Hringavitleysa.

Fjárfestar kaupa sér varnir gegn mögulegu greiðslufalli fullvalda ríkja í fimmfalt meira mæli en varnir gegn greiðslufalli fyrirtækja.

Þetta er rakið til þess að fjárfestar óttast að hallarekstur margra ríkja sé orðinn óviðráðanlegur vegna fjárausturs til fjárfesta og fjármálafyrirtækja í kreppunni.

Fjárfestar eru sem sagt með þessu að staðfesta að þeir séu búnir að blóðmjólka mörg ríki umfram það sem þau geta borgað. Þess vegna þurfa þeir nú að kaupa sér tryggingar vegna greiðslufalls frá þessum ríkjum. Á sama tíma hafa fjárfestar litlar áhyggjur af greiðslufalli fyrirtækja, enda er búið að færa alla fjármuni frá hinu opinbera til fyrirtækjanna þannig að þau ættu að þrauka um sinn. Svo má búast við hækkandi skuldatryggingarálagi á öll þessi ríki sem gerir stöðu þeirra enn verri. Svona er nú fjármálakerfið búið að ræna völdum í þessum heimi. Samt er nú eitthvað sem segir mér að þeir muni ekki lengi halda sínum ránsfeng.

Skv. þessu þá eru ríki almennt að bregðast á kolrangan hátt við kreppunni. Í stað þess að leyfa gjaldþrota fyrirtækjum að fara á hausinn og leyfa nýjum að spretta upp í staðinn, þá var farin sú leið að ausa öllu tiltæku fé og meiru til í gjaldþrota fjármálakerfi, halda niðri öllum heilbrigðum rekstri og setja fjölmarga ríkissjóði á hausinn. Með þessu er búið að verðlauna alla mestu skussa heimsins í fjármálum og fyrirtækjarekstri. Þetta er það sem menn halda að leysi heimskreppuna. Ótrúlega geta margir menn verið jafn heimskir á sama tíma að þetta skuli vera lausnin.
Eða kannski er þetta ekki eintóm heimska, sumir eru greindari en þetta, en jafna það þá út með spillingu.


mbl.is Fjárfestar grípa til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi frétt er svo illa skrifuð að það mætti segja að hún væri lygi.

Aukningin er fimmföld í prósentum talið, ekki heildarmagnið.

Áður fyrr þurfti enginn að  tryggja sig gegn gjaldþrota ríkjum, því getur minnsta aukning þar virkað stórt í prósentum talið.

áhugasamur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband