Þurfum Max Keiser í lið með okkur.

Ég verð að segja að ég er algjörlega sammála Max Keiser. Hann dró saman í stuttu viðtalið við Egil Helgason allt það sem máli skiptir. Auðvitað er þetta líka það sem ég og fleiri höfum verið að halda fram lengi. En þeir sem ráða för okkar Íslendinga eru á öðru máli, því miður.

En það sem Max leggur áherslu á er þetta:

Það þarf að fangelsa bankaræningjana alla með tölu.
Það er verið að fremja efnahagsleg hryðjuverk á Íslandi og um allan heim.
Það á að rísa upp gegn þessari kúgun vogunarsjóða.
Það á að kjósa á móti Icesave.
Það var rétt hjá forsetanum að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæði.
Matsfyrirtækin eru spillt og vinna að hagsmunum bankanna eingöngu.
Ef við borgum fyrir þetta hrun sem við höfum verið dregin inn í þá verður leikurinn bara endurtekinn fljótlega aftur og við fáum annað hrun.
Ef við borgum fyrir þetta hrun þá gerum við okkur sjálf að skuldaþrælum fyrir erlenda glæpamenn og líklega afkomendur okkar í marga liði.
Það voru erlendir bankaglæpamenn sem útskýrðu það fyrir Max Keiser á Hótel 101 í Reykjavík árið 2006 að það væri verið að reyna að ræna Ísland með skipulegum hætti. Þetta hótel tengist eins og við vitum glæpamanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Max Keiser segir Íslendinga vera einu þjóðina þar sem enn er mögulegt að taka lýðræðislegar ákvarðanir. Hann telur lýðræði ekki virka hjá þjóðum þar sem lýðurinn fær ekki að gera annað en kjósa sér fulltrúa.

Svo skulum við hafa í huga að Max Keiser var búinn opinberlega að spá all nákvæmlega fyrir um hrunið á Íslandi nokkru áður en það varð. Höfum það í huga þegar við veltum fyrir okkur hvort þessi maður hafi nú ekki bara rétt fyrir sér núna.

Ég er búinn að blogga margsinnis um þetta allt saman á nákvæmlega sömu nótum og Max talar. En hann setur þetta skýrt fram og í stuttu máli og ég hvet menn til að skoða þennan þátt Silfur Egils á vef RÚV og viðtalið við Max Keiser. Vonandi rennur upp ljós fyrir fleirum við að hlusta á þennan mann.

Og stjórnvöld verða að fara að taka á útrásarliðinu, það er ekkert hægt að byggja upp neina framtíð á Íslandi, eða nýtt Ísland eins og sumir kalla það, á meðan allt er í þoku um hvað á að gera út af hruninu. Það eina sem stjórnvöld eru búin að gera er að afhenda leifarnar af bönkunum til glæpamannanna svo þeir geti haldið áfram að féfletta viðskiptavinina. Það er bara verið að styðja við liðið sem hefur stolið öllu fémætu í landinu. VG, Vinir Glæpamannanna, þurfa að vakna úr sinni dáleiðslu. Steingrímur, þú átt að hætta að vera vakinn og sofinn, dauðþreyttur með bauga undir augum og lotið bak við að hjálpa gangsterum að ræna Ísland. Sjáðu nú að þér og hættu að vera svona mikill einfeldningur. Hlustaðu á Max Keiser.

Rísum svo upp og látum ekki alþjóðlega drullusokka og glæpamenn vaða yfir okkur.


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 16:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Engin verður spámaður í sínu heimalandi. Það er fullt af fólki búið að vera að segja þetta nákvæmlega sama alveg frá fyrsta degi eftir hrun, þar með talið undirritaður. Við erum í miðri efnahagsstyrjöld og verðum verðum að vígbúast í samræmi við þessar aðstæður sem uppi eru.

Ef einhverjum dylst enn að þetta stríð sé í fullum gangi má t.d. benda á að nú er Kína að hóta viðskiptabanni á Bandaríkin vegna vopnasölu til Taiwan, eitthvað sem fáir hefðu búist við. Þetta gera þeir þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið reynt til að hafa þá góða, þar á meðal að bjóða þeim aðgang að eldflaugavarnartækni Bandaríkjamanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2010 kl. 21:25

3 identicon

Algjörlega sammála þessum Max.  En hvernig  nær Egill sambandi við svona frábæramenn ?  Gerðu það Egill í stjórnmálin með þig !!!!!

  Þú þú hittir allaf á réttu mennina til að hjálpa okkur í þessum vandræðamálum. Kýs þig sama hvar er nema XD.  ALDREI !

margret (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 01:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að það sem hafi upphaflega vakið athygli Íslendinga á Max Keiser hafi verið þegar hann tók viðtal við Birgittu Jónsdóttur þingkonu í þættinum sínum Keiser Report á fréttastöðinni RT. Hér má finna samantekt sem ég gerði með umfjöllun hans um Ísland, stórmerkilegt efni þar á ferðinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband