Góð frétt - gott dæmi um tækifæri.

Þetta er dæmi um fyrirtæki sem er orðið samkeppnishæfara en áður á alþjóðamarkaði fyrir tilstuðlan gengisfalls krónunnar auk þess sem hugvit starfsmanna veitir fyrirtækinu forskot burtséð frá verði. Í gengisfalli krónunnar og alvöru góðu hugviti felst gríðarlegur fjöldi tækifæra sem tryggja þarf að menn geti nýtt sem best með því að passa að krónan styrkist ekki um of á næstu árum. Við höfum ekkert að gera með að styrkja krónuna á fölskum forsendum svo þeir sem braska með peninga geti tekið annan snúning á okkur sem fyrst eins og sumir virðast stefna að.
mbl.is Fellikjölur heillar Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband