Stórkostleg mistök að framlengja greiðslustöðvun.

Ég sá það fullyrt í blöðunum í morgun og tek undir það að það borgi sig aldrei að taka yfir fyrirtæki og reyna að bjarga þeim, þegar þau eru tæknilega komin í þrot. Slík yfirtaka og björgunaraðgerðir leiði alltaf til þess að tapið verði að lokum meira en ella. Besta leiðin sé að láta fyrirtækin fara í þrot. Þetta var haft eftir gamalreyndum bankamanni úr íslenska bankakerfinu.

Nú kalla ég bara eftir því að þessi skynsamlega afstaða verði látin ráða um framtíð bankanna eins og annarra fyrirtækja. Það er augljóst að fjárausturinn í björgunaraðgerðir bankanna er búinn að vera gífurlegur og auka mikið við það fé sem er að tapast. Og enn óttast maður að haldið verði áfram á sömu braut, að reynt verði að tapa enn meiri peningum á þessu bankahruni með því að framlengja greiðslustöðvun og ausa enn meira fé í þetta.


mbl.is Greiðslustöðvun að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan er búin að sukka allt of lengi.

Það vita allir sem hafa þokkalegt kýrminni að OR var sukkandi með peninga löngu áður en allt fór böndum í hagkerfinu almennt. Lína.net og fleiri fjarskiptaævintýri, rækjueldi, rándýrar höfuðstöðvar og ýmis veitukaup og útþenslustefna út um allt land eiga sinn stóra skerf í þeirri blindgötu sem OR er í núna, auk þáttöku í útrásartilraunum. Flest á þetta rætur að rekja til þeirrar tíðar er Alfreð Þorsteinsson var sem kóngur í ríki sínu í æðstu stöðu OR. Og allt voru þetta í raun óþörf útgjöld. Þá eru ótaldir samningar um einkavæðingu einhverra þátta í rekstri OR sem einnig kosta fyrirtækið stöðug og mikil útgjöld umfram það sem áður var. Það er því óþarfi að kenna lélegu lánshæfi ríkisins um stöðu OR. Og eigi að gera OR að góðu fyrirtæki aftur, gerist það heldur ekki með hækkuðu lánshæfismati ríkisins einu og sér, heldur með stórbættum skynsamlegum rekstri OR. Þarna þarf að taka til innanhúss. Þetta er fyrirtæki sem á að einbeita sér að því að þjóna sínum eigendum en ekki að standa í alls kyns braski og bulli út um allar trissur.

mbl.is Lánshæfi OR í ruslflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðingarorlof aldarinnar.

Fæðingarorlof þingflokksformanns VG er sennilega fæðingarorlof aldarinnar á Íslandi, því með því verður stjórnin líklega einu atkvæði nær að samþykkja Icesave samninginn. Nú þarf bara að koma Ögmundi og Lilju Mó. í einhvers konar fæðingarorlof líka. Þá er öruggt að fæðast mun þessi Frankensteinættaði Icesavesamningur sem hinir gömlu aðdáendur Frankensteinhugmyndafræðinnar, þau Svavar Gestsson, Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, eru búin að berjast við að leggja á þjóðina eins og álög.

Hefðu menn nú bara skilið að "Minn tími mun koma" væru áhrínsorð um að tími Frankensteinkynslóðarinnar rynni aftur upp á Íslandi, þá hefði sennilega ekki verið beðið með svona mikilli eftirvæntingu eftir að þessi spá rættist.


mbl.is Ólafur Þór sest á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að þetta var ekki strákur á stuttum kjól.

Þetta er greinilega svoldið gamaldags viðhorf. Ég hélt að nú til dags þætti það bara allgott að vera þó í kjól. Ég hefði hins vegar skilið þetta betur ef um hefði verið að ræða karlmann í of stuttum kjól. Sem er víst eitthvað sem gæti alveg gerst nú til dags. En það er gott að háskólinn virðist vera að ná áttum í þessu máli.
mbl.is Rekin fyrir að vera í of stuttum kjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum hliðstætt kerfi fyrir stjórnmálamenn og aðra fyrirmenn.

Það er auðvitað ágætis mál ef það er eitthvað vit í að umhverfisvotta Ísland. En ef þetta er raunhæft, hugsið ykkur þá bara hvað væri hægt að gera með því að sótthreinsa og gæðavotta stjórnmálamenn og helstu athafnamenn landsins. Þar er virkilega óplægður akur fyrir vottunarséní og gæðagúrúa.

Ef það tækist nú að koma á almennilegu kerfi á þessu sviði myndi kannski eitthvað breytast. Svona vottunarkerfi gæti t.d. tekið til eftirfarandi þátta.

Ættartengsl og önnur vensl í stjórnmála og athafnalífinu.
Eignatengsl og krosseignatengsl í athafnalífinu.
Ógreiddir vinargreiðar vegna vina í athafnalífi og stjórnmálum.
Fjárstuðningur við stjórnmálasamtök.
Vinna við samkeppnishindranir.
Vinna við markaðsmisnotkun.
Eignarhald á fjármálastofnunum.
Málpípur annarra.
Og margt má fleira telja.

Með svona gæðakerfi væri hreinlega hægt að búa til tékklista fyrir stjórnmálamenn og athafnamenn. þetta mætti nota fyrir kosningar til að kjósendur geti áttað sig á hvort nýjir frambjóðendur séu líklegir til að vera framför frá þeim gömlu eða ekki. Og þetta mætti líka nota í viðskiptalífinu til hins sama. Það væri gaman að sjá einhvern fagmann útfæra þetta aðeins lengra.


mbl.is Ísland verði umhverfisvottað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar féll hann í ónáð hjá kommúnistastjórninni.

Það gengur nú ekki að ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum sé að skamma vinnuveitanda sinn fyrir rugl og hringlandahátt og spillingu og aumingjaskap. Nú hlýtur Mats Josefsson að vera fallinn í ónáð hjá kommúnistastjórninni. Ég hef það allavega frá Gróu á Leiti að sést hafi til Steingríms J. vera að æfa rassaspark á fjallgönguskónum áðan, þannig að sennilega munum við fyrir vikulokin sjá skófar Steingríms aftan á herra Josefsson.

Og ég býst ekki við að leitað verði til Svíþjóðar eftir fleiri ráðgjöfum fyrst þessi gefur engin önnur ráð en að fá ríkisstjórn sem er ekki kolrugluð og getur gert eitthvað. Það verður gaman að sjá hvert verður leitað næst til að finna ráðgjafa sem getur stutt við þessa ríkisstjórn í gagnsleysi sínu og spillingu, kafla II.


mbl.is Josefsson gagnrýnir seinagang stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkar þessi frasi ennþá?

Það er alveg rétt hjá Steinunni V. að það má segja að yfir standi hreingerning eftir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Og raunar eftir Samfylkinguna líka, hún var virkur þáttakandi á hátindi sóðaskaparins síðustu misserin fyrir hrun.

En þetta vita nú allir og þessi frasi Steinunnar er algjörlega tilgangslaust yfirklór til að afsaka áframhaldandi spillingarsóðaskap eigin flokks. Málið er að henni tekst ekki að þrífa neitt því hún er enn að þrífa með sama skítuga spillingarliðinu og sóðaði allt út fyrir hrun. Þetta lið kann bara að sóða út en ekki að þrífa, þess vegna fer sóðaskapurinn vaxandi og þjóðin fær að vaða pólitískt skolp upp undir hendur.

Ef Steinunn og hennar flokkur geta ekkert gert annað en að láta reka á reiðanum áfram og gera það sem sóðarnir og AGS leggja fyrir, þá hafa þau enga ástæðu til að kvarta þó stjórnarandstaðan hrópi ekki þrefalt húrra fyrir ríkisstjórninni á hverjum morgni í þinginu.


mbl.is Lýðskrum af verstu sort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er veruleikinn að birtast í smá skömmtum.

Moodys segir að heildarskuldir íslenska ríkisins muni nema 150% af landsframleiðslu á næsta ári. Þetta er nú ansi varlega áætlað, en dugir samt til að sturta okkur niður um 2 flokka í matskerfinu. Og er nú lánshæfið svo lítið að á mörkum er að ríkið teljist lengur trúverðugur skuldari.

Það er alveg ljóst að þetta mat Moody´s gefur alls ekki rétta mynd af skuldum og skuldbindingum ríkisins, þannig að það er spurning hvað gerist þegar allur sannleikurinn um stöðu ríkissjóðs verður tekinn til mats hjá þeim. Lausleg samlagning á örfáum þekktum tölum úr skuldasúpu ríkisins sýnir allt annað en Moody´s fær út í sínu mati.

Hér koma bara örfáar tölur þessu til stuðnings. Allar tölur í milljörðum króna.

1. Framlag ríkisins til fjármagnseigenda 1.600,-
2. Icesave, óljóst en varlega áætlað 700,-
3. Fjárlagahalli 2008 og 2009 samtals. 401,-
4. Skuldir seðlabanka ríkisins 506,-

Samtals þessir 4 liðir. 3.207,-

Landsframleiðslan var um 1.476 milljarðar 2008 en verður líklega talsvert minni 2009.
Heildarskuldbindingar vegna þessara 4 liða einna því um 217% af landsframleiðslu 2008.

Hvað skyldi svo gerast þegar við fáum stóru lánin frá vinum okkar í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Þá held ég að öll matsfyrirtæki muni sturta lánshæfismatinu alveg niður á botn og telja okkur endanlega glötuð.


mbl.is Skuldsetning ríkisins kemur í veg fyrir hækkun lánshæfiseinkunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar síðasti forseti Íslands.

Jæja, nú er komið að því að kjósa fyrsta forseta ESB. Þá er orðið fullmótað það embætti sem tekur við af embætti forseta Íslands ef vilji Samfylkingar um inngöngu Íslands í ESB nær fram að ganga.

Það verður þá líka heilmikið afrek hjá Ólafi Ragnari ef hann nær að þaulsitja Bessastaði svo að hann nái að verða síðasti forseti Íslands. Líklega er það þetta markmið sem fær hann til að láta eins og hann hafi aldrei gert nein skammarstrik í embætti. Hann gerir sér greinilega grein fyrir því að það embætti sem hann situr fastur í fyrir stöðuga áeggjan þjóðar sinnar verður fullkomlega óþarft þegar Forseti ESB hefur verið valinn og Ísland er komið í ESB. Eða höfum við eitthvað að gera með marga forseta?

Ég hlakka til að heyra áramótaávarpið á "Belgísku" innan tíðar, enda viss um að ég muni skilja boðskapinn betur en þann sem ég hef heyrt frá Ólafi Ragnari undanfarin ár.


mbl.is ESB fær forseta í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha ha ha, hagstæðasta tilboði tekið.....

Það hefur líklega verið svarið sem þeir fengu sem ekki fengu að kaupa Grenjar á 55 milljónir staðgreitt.

En af hverju ætli SPM hafi ekki viljað taka tilboðinu sem Hvítsstaðamenn sendu inn upp á 79 milljónir? Ætli það hafi ekki verið eins gott og tilboðið upp á 68 milljónir á 100% láni? Eða var bara búið að ákveða að þessi Hvítsstaðahópur fengi að kaupa Grenjar og þar sem tilboð mótaðilans var bara 55 milljónir, þá dugði að taka næst hæsta tilboði Hvítsstaðahópsins um 68 milljónir á 100% láni til að sýna betri samning en 55 milljóna staðgreiðslutilboð eigenda hins helmings Grenja. Þetta er ekki illa meint hjá mér, bara vangaveltur. Það koma sjálfsagt fram góðar skýringar á þessu fljótlega svo menn geti séð hvaða snilld er á bak við þessa ákvörðun. Ég trúi ekki að á bak við þessa ákvörðun sé neitt misjafnt, trúi frekar að SPM hafi þarna gert góðan díl þó þeir séu að vísu komnir á hausinn og þetta skipti ekki máli lengur.


mbl.is Hvítsstaðamenn sendu inn 11 tilboð í jörðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með afmælið Mikhail Kalashnikov.

Ég vil nú bara óska manninum til hamingju með afmælið. Hann virtist í sjónvarpinu vera hress og bar aldurinn vel. Og ekki ætla ég að gagnrýna það að maðurinn hafi fundið upp einfaldan, sterkan og afburðagóðan hríðskotariffil sem margan hefur drepið um dagana. Ég er hrifinn af því þegar menn eru útsjónarsamir og geta hannað góð tæki og tól.

Sem betur fer er það nú sjaldnast svo að hríðskotariffill drepi nokkurn mann upp á eigin spýtur, hvað þá sá sem hannaði riffilinn. Ef þeir yrðu taldir saman og flokkaðir sem hafa verið drepnir með hinum afbragðsgóða Kalashnikov AK-47 hríðskotariffli, kæmi strax í ljós að ástæðan fyrir dauða þeirra langflestra er sú að þjóðhöfðingjar helstu ríkja heims og ýmissa annarra ríkja hafa gefið skipanir um stríðsrekstur, árásir, innrásir, varnir o.s.frv. og ákveðið að veita fé til að kaupa þessa hríðskotariffla og nota þá. Ekki vil ég nú kenna Kalashnikov eða rifflunum hans um þessar ákvarðanir ráðamanna.

Og ráðamenn þjóða beita ýmsum fleiri aðferðum til að drepa fólk en að láta skjóta á það. Byssur nota þeir að vísu aðallega á annarra þjóða fólk en þeir hafa löngum verið duglegir að drepa sína þegna líka. Alkunna er að áfengi og tóbak drepa miklu fleiri þegna flestra þjóða árlega en byssukúlur, og hafa ráðamenn löngum vandað sig við að forða þegnum sínum ekki frá að deyja af þessum völdum. Því miður verður að segja það eins og er að flestir ótímbærir dauðdagar verða að skrifast alfarið á ríkisstjórnir og forseta þjóða eða aðra ráðamenn eftir því sem við á. Árásargirni og græðgi sumra þessara kvikinda ásamt almennu kæruleysi og skorti á umhyggjusemi gagnvart þegnum sínum er hið stóra vandamál í þessu sambandi.


mbl.is Kalashnikov „Hetja Rússlands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldhæðnislegt.

Já, það er verulega kaldhæðnislegt að sama dag og B. Hussein Obama Bandaríkjaforseti mætir á minningarathöfn vegna skotárásar í herstöðinni í Fort Hood, þar sem 13 voru drepnir og enn fleiri særðir þá hélt Dimitri Medvedev Rússlandsforseti upp á 90 ára afmæli þjóðhetjunnar Kalashnikovs, sem einmitt er heimsfrægur fyrir ódrepandi og einstaklega öflugar og þægilegar byssur sínar sem hafa farið sigurför um heim allan. Þessar byssur eru geysivinsælar hjá alls kyns herjum og glæpagengjum um heim allan, síst þó í Ameríku þar sem rússagrýlan og þjóðarstoltið fælir menn enn frá að nota þessar afbragðs góðu byssur.

Það dregur þó aðeins úr kaldhæðni þessara tveggja viðburða að í árásinni í Fort Hood voru notaðar tvær gerðir af amerískum byssum sem eru satt að segja ekki nándar nærri eins öflugar og Kalashnikov byssurnar. Það var lán í óláni, annars hefðu sjálfsagt miklu fleiri verið drepnir. Þarna hefur þjóðarstoltið, að velja ameríska framleiðslu fram yfir innflutta, sennilega bjargað mörgum mannslífum.


mbl.is Obama leiddi minningarathöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar hagstærðir.

Hér kemur súlurit með nokkrum tölum til þægilegs samanburðar á nokkrum hagstærðum í hinu þróaða en áfallagjarna íslenska hagkerfi.  Vinsamlega athugið að smella 1-2svar á myndina til að geta lesið hana almennilega.  

Samanburður hagstærða

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Þarna má sjá ágætlega innbyrðis hlutföll ýmissa stærða í hagkerfinu.
 
 
 
 

mbl.is Erlendar eignir Seðlabankans 506 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg frétt, er hún rétt??

Í fréttinni kemur fram að tekjuskattur sé rúmlega 37% núna og verði hækkaður í rúm 47% í hæsta þrepi.

Þessar fullyrðingar eru náttúrulega ekki báðar réttar. Tekjuskatturinn í dag er 24,1%.
Það er því spurning hvort það er verið að rugla eitthvað í þessari frétt af hálfu blaðamannsins eða hvort hann hefur fengið ruglaðar upplýsingar úr stjórnkerfinu, það er svo sem ekki nýtt að ýmsar fréttir séu misvitlausar, og þá er þetta kannski engin frétt. Eða hvort ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda tekjuskattinn. Og þá er það auðvitað ríkisstjórnin sem er rugluð og arfavitlaus, en það er heldur ekki ný frétt og í mínum huga engin frétt, heldur bara álíka einföld staðreynd og að núna er árið 2009 eftir Krists burð.

En burtséð frá þessum vangaveltum er löngu vitað að ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta gífurlega, þannig að það er engin ný frétt, heldur bara söguleg staðreynd sem alltaf endurtekur sig í hvert sinn sem vinstri menn komast til valda, hvort sem það er á krepputímum eða ekki.

Þannig að hér er ég nú að blogga um eitthvað sem er ekki frétt, ekki nýtt og örugglega ekki rétt heldur. En tilgangurinn með þessu bloggi er sá að ef einhver les þetta og veit hið rétta í málinu þá mætti gjarnan skrifa frétt um það svo maður geti farið að blogga um það sem rétt er í þessu máli.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð frétt - gott dæmi um tækifæri.

Þetta er dæmi um fyrirtæki sem er orðið samkeppnishæfara en áður á alþjóðamarkaði fyrir tilstuðlan gengisfalls krónunnar auk þess sem hugvit starfsmanna veitir fyrirtækinu forskot burtséð frá verði. Í gengisfalli krónunnar og alvöru góðu hugviti felst gríðarlegur fjöldi tækifæra sem tryggja þarf að menn geti nýtt sem best með því að passa að krónan styrkist ekki um of á næstu árum. Við höfum ekkert að gera með að styrkja krónuna á fölskum forsendum svo þeir sem braska með peninga geti tekið annan snúning á okkur sem fyrst eins og sumir virðast stefna að.
mbl.is Fellikjölur heillar Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband