Þurfum hliðstætt kerfi fyrir stjórnmálamenn og aðra fyrirmenn.

Það er auðvitað ágætis mál ef það er eitthvað vit í að umhverfisvotta Ísland. En ef þetta er raunhæft, hugsið ykkur þá bara hvað væri hægt að gera með því að sótthreinsa og gæðavotta stjórnmálamenn og helstu athafnamenn landsins. Þar er virkilega óplægður akur fyrir vottunarséní og gæðagúrúa.

Ef það tækist nú að koma á almennilegu kerfi á þessu sviði myndi kannski eitthvað breytast. Svona vottunarkerfi gæti t.d. tekið til eftirfarandi þátta.

Ættartengsl og önnur vensl í stjórnmála og athafnalífinu.
Eignatengsl og krosseignatengsl í athafnalífinu.
Ógreiddir vinargreiðar vegna vina í athafnalífi og stjórnmálum.
Fjárstuðningur við stjórnmálasamtök.
Vinna við samkeppnishindranir.
Vinna við markaðsmisnotkun.
Eignarhald á fjármálastofnunum.
Málpípur annarra.
Og margt má fleira telja.

Með svona gæðakerfi væri hreinlega hægt að búa til tékklista fyrir stjórnmálamenn og athafnamenn. þetta mætti nota fyrir kosningar til að kjósendur geti áttað sig á hvort nýjir frambjóðendur séu líklegir til að vera framför frá þeim gömlu eða ekki. Og þetta mætti líka nota í viðskiptalífinu til hins sama. Það væri gaman að sjá einhvern fagmann útfæra þetta aðeins lengra.


mbl.is Ísland verði umhverfisvottað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband