Undarleg frétt, er hún rétt??

Í fréttinni kemur fram að tekjuskattur sé rúmlega 37% núna og verði hækkaður í rúm 47% í hæsta þrepi.

Þessar fullyrðingar eru náttúrulega ekki báðar réttar. Tekjuskatturinn í dag er 24,1%.
Það er því spurning hvort það er verið að rugla eitthvað í þessari frétt af hálfu blaðamannsins eða hvort hann hefur fengið ruglaðar upplýsingar úr stjórnkerfinu, það er svo sem ekki nýtt að ýmsar fréttir séu misvitlausar, og þá er þetta kannski engin frétt. Eða hvort ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda tekjuskattinn. Og þá er það auðvitað ríkisstjórnin sem er rugluð og arfavitlaus, en það er heldur ekki ný frétt og í mínum huga engin frétt, heldur bara álíka einföld staðreynd og að núna er árið 2009 eftir Krists burð.

En burtséð frá þessum vangaveltum er löngu vitað að ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta gífurlega, þannig að það er engin ný frétt, heldur bara söguleg staðreynd sem alltaf endurtekur sig í hvert sinn sem vinstri menn komast til valda, hvort sem það er á krepputímum eða ekki.

Þannig að hér er ég nú að blogga um eitthvað sem er ekki frétt, ekki nýtt og örugglega ekki rétt heldur. En tilgangurinn með þessu bloggi er sá að ef einhver les þetta og veit hið rétta í málinu þá mætti gjarnan skrifa frétt um það svo maður geti farið að blogga um það sem rétt er í þessu máli.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að fá réttlæti þolinmæðin er á þrotum engin látin svara til saka enn fullt af fólki í stjórnunarstöðum enn sem ekki ætti að vera þar, afskriftir hafnar hjá útrásarpakkinu og ekki ein króna fundin sem var stungin undan. Stjórnvöld og dómkerfi allgerlega óstarfhæft vegna hagsmunatengsla.

Sigurður Haraldsson, 11.11.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband