bera vott um stefnubreytingu þessarar leyndarstjórnar. En beiðni Steingríms bendir til að stjórnin sé samt ekki að breyta um stefnu hvað það varðar.
Hún var líka góð vegna þess að það sem fram kom um tillöguna sjálfa var jákvætt og sýnir að nú á loksins að spyrna við fótum gagnvart kröfum Breta og Hollendinga.
Hún var góð vegna þess að í smástund fékk fólk á tilfinninguna að ríkisstjórnin væri að taka við sér og hrökkva í réttan gír í þessu máli.
Hún var góð vegna þess að fram koma að allir flokkar á þingi stæðu nú saman að þessari nýju tillögu. Það virkaði vel að heyra loksins um samstöðu á Alþingi eftir sundurlyndisþras í heilt ár.
En eftir því sem Steingrímur segir núna þá var fréttin bæði upplogin og óheppileg. Það er þá eins með þessa frétt og með svo margt annað, að ef það er of gott til að vera satt þá er það ekki satt.
![]() |
Bað RÚV að birta ekki fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún er furðuleg pólitíkin á Íslandi. Það sést best á Icesave. Ef saga þess máls er rakin í fljótheitum þá er hún nokkurn veginn svona.
1. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur einkavæða bankana, gefa þá í raun til útvalinna vina flokkanna.
2. Útrásarkapparnir, vinir flokkanna, sem fengu bankana án þess að borga krónu fyrir þá leita leiða til að búa til peningamaskínur úr þessum bönkum.
3. Reikningar eins og Icesave eru settir í gang ásamt ýmsum öðrum vafasömum gerningum til að raka saman fé.
4. Svikamillan hrynur með bönkunum 2008 og hagkerfinu í heild að verulegu leyti.
5. Sett eru hryðjuverkalög á Landsbankann af Bretum og þeir ásamt Hollendingum gera kröfur um fullar endurgreiðslur með vöxtum og kostnaði vegna Icesave reikninganna, þrátt fyrir að EB reglur veiti þeim engan rétt til að gera þessar kröfur.
5. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar afsalar sér völdum þegar Ingibjörg Sólrún telur að gott tækifæri gefist til vinstri stjórnar.
6. Ný vinstristjórn Samfylkingar og VG fær Icesave málið til að leysa það og finnur út með samninganefnd sinni að eina lausnin á því sé að setja lög sem fullnægi öllum kröfum Breta og Hollendinga, þó engar reglur geri slíka allsherjaruppgjöf nauðsynlega. Stjórnin vill ekkert hrófla við vinum hinna flokkanna sem fengu bankana. Þeir eru stikkfrí. Kannski eru þeir líka miklir vinir núverandi stjórnarflokka.
7. Stjórnarandstaðan maldar í móinn gagnvart þessari lausn þegar hún er lögð fyrir Alþingi og kemur fram breytingum á lögunum sem forða stórslysi í efnahag landsins.
8. Bretar og Hollendingar eru ekki sáttir við þessar breytingar sem gerðar eru á lögunum um Icesave ábyrgðina og vilja ekki semja á þeim grundvelli.
9. Ríkisstjórnin situr heima og semur ný lög keimlík þeim sem fyrst voru lögð fyrir Alþingi, sem miða að því að fullnægja kröfum Breta og Hollendinga. Nú eru lögin samþykkt á Alþingi þrátt fyrir mótþróa stjórnarandstöðunnar.
10. Vinstrimaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fær undirskriftalista frá tugum þúsunda Íslendinga sem styðja ekki nýja lausn stjórnvalda á þessu máli. Ólafur ákveður að taka frekar mark á þessu skynsama fólki en ríkisstjórninni og meirihluta alþingismanna og vísar afgreiðslu málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að samþykkja þau möglunarlaust eins og hann hefur næstum því alltaf gert hingað til.
11. Ríkisstjórnin stefnir á að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu svo það verði fellt þar, frekar en að draga frumvarpið til baka og henda því strax án þeirrar fyrirhafnar og kostnaðar sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslunni.
12. Ríkisstjórnin og helstu málsvarar hennar þrasa yfir þjóðinni um að það beri að samþykkja Icesave greiðslur og ábyrgðir því fyrri ríkisstjórn hafi unnið að svipaðri niðurstöðu í málinu og ekki megi hvika frá stefnu fyrri stjórnar í málinu. Þetta eru helstu rök stjórnarinnar fyrir hennar stefnu í málinu.
13. Ásamt þessu fjasa fjármálaráðherra og fleiri um að verið sé að moka flórinn eftir framsókn og nýfrjálshyggjuna og þess vegna sé allt eins ómögulegt og það er. Mörgum öðrum finnst að stjórnin sé frekar að skíta í flórin en að moka hann.
14. Núverandi stjórnarandstaða sem á sínum tíma ýtti öllu klúðrinu úr vör með einkavæðingu bankanna stendur sig betur en stjórnin og reynir að hysja upp um sig og bjarga því sem bjargað verður með því að mótmæla og verjast ólöglegum og óréttmætum fjárkröfum vegna Icesave og hliðstæðra reikninga.
15. Nú er svo komið að ríkisstjórnin hefur ekki bara gefist upp fyrir Bretum og Hollendingum með því að fallast margsinnis að óþörfu á allar þeirra kröfur, heldur hefur hún líka gefist upp fyrir stjórnarandstöðunni með því að fallast á þeirra kröfur um hvernig verjast skuli kröfum Breta og Hollendinga. Þess vegna er nú verið að skipa nýja faglega samninganefnd sem hefur fengið skynsamleg samningsmarkmið að vinna út frá.
16. Nú er pólitíska staðan því þannig að skuggastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur fengið sínu framgegnt, tekið völdin í þessu máli. Það er gott því ráðleysi ríkisstjórnarinnar var algert. En til hvers höfum við þessa ríkisstjórn, til hvers getum við þá notað hana? Það er spurning sem erfitt er að svara.
Í stuttu máli þá hefur ríkisstjórnin gefist upp fyrir öllum í þessu máli.
Útrásarvíkingunum sem fengu bankana án þess að borga fyrir þá og stofnuðu síðan Icesave reikninga. Bretum og Hollendingum sem vilja fá fulla greiðslu frá Íslendingum vegna Icesave. Stjórnarandstöðunni sem felldi fyrstu Icesave lögin. Almenningi og InDefence sem tóku lögum nr. 2 ekki þegjandi. Forsetanum sem samþykkti ekki heldur lög nr. 2 um Icesave. Stjórnarandstöðunni sem fær nú að ráða næstu aðgerðum í þessu máli. Og að síðustu virðast þeir hafa gefist upp fyrir flórnum sem enn er ómokaður en orðinn yfirfullur af eigin skít stjórnarinnar.
![]() |
Makalaust innlegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sannleikurinn hripar smám saman gegn um lygavefinn.
10.2.2010 | 20:31
Þetta var afbragðs gott hjá Björgvini G. Sigurðssyni, að taka til varna og útskýra sína aðild að þessum meintu lygum íslenskra stjórnvalda. Og ekki síður að benda á nokkrar staðreyndir sem Hollendingar hefðu nú átt að vinna út frá strax í upphafi þegar Icesave reikningunum var ýtt úr vör í Hollandi, eins og t.d. því að þeir töldu sjálfir að íslenska efnahagskerfið væri ekki traust og svo hinu að þeim bar sjálfum að afla sér upplýsinga og fylgjast vel með öllu skítabakaríinu frá upphafi skv. eigin reglum.
Þetta er nauðsynlegt að gera, að verjast með sannleikanum og öðrum góðum rökum. Það er það besta sem hægt er að gera, aldrei hægt að fara illa út úr því. En það er óskiljanlegt hvað mikið er búið að lepja upp kröfur Breta og Hollendinga án þess að gera miklar athugasemdir við þær. Kannski er þetta loksins að breytast eitthvað. Vonandi.
Og svo þarf að stinga glæponunum í fangelsi og frysta eignir þeirra strax, ekki má gleyma því. Þó ekki sé búið að fullsanna alla glæpina þá standa yfir margar rannsóknir, margir bankar tómir og peningar glataðir í stórum stíl. Grunsemdir eru því nægar til að taka menn í fría gistingu á meðan mál eru krufin til mergjar.
![]() |
Ólíðandi ávirðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það skiptir varla máli hvenær olíuskortur telst formlega byrja í heiminum. Einhvern tíma kemur samt að því að ekki verður dælt upp nógu af olíu fyrir alla. Reyndar er þetta ástand komið á að nokkru, því afleiðingar olíuskorts verða fyrst og fremst verðhækkanir. En þær eru komnar fram nú þegar að einhverju leyti, verðinu er haldið uppi viljandi með því að stýra dælingu þannig að vinnslan sé stórgróðavænleg. Það eina sem á eftir að breytast í þessu öllu saman er að verðið á bara eftir að halda áfram að hækka og samhliða munu þeir sem geta komið því við skipta yfir í aðra orkugjafa sem verða smám saman hagkvæmari í skjóli hærra olíuverðs og samhliða tækniþróun í orkugeiranum.
En olíuskortur skellur ekki á af fullum þunga einn daginn, hann kemur bara í smáskömmtum, rétt nógu stórum svo hægt sé að græða hrikalega á honum. Ég spái því að mörg fyrirtæki eigi eftir að stórgræða á olíuskorti áratugum saman áður en olían klárast. Ég spái því líka að Gordon Brown og hans ríkisstjórn í Bretlandi eða þær sem næstar verða á eftir muni ekkert gera til að spilla því að hægt sé að græða lengi á oíuskorti. Sama verður uppi á teningnum í USA, þar verður örugglega ekki komið í veg fyrir að olíufélögin græði vel á olíuskorti. Þess vegna munu aðrir orkugjafar eiga mjög erfitt uppdráttar næstu áratugina.
![]() |
Vara við olíuskorti fyrir 2015 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eintómt ráðaleysi og vingulsháttur alla daga. - Eða bara spilling.
10.2.2010 | 13:02
Ennþá er ekki fullljóst hvort kosið verður um Icesave þó mánuður sé síðan málinu var vísað í þjóðaratkvæði með ákvörðun forseta landsins.
Þessi blessaða ríkisóstjórn getur ekki einu sinni kveðið upp úr með það hvort af þjóðaratkvæðagreiðslu verður eða hvort frumvarpið verður dregið til baka. Þetta ætti þó ekki að vera erfitt mál að finna út úr. Hvort skyldi nú vera ódýrara og betra, að henda frumvarpinu strax, eða láta fella það í þjóðaratkvæðagreiðslu og henda því svo?
Það er ekki hægt að koma sér saman um eitt eða neitt í þeim kjaftaklúbbi sem þessi ríkisstjórn er. Það er ekki nema von að þeim takist ekki að veita mikla viðspyrnu í alvöru málum þegar svona einfaldir hlutir geta verið í óvissu í heilan mánuð. Þetta algjöra ráðaleysi og vingulsháttur ríkisstjórnarinnar er ótrúlegt og óþolandi á þessum tímum þegar þjóðin þarf á stjórn að halda sem hægt er að treysta á og getur tekið málstað þjóðarinnar í þeim vandræðum sem yfir okkur hanga.
Nei, það er víst þannig að of margir aðstandendur þessarar ríkisstjórnar hafa makað krókinn í góðærinu. Það eru of margir vinir sem má ekki hrekkja, og of margir greiðar að gjalda. Of mikil spilling sem sagt. Sú verndarhendi sem Ingibjörg Sólrún hélt yfir Baugsmönnum í ræðum sínum þegar reynt var að koma þeim fyrir dóm út af meintum viðskiptaglæpum þeirra, sem síðar sönnuðust sumir hverjir, var greinilega ekki nein tilviljun. Þar var varla um að ræða að hún væri af góðsemi einni að verja litlu greyin sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér þegar ljótu kallarnir ætluðu að berja á þeim. Nei, þarna virðist hafa verið fullborgaður málaliði þeirra að störum. Fleiri slíkir finnast líklega í Samfylkingunni ef vel er að gáð. Einhver hlutabréfagróði hefur farið í vasa manna sem ekki bera nú með sér að hafa þá viðskiptaþekkingu að hafa vitað að rétti tíminn væri kominn til að selja bréfin. Þar liggja sjálfsagt einhverjir vinargreiðar óuppgerðir, eða ofuppgerðir væri kannski réttara að segja.
Allavega er þessi snilldar tímasetning hlutabréfaviðskiptanna ekki að skila sér í fleiri snilldartöktum þegar kemur að því að leysa vandamál almennings. En hins vegar hefur þessi snilld komið mörgum útrásarmönnunum vel, ennþá allavega. Þeir virðast bara hafa það ansi gott og brosa enn breitt á sama tíma og þeir díla um kjarakaup á sínum gömlu fyrirtækjum. Furðuleg tilviljun þetta allt saman.
Ég verð að hvetja fólk til að láta betur í sér heyra út af þessari spillingu og rugli og ráðaleysi. Og ég hvet menn til að skoða vel kosti þess að taka upp beint lýðræði svo hægt sé að taka fram fyrir hendurnar á þessari óstjórn.
Það er varla hægt að halda því fram að þessi stjórn setji almannahag í fyrirrúm eða hvað?
![]() |
Verður kosið um Icesave? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fullt af rannsóknum í gangi varðandi viðskipti Ólafs Ólafssonar.
9.2.2010 | 00:22
Eftir því sem ég hef heimildir fyrir eru fjölmargir aðilar að rannska ýmis viðskipti Ólafs Ólafssonar. Þar má nefna eftirtalda.
Fjármálaeftirlitið,
Sérstakur saksóknari,
Serious Fraud Office í Bretlandi,
Al Jazera, sjónvarpsstöðin.
Samt er blessaður maðurinn svo saklaus að hann á að fá sitt helsta fyrirtæki aftur, og ekkert þarf að afskrifa.
En rannsóknaraðilarnir sem að ofan eru nefndir hafa m.a. áhuga á meintri markaðmisnotkun og sýndarviðskiptum sem Ólafur er talinn eiga mikla aðild að.
Þá verður að geta þess að þessi blásaklausi maður sem ekkert þarf að afskrifa hjá skuldar víst vegna ýmissa félaga sinna um eða yfir 200 milljarða, aðallega í Kaupþingsbönkunum. Það er gott að ekkert þarf að afskrifa hjá Ólafi nú þegar hann fær Samskip aftur, fyrst svo er þá fara víst að koma um 200 milljarðar í reiðufé inn í bankann á næstunni. Það er meira en 1% af heildarskuldum bankakerfisins þegar það hrundi.
![]() |
Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessa fjárhaldsstjórn á að taka til fyrirmyndar víðar.
9.2.2010 | 00:14
Það var kannski bara ágætt að setja sveitarfélaginu Álftanesi fjárhaldsstjórn. Í ljósi þess að á einu kjörtímabili hefur vinstri stjórnin þar þrefaldað skuldir sveitarfélagsins eða þar um bil, þá væri kannski rétt að skoða þetta í stærra samhengi.
Þá á ég við að þjóðin ætti kannski að setja sjálfri sér fjárhaldsstjórn svo þessi arfavitlausa ríkisstjórn haldi ekki áfram að gera illt verra. Það er alveg ljóst að ríkisstjórn sem virðist vera til í skrifa undir allt sem útlendingar og útrásarvíkingar krefjast mun að lokum koma landinu í algjört þrot. Og það væri í raun ljóst ef hægt væri að koma að einverri eftirlitsnefnd til að skoða ástandið hlutlaust eins og gert var þegar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga komst að þeirri niðurstöðu að Álftanes komist ekki hjálparlaust úr sínum vanda.
En, sem sagt, það eru svo mikil líkindi með stöðu Álftaness annars vegar og ríkissjóðs hins vegar og með stjórnarfari á Álftanesi annars vegar og Íslandi hins vegar að mér sýnist alveg ljóst að það þurfi að skipa landinu fjárhaldsstjórn og taka þannig fjárráðin af ríkisstjórninni.
![]() |
Fjárhaldsstjórn skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með þessum aðgerðum er einmitt verið að ýta undir kreppuna.
7.2.2010 | 17:55
Þessar aðgerðir sem þessi ríki hafa staðið í til að styrkja fjármálakerfið munu að endingu verða til þess að gera illt verra. Það er bara verið að fresta vandanum. Það er gert með því að láta vitlausa aðila fá peningana. Þó nokkrir bankar fái himinháa ríkisstyrki örvast ekkert annað. Það sem þarf að gera er að tryggja störf fyrir sem flesta, helst alla, þá hefur fólk tekjur sem það vill eyða og þá örvast efnahagslífið. Að láta einhverja hálfvita sem hafa margspilað rassinn úr buxunum hafa fullt af peningum skilar engu.
Ég er samt fegnastur að lesa að það sé enn verið að reyna að fá Kínverja til að láta Juanið fljóta. Það er einstaklega skemmtilegt hvernig Kínverjar spila á úrelt efnahagskerfi vesturlanda með því einu að taka það ekki upp. Þeir þurfa bara 5-10 ár í viðbót til að verða einir og sér langstærsta efnahagskerfi heimsins og alráðandi á þeim vettvangi. Ekki er ég svo sem viss um að það sé af hinu góða, en síendurteknar vitlausar aðgerðir ríkisstjórna á vesturlöndum gera Kínverjum ótrúlega auðvelt að styrkja sína stöðu. Svo passa þeir bara að ansa ekki vikulegu væli um að vera með í vitlausa kerfinu sem er fallið að fótum fram. Ég dáist að Kínverjunum.
![]() |
Fjármálaaðgerðum haldið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skuldir ógna öllum sem taka lán.
7.2.2010 | 12:04
Það er ágætt að Danir hafa áhyggjur af skuldastöðunni. Þó þeir telji langt í að staðan verði verulega slæm þá gera þeir sér þó grein fyrir hvert stefnir. Og hafa tíma til stefnu til að bregðast við áður en þetta verður óviðráðanlegt.
En málið með þessar skuldir er ósköp einfalt. Skuldir ógna að lokum öllum sem taka lán. Ógnin vex að sjálfsögðu í hlutfalli við upphæð skuldarinnar og vaxtaprósentu. Þetta er ekkert voða flókið að skilja, allavega ekki fyrir þá sem reynt hafa. Samt gott að Dönsku hagfræðingarnir skilja það líka. Ég vildi að viðskiptaráðherrann okkar færi að skilja þetta.
![]() |
Skuldir ógna efnahag Danmerkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Palin boðar byltingu hægrimanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Hera.
6.2.2010 | 23:52
Þetta var að mínu mati skásta lagið sem var í boði. Söngkonan er góð og flutti þetta vel og gerir það örugglega aftur. Og hún er líka hlýleg og alþýðleg, ég kann ljómandi vel við hana. Ég óska henni og höfundinum og öðrum sem að þessu standa til hamingju með úrslitin.
![]() |
Hera Björk fulltrúi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frímerki geta verið góð auglýsing. Hér er smá tillaga.
6.2.2010 | 18:27
Það er fínt að hafa Ólaf Ragnar á frímerki í útlöndum. Mér datt í hug í tilefni af þessu að kannski mætti gefa út frímerki með fleiri merkum mönnum. Hér er t.d. hugmynd að einu.

![]() |
Frímerki frá Líberíu með forseta Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru fjölmargir spekúlantar í USA sem telja að kreppan nái hámarki þar 2011 eða 2012. Önnur bylgja af ónýtum húsnæðislánum er að skella á bönkunum og atvinnuástand fer enn versnandi og húsnæðisverð lækkandi. Þá er fjárlagahallinn gríðarlegur. Ríkissjóður skuldar miklu meira en hann getur borgað. Raunar eru skuldir og skuldbindingar ríkissjóðs Bandaríkjanna miklu meiri en landsframleiðsla allra ríkja í heiminum samanlagt. Iðnaðarframleiðsla er öll á leið til Kína frá Bandaríkjunum og flest fyrirtæki á hlutabréfamörkuðum verulega ofmetin í verði. Í raun er algjört hrun framundan í USA. Auðvitað verður reynt að hafa áhrif til að draga úr því með því að prenta peninga sem aldrei fyrr en margir telja að sú aðferð virki reyndar ekki mikið lengur. Í þann mæli vantar bara einn eða tvo dropa, þá er hann fullur. Margir eru hættir að kaupa Bandaríkjadali vegna þess hve dalurinn þykir ótraustur til framtíðar, og það eitt og sér gerir hann enn ótraustari. Meira að segja Rússar eru hættir að kaupa Bandaríkjadali og farnir að kaupa Kandadali í staðinn til að dreyfa gjaldeyrisáhættu sinni. Þeir telja sig nú þegar eiga meira en nóg af Bandaríkjadölum. Þetta eru víst fleiri þjóðir að gera. Ljóst er að núverandi fjármálakerfi Bandaríkjanna er orðið ónýtt og nú er bara beðið eftir að þetta hrynji endanlega saman. Vonandi tekur þá eitthvað betra við þegar þetta verður skipulagt að nýju.
Eins og þetta ástand er í Bandaríkjunum þá held ég að bónusarnir séu alveg nógu háir, og sennilega koma þeir aldrei til greiðslu því flestir þessar bankar fara á hausinn áður en selja má hlutabréfin.
![]() |
Uppnám vegna lágra bónusa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bankarnir reknir eins og hver önnur glæpasamtök.
6.2.2010 | 16:50
Angela Merkel hefur verið með yfirlýsingar, nokkurs konar hótanir, um að hún telji ekki fráleitt að kaupa upplýsingar um bankareikninga Þjóðverja í Svissneskum bönkum. Jafnvel þótt upplýsingarnar séu illa fengnar. Þetta er hún til í að gera vegna þess að önnur ráð virðst ekki vera til að koma upp um undanskot og svindl sem er grafið undir bankaleynd í Sviss. Svissneskir bankamenn eru víst alveg brjálaðir út af þessu, segja ólöglegt að kaupa illa fengnar upplýsingar. En þeim finnst víst ekki ólöglegt eða óeðlilegt að fela illa fengið fé í bönkum sínum. Þetta ber allt merki þess að þessir bankamenn hugsi eins og hverjir aðrir bófar og líklega eru þeir einmitt það. En það að Angela Merkel vilji reka út illt með illu bendir til að hún sé pirruð á þessum glæpasamtökum bankanna og hún sé sjálf nokkuð heiðarleg og ekki undir pressu frá fólki í kring um sig sem hefur eitthvað að fela.
Niðurstaðan af þessu verður eflaust sú að Merkel kaupir upplýsingarnar og hjólar í bankana og bófagengin. Hún er í win/win stöðu, getur ekkert annað en fengið þetta í gegn úr því sem komið er. Úr því hún er búin að gefa í skyn að þetta sé í lagi hefur hún almenning í sínu landi með sér, þannig að þetta verður henni til framdráttar í pólitík ef hún lætur verða af þessu. Ef hún gerir þetta ekki lítur það út eins og hún hafi gefist upp fyrir kröfum banakmanna. Þannig að hún getur ekki snúið við, verður bara að kaupa upplýsingarnar og hjóla í liðið. Gott hjá henni. Og bankamenn verða bara að laga sig að nýjum veruleika og ákveða hvort þeir ætla að stunda heiðarleg viðskipti eða ekki.
![]() |
Þýska ríkið vill komast yfir fé í Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)