Helstu bankar heimsins eru svikamillur.

Það er nú svo merkilegt að lausleg athugun í Bandaríkjunum hefur leitt það í ljós að nú í kreppunni eru greidd hærri laun og bónusar en nokkru sinni fyrr í helstu fjármálafyrirtækjum þar í landi.

Morgan Stanley t.d. greiddi út til starfsmanna 94% af tekjum sínum á síðasta ári, en aðeins 61% árið 2005 þegar reksturinn var í góðum gír.

Citygroup á líklega metið, greiddi starfsfólki 145% af tekjum bankans á síðasta ári. Þannig að ekki er nú mikið eftir þar annað en stórtap af þessum fáránleika.

Svipað er uppi á teningnum hjá öðrum stórum bönkum í Bandaríkjunum.
Þá má segja að nánast allur peningur til björgunaraðgera bankanna hafi runnið til starfsfólks, alls um 135 milljarðar dollara. Viðskiptavinir og almennir hluthafar bankanna njóta hvorki góðs af velgengni þeirra né fjárstyrkjum til þeirra. Forstjórar bankanna sem jafnframt eru stórir hluthafar mjólka þessi fyrirtæki og ræna orðið hverri krónu sem þeir afla sér.

Almennir hluthafar í Bandaríkjunum eru að vakna upp við það að engir peningar eru eftir til að greiða þeim arð, að þeir eru hafðir að fíflum með því að stjórnendur bankanna greiða út miklu hærri laun og kaupauka þegar illa gengur en þegar vel gengur. Og það er þetta kerfi sem AGS er að innheimta fyrir þegar þeir heimta að við borgum allt sem útrásarliðið er búið að stela með samstarfsmönnum sínum um allan heim. Gleymum því ekki.

Eflaust er þetta með svipuðum hætti í Bretlandi þannig að ekki er að furða þótt bankakerfið þar þyki ekki lengur traust.

Meira má lesa um þetta hér:

http://finance.yahoo.com/banking-budgeting/article/108687/ailing-banks-favor-salaries-over-shareholders


mbl.is Breska bankakerfið ekki lengur það stöðugasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uuu já en fyrirtæki gera langtímasamninga við sína starfsmenn, það má vel gera ráð fyrir því að í absolute upphæðum, þ.e. ekki í hlutfallstölum hafi bónusgreiðslur minnkað verulega. Hins vegar komast bankar ekki hjá því að standa við gerða samninga við sína starfsmenn, nema ef þú ert að leggja til að það sé í raun í lagi fyrir fyrirtæki að brjóta langtímasamninga við starfsmenn sína.

Blahh (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:13

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Blahh og takk fyrir athugasemdina. En eru langtímasamningar um bónusgreiðslur ekki tengdir góðum árangri í rekstri bankanna?? Og þegar reksturinn er afleitur, bankinn fer í raun á hausinn en bjargað með skattfé, eins og á við um alla stóru bankana í USA núna? Gerðu langtímasamningarnir ráð fyrir þessu? Og reyndar er það nú alþekkt að þessir bónusar eru endanlega ákvarðaðir í kring um ársuppgjör hvers árs, þannig að ekki eru þetta nú alfarið langtímasamningar. Og svo má ekki gleyma því að starfsmönnum í fjármálakerfinu hefur fækkað gríðarlega á undanförnum 2 árum, þannig að þeir sem eftir eru eru að taka til sín hlutfallslega miklu meira en áður. Varla tengist það einhverjum langtímasamningum. Þetta eru sem sagt bara svikamillur. Rétt eins og íslensku bankarnir.

Ég tel auðvitað ekki í lagi að fyrirtæki brjóti langtímasamninga við starfsmenn sína, en ef samningarnir keyra fyrirtækin í þrot, ef þau ráða sér fleiri góða starfsmenn en þau hafa ráð á, þá er eðlilegast að samningarnir haldi en fyrirtækin fari á hausinn og starfsmennirnir finni sér annað að gera. Góðir starfsmenn skilja það að ef þeim tekst ekki að afla nægra tekna fyrir fyrirtækið til að það geti staðið við launasamninga þá fer það á hausinn. Þeim er engin vorkunn að verða atvinnulausir um stundarsakir sem hafa þessi launakjör og svo eru þetta svo góðir starfsmenn að þeir hljóta alltaf að bjarga sér ágætlega með ný störf. Atvinnuleysi fyrir svona tekjuháa og hæfa menn er frekar eins og að vera skikkaður í smá frí.

Að ausa í þessi fyrirtæki skattfé undir þeim annarlegu formerkjum að annars verði einhverjar hrikalegar afleiðingar er svo annar hluti af svikamillunni.

Jón Pétur Líndal, 29.1.2010 kl. 10:10

3 identicon

Ég var nú aðallega að benda á að þú einfaldar málið full mikið. Það er ekki hægt að bera saman bónusgreiðslur sem hlutfall tekna á góðum tímum og slæmum tímum þar sem tekjurnar hafa dregist verulega saman á meðan svigrúm til að draga saman bónusa er minna. Það er rétt að endanleg ákvörðun um bónusa er að öllu jöfnu tekin um árslok, hins vegar er algengt að bónusgreiðslur hafi ákveðið gólf. Þannig er t.a.m. algengt þegar fólk er ráðið inn í bankana að það hafi laun ca. 80 þúsund dollara plús bónus upp á 30-50%. Þetta gólf hækkar svo með starfsaldri og stöðuhækkunum. En ef menn eru svona mikið á móti bónusum og þeir halda áfram að fá svona neikvæða umfjöllun þá sjá bankar sig knúna til að breyta launastrúkturnum sínum, til hins verra að mínu mati. Til að lækka útgreiðslu bónusa munu bankar hækka grunnlaun á móti til að halda í sitt starfsfólk. Þannig hefur neikvæðu gagnrýninni raunverulega minnkað svigrúm banka til að "refsa" sínu starfsfólki fyrir illa unnin störf.

En bara svo það sé á hreinu, ég er mikið á móti TARP og finnst bandaríska alríkið hefði átt að láta bankana fara í þrot. Hins vegar er það mikil einföldun að segja að TARP peningarnir hafi verið beinlínis notaðir í að greiða bónusa. Miklu frekar voru TARP peningarnir notaðir til að greiða útistandandi skuldir ÞAR MEÐTALIÐ laun og bónusa.

Ég vil þó ítreka það að ég er mikið á móti því hvernig bandaríska alríkið hefur notað skattpeninga til að hjálpa vinum sínum á wall street. Ennfremur er ég á móti innistæðutryggingakerfinu bandaríska sem er ekkert annað en millifærsla á áhættu frá lélegum bönkum til góðra banka. Það er virkilega mikið að í kerfinu en ég tel rétt að gagnrýnin sé sanngjörn til að hún sé markverð.

Blahh (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:05

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll og takk fyrir þetta innlegg. Við erum þá greinilega ekki algjörlega ósammála þó við notum ekki alveg sama orðalag um þetta og höfum mismunandi áherslur.

En ég verð nú að bæta því inn í þessa umræðu okkar að það hefur lengi verið ótti um að einmitt bónusakerfið í fjármálaheiminum hafi orðið til þess beinlínis að menn taki áhættur og beiti jafnvel ýmsum brögðum til að sýna góða afkomu og láta viðsjárverð viðskipti líta vel út. Því bónuskerfin eru bæði tengd heildarafkomu bankann og svo afrakstri einstakra starfsmanna. Þannig hafi bónuskerfið eitt og sér átt stóran hlut í að búa til þessa fjármálabólu sem nú er sprungin í bili. Og þar með hafi hún ekki verið búin til með góðum fjármálaafurðum snjallra bankamanna heldur fremur úr misheppnuðum fjármálaafurðum þessara manna. Samt er enn verið að greiða afar háa bónusa og láta líta svo út sem það séu mjög hæfir starfsmenn sem þiggja þessa bónusa.

Meðllaun allra starfsmanna t.d. Goldman Sachs í fyrra voru nú langt um hærri en það sem þú nefnir sem byrjunarlaun 80 þús dollarar plús 30-50% bónus.

Bankinn var með 37200 starfsmenn á launum í fyrra og ef laun og bónusar hefðu farið jafnt yfir línuna væru meðltekjur hvers starfsmanns fyrir síðasta ár um 447 þús dollarar.

En meginmálið er að það er óskiljanlegt að hægt sé að greiða svo mikið í laun þegar reksturinn stendur ekki undir því. Á Íslandi hefur annar hver launamaður tekið á sig launalækkun í einhverju formi á undanförnu ári, annaðhvort lækkað í launum eða vinnan minkuð og launin um leið. Þetta er sú leið sem venjuleg fyrirtæki neyðast til að fara ef láta á enda ná saman svo hægt sé að reka fyrirtækið áfram. Hin leiðin er að loka og hætta starfsemi. Í bönkunum forðast menn að horfa á þessar leiðir og hafa fundið upp þriðju leiðina, sem er að selja stjórnvöldum í viðkomandi landi þá lygasögu að fjármálafyrirtækin séu svo mikilvæg að það verði að gefa þeim peninga til að þau geti haldið óbreyttum útgjöldum þó tekjurnar snarminnki eða stórtap sé jafnvel af starfseminni. Þetta gengur auðvitað ekki. Þetta kerfi virkar bara þannig að peningarnir eru teknir með sköttum af öðrum fyrirtækjum og almenningi. Bankarnir nota þetta til að greiða starfsmönnum fáránleg laun og bónusa. Ekkert meira er eftir í bönkunum til að lána út til framkvæmda, íbúðarkaupa eða hvers annars sem þarf lánsfé til. Almenningur og önnur félög en bankarnir verða því einfaldlega að spara við sig. Útkoman úr þessu er bara meiri kreppa. Eina leiðin til að höggva á þessa vitleysu er að láta bankana fara í þrot. Annars fer bara allt annað fyrst í þrot og svo bankarnir á eftir.

Jón Pétur Líndal, 30.1.2010 kl. 02:22

5 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Skammarlegar þessar bónusgreiðslur. Almenningsálitið getur verið sterkt en hér á Íslandi er það heft með flokkspólítískum dagblöðum eða einkareknum sneplum. Það er borið á borð fyrir okkur það sem við megum og skulum sjá og snæða.

Í Svíþjóð hefur stærsti banki svía, SWEDBANK, afnumið allar bónusgreiðslur til stjórnenda og millistjórnenda. Ástæðan er sögð kreppuástand en í raun er það mikil blaðaumfjöllun og hneykslun almennings á himinháum bónus-greiðslum fyrir taprekstur síðari ára ! 

Vonandi gerist slíkt hið sama hérlendis.

Góðar stundir

Árni Þór Björnsson, 3.2.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband