Þessa fjárhaldsstjórn á að taka til fyrirmyndar víðar.

Það var kannski bara ágætt að setja sveitarfélaginu Álftanesi fjárhaldsstjórn. Í ljósi þess að á einu kjörtímabili hefur vinstri stjórnin þar þrefaldað skuldir sveitarfélagsins eða þar um bil, þá væri kannski rétt að skoða þetta í stærra samhengi.

Þá á ég við að þjóðin ætti kannski að setja sjálfri sér fjárhaldsstjórn svo þessi arfavitlausa ríkisstjórn haldi ekki áfram að gera illt verra. Það er alveg ljóst að ríkisstjórn sem virðist vera til í skrifa undir allt sem útlendingar og útrásarvíkingar krefjast mun að lokum koma landinu í algjört þrot. Og það væri í raun ljóst ef hægt væri að koma að einverri eftirlitsnefnd til að skoða ástandið hlutlaust eins og gert var þegar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga komst að þeirri niðurstöðu að Álftanes komist ekki hjálparlaust úr sínum vanda.

En, sem sagt, það eru svo mikil líkindi með stöðu Álftaness annars vegar og ríkissjóðs hins vegar og með stjórnarfari á Álftanesi annars vegar og Íslandi hins vegar að mér sýnist alveg ljóst að það þurfi að skipa landinu fjárhaldsstjórn og taka þannig fjárráðin af ríkisstjórninni.


mbl.is Fjárhaldsstjórn skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband