Ætli þetta sé ekki meira en nóg, tapið er ekki allt komið fram hjá þeim.

Það eru fjölmargir spekúlantar í USA sem telja að kreppan nái hámarki þar 2011 eða 2012. Önnur bylgja af ónýtum húsnæðislánum er að skella á bönkunum og atvinnuástand fer enn versnandi og húsnæðisverð lækkandi. Þá er fjárlagahallinn gríðarlegur. Ríkissjóður skuldar miklu meira en hann getur borgað. Raunar eru skuldir og skuldbindingar ríkissjóðs Bandaríkjanna miklu meiri en landsframleiðsla allra ríkja í heiminum samanlagt. Iðnaðarframleiðsla er öll á leið til Kína frá Bandaríkjunum og flest fyrirtæki á hlutabréfamörkuðum verulega ofmetin í verði. Í raun er algjört hrun framundan í USA. Auðvitað verður reynt að hafa áhrif til að draga úr því með því að prenta peninga sem aldrei fyrr en margir telja að sú aðferð virki reyndar ekki mikið lengur. Í þann mæli vantar bara einn eða tvo dropa, þá er hann fullur. Margir eru hættir að kaupa Bandaríkjadali vegna þess hve dalurinn þykir ótraustur til framtíðar, og það eitt og sér gerir hann enn ótraustari. Meira að segja Rússar eru hættir að kaupa Bandaríkjadali og farnir að kaupa Kandadali í staðinn til að dreyfa gjaldeyrisáhættu sinni. Þeir telja sig nú þegar eiga meira en nóg af Bandaríkjadölum. Þetta eru víst fleiri þjóðir að gera. Ljóst er að núverandi fjármálakerfi Bandaríkjanna er orðið ónýtt og nú er bara beðið eftir að þetta hrynji endanlega saman. Vonandi tekur þá eitthvað betra við þegar þetta verður skipulagt að nýju.

Eins og þetta ástand er í Bandaríkjunum þá held ég að bónusarnir séu alveg nógu háir, og sennilega koma þeir aldrei til greiðslu því flestir þessar bankar fara á hausinn áður en selja má hlutabréfin.


mbl.is Uppnám vegna lágra bónusa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Burt með ofurlaun og bónusa þessir aðilar hafa ekkert með það að gera!

A.T.H það er stríð yfirvofandi!

Sigurður Haraldsson, 7.2.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband