Nú er veruleikinn að birtast í smá skömmtum.

Moodys segir að heildarskuldir íslenska ríkisins muni nema 150% af landsframleiðslu á næsta ári. Þetta er nú ansi varlega áætlað, en dugir samt til að sturta okkur niður um 2 flokka í matskerfinu. Og er nú lánshæfið svo lítið að á mörkum er að ríkið teljist lengur trúverðugur skuldari.

Það er alveg ljóst að þetta mat Moody´s gefur alls ekki rétta mynd af skuldum og skuldbindingum ríkisins, þannig að það er spurning hvað gerist þegar allur sannleikurinn um stöðu ríkissjóðs verður tekinn til mats hjá þeim. Lausleg samlagning á örfáum þekktum tölum úr skuldasúpu ríkisins sýnir allt annað en Moody´s fær út í sínu mati.

Hér koma bara örfáar tölur þessu til stuðnings. Allar tölur í milljörðum króna.

1. Framlag ríkisins til fjármagnseigenda 1.600,-
2. Icesave, óljóst en varlega áætlað 700,-
3. Fjárlagahalli 2008 og 2009 samtals. 401,-
4. Skuldir seðlabanka ríkisins 506,-

Samtals þessir 4 liðir. 3.207,-

Landsframleiðslan var um 1.476 milljarðar 2008 en verður líklega talsvert minni 2009.
Heildarskuldbindingar vegna þessara 4 liða einna því um 217% af landsframleiðslu 2008.

Hvað skyldi svo gerast þegar við fáum stóru lánin frá vinum okkar í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Þá held ég að öll matsfyrirtæki muni sturta lánshæfismatinu alveg niður á botn og telja okkur endanlega glötuð.


mbl.is Skuldsetning ríkisins kemur í veg fyrir hækkun lánshæfiseinkunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband