Hárrétt afstaða hjá Bretum en þetta er að fara til fjandans engu að síður - lærum af Kínverjum..
9.5.2010 | 19:09
Ég verð nú að vera Alister Darling alveg hjartanlega sammála þegar hann lýsir því yfir að Bretar ætli ekki að borga í sjóð til að styrkja Evruna. Þetta er skynsamleg afstaða, enda eru Bretar búnir að brenna sig talsvert á peningamálum og hafa greinilega lært eitthvað af því. Það er líka ánægulegt að hinn stóri flokkurinn í Bretlandi hefur það á stefnuskrá sinni að halda Bretlandi í hæfilegri fjarlægð frá fjárhagslegu svartholi ESB.
Það eru raunar ekki bara Bretar sem sjá hvert stefnir. Kjósendur í Þýskalandi lýstu óánægju sinni með fyrirhuguð framlög til að bjarga lánardrottnum Grikkja með því að kjósa gegn flokki Merkel í sambandsþingskosningum um helgina.
Allir sæmilega skynsamir menn, sama í hvaða landi þeir búa, sjá og skilja að mesti veikleiki sterks gjaldmiðils er að menn leggja allt í sölurnar til að halda honum sterkum. Það er auðvitað furðuleg afstaða, því gjaldmiðill getur því aðeins verið sterkur að hann geti veikst svo efnahagslífið á gjaldmiðilssvæðinu geti styrkts.
En þessi viðtekni kjánaskapur stjórnmálamanna virðist byggjast á því að fjármálaheimurinn ráði efnahagsmálunum. Ef einhvers staðar þarf að velja um hvort það eru lánardrottnar sem tapa fé á gáleysislegum lánveitingum og okri eða hvort skattgreiðendur eru látnir borga fyrir þá tapið, þá er alltaf valið að láta skattgreiðendur borga, amk. það sem hægt er að plokka af þeim. Meira að segja þó að fjármálastarfsemin sé að stórum hluta byggð á okri og bruðli annars vegar, og því að búa til peninga úr engu hins vegar (sem auðvitað er ekki hægt), þá er alltaf hlaupið upp til handa og fóta að bjarga þessum spilaborgum þegar þær hrynja.
Nú er vandinn hins vegar orðinn svo viðamikill að þetta getur ekki haldið áfram mikið lengur. Endalokin eru fyrirsjáanleg. Það er samt ekki hægt að tímsetja þau nákvæmlega, því enn er verið að reyna að draga fleiri þjóðir í svaðið með því að láta þær blæða fyrir hinar sem geta ekki meir. Það eru ennþá til einhverjir sjóðir sem á að reyna að tæma í dauðteygjum þessa fjármálakerfis sem stjórnar heiminum. En það er alveg ljóst að það dugir skammt. Efnaminni þjóðir heims hafa enga peninga sem máli skipta í þessa hít, og af efnameiri þjóðunum eru fáar eftir til að mjólka. Nú er fjármálasvartholið að ryksuga upp úr síðustu ríkiskössum Evrópu. Það stefnir í að innan skamms verði þeir tómir, rétt eins og Japan og USA og fleiri mikilsmetandi ríkissjóðir.
Þá er ekkert eftir nema sjóðir Kínaveldis, en þeir hafa ekki verið aðgengilegir þessu fjárþyrsta fjármálakerfi hins vestræna heims sökum "skringilegra" stjórnarhátta Kínverja sem greinilega eiga miklu betri hagfræðinga en vestrænar þjóðir. Þeim hefur meira að segja tekist að búa til sannkallað efnahagsundur í landi sínu með fárveikum og handónýtum gjaldmiðli, eins og vestrænir fræðingar skilgreina gjaldmiðil Kínverja.
Sennilega hafa Kínverjar ekki verið nógu duglegir að mennta hagfræðinga sína í háskólum sem haga kennslunni í samræmi við óskir styrktaraðila úr fjármálaheiminum eins og alsiða er á vesturlöndum. Það er líklega ástæðan fyrir því að þeir kunna að hagnýta sér ónýtan gjaldmiðil til góðs fyrir efnahag landsins.
Það stefnir því hratt og örugglega í að ónýtt og úrkynjað fjármálakerfi á vesturlöndum leggja efnahag þess heimshluta í rúst og Kína taki við sem aðal efnahagsstórveldi heimsins. Ég ætla ekkert að leggja mat á hvort það er gott eða ekki, en það stefnir óneitanlega þráðbeint í þessa átt.
Eitt ættu nú Íslendingar að gera sem tengist þessu, það er að ráða hingað Kínverskan fjármálaráðherra og Kínverskan efnahags- og viðskiptaráðherra. Þessir kallar sem við höfum í þessum embættum skilja ekkert hvað þeir eru að gera og valda tómu tjóni á hverju degi. Steingrímur með því að reka ríkissjóð með metfjárlagahalla, 275 milljónum á dag. Og Gylfi með því að taka lán og gera það sem hann getur til að styrkja krónuna svo efnahagslífið í landinu rétti helst aldrei úr kútnum.
Losum okkur við þessa kallaula og ráðum vel menntaða Kínverja í þessi embætti. Ég er að meina þetta í fullri alvöru.
![]() |
Bretar styrkja ekki evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gríðarleg framför í samskiptum?
9.5.2010 | 13:08
Það að taka upp alþjóðleg rótarlén eins og það heitir á góðri íslensku skv. fréttinni sem fylgir hér með, er að mínu mati gríðarlega vafasöm framför í netmálum heimsins.
Einn aðalkosturinn við netið hefur fram að þessu verið sá að það hefur í grunninn notað frekar fá tungumál og enn færri leturgerðir. Þannig hefur það ýtt undir skilning milli notenda þess. Þeir hafa tileinkað sér það sem netið hefur boðið upp á. En nú fer þetta að breytast, nú er að koma að því með alþjóðlegu rótarlénunum að sérhæfing netsins verði meiri og menn fara aftur að híma hver í sínu horni letur- og tungumálalega séð eins og gert var fyrir daga netsins. Nú fer netið að verða svo fullkomið að menn þurfa ekkert að vera að tileinka sér það sem það hefur getað boðið í letri og tungumálum. Nú er netið að verða svo gott að það getur verið á öllum tungumálum og notað fleiri og fleiri leturgerðir. Þá geta menn farið að láta sér duga að nota þær vefsíður sem eru á þeirra tungumáli, með þeirra leturgerð, og þar með losnum við við einn kostinn við netið hingað til. Það hefur einfaldað svo marga hluti með fábreytileika sínum og neytt okkur til að nota færri leturgerðir og tungumál. Þetta hefur verið einn stóri kosturinn við netið. En nú á að takmarka þessa jákvæðu hlið tækninnar með því að gera hana fullkomnari.
Öll þessi tungumál og letur sem við jarðarbúar notum er okkar heimskulegasta og dýrasta sérviska. En svo sterk er þessi sérviskukennd í okkkur að frekar en að fækka tungumálum svo við getum talað betur saman þá leggjum við okkur í líma við að laga allt í kring um okkur að þessari óskiljanlegu sérvisku, að vilja ekki tala sama tungumál, eða nota sama ritmál.
![]() |
Tímamót í sögu netsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eru nokkur þúsund milljarðar ekki góð rök?
8.5.2010 | 19:56
Það vantar engin rök til að grípa til aðgerða eins og frelsissviptinga í þessum málum. Rökin eru ómældar fjárhæðir sem hafa horfið úr bankanum eða verið ráðstafað með óeðlilegum hætti undir stjórn þessara manna. Rökin eru svindl og blekkingar til að láta líta út sem allt væri í besta lagi á sama tíma og bankinn var nánast að verða fokheldur að innan. Rökin eru misnotkun á stjórnvöldum og lánstrausti Íslands. Rökin eru misnotkun á íslenskum almenningi. Rökin eru þjóðhagslega hættulegt tjón sem forsvarsmenn bankanna bökuðu Íslandi með háttsemi sinni. Rökin eru ábyrgðarlaus bankastarfsemi. Rökin eru að stjórnendur greiða sjálfum sér himinhá laun og bónusa vegna góðrar frammistöðu í störfum sínum þegar frammistaðan er í raun hörmuleg. Rökin eru landráð. Rökin eru ótalmörg.
En ég skil ekki hvaða rök eru fyrir því að gera ekkert í að klófesta þýfið. Af hverju eru ekki allar eignir þessara manna frystar? Ég vil fá rök fyrir því aðgerðaleysi.
![]() |
Þarf að færa fram sterk rök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fádæma klaufaskapur sérstaks saksóknara.
8.5.2010 | 17:03
Mér finnst þurfa að staldra aðeins við í þessum glæpamálum bankamannanna. Sérstakur saksóknari hefur hagað sér með alveg hreint fádæma klaufalegum hætti með því að frysta ekki allar eignir þeirra manna sem hann er að láta handtaka eða boða í skýrslutökur.
Nú er staða Sigurðar Einarssonar t.d. sú að hann virðist vera kominn með Gest Jónsson í vinnu fyrir sig á hæsta taxta til að ráðleggja sér um hvernig hann sleppi sem best frá glæpum sínum og væntanlega í framhaldinu að halda uppi vörnum fyrir ómælda fjármuni til forða Sigurði frá sektum og tukthúsvist með öllum tiltækum brögðum. Og þessar varnir á allar að borga með illa fengnu fé úr bankasvindlinu sýnist mér. Það virðist þykja alveg sjálfsagt að þeir sem hafa komist yfir ómælda peninga með glæpum sínum fái að kaupa sér ofurlögfræðinga eins og síldir í tunnu til að verja sig. Varnir Jóns Ásgeirs og félaga í Baugsmálinu kostuðu víst mörg hundruð milljónir, eða kring um milljarð eftir því sem sumir sögðu. Enda sluppu þeir frá flest öllu sem þeir voru kærðir fyrir sem voru sóttir til saka í því máli.
Ef skynsamlega væri nú haldið á málum af hálfu sérstaks saksóknara þá væru auðvitað allar eignir þessara glæpona frystar svo þeir séu ekki að kaupa sér ofurvarnir fyrir stolið fé. Svo fengju þeir bara sinn skipaða verjanda eins og aðrir bankaræningjar. Jafnt á yfir alla bankaræningja að ganga.
Það gengur ekki að nota illa fengið fé úr bankaráninu til að borga Gesti Jónssyni fyrir að halda uppi vörnum fyrir Sigurð Einarsson. Gestur er ágætis náungi á margan hátt og það hlýtur að vera honum erfitt að þurfa að taka við málsvarnarlaunum úr hendi Sigurðar þegar öllum má ljóst vera að féð er allt illa fengið. Alveg eins gæti Sigurður reynt að borga Gesti með stolnum bíl eða fölsuðum hlutabréfum. Með því að taka við slíkum greiðslum myndi Gestur gera sig að glæpanaut Sigurðar. Með því að taka við illa fengnu fé yrði uppi sama staða. Gestur hlýtur því að ætla að veita Sigurði ókeypis varnir ætli hann að hafa hreinan skjöld sjálfur vegna þessara starfa.
En þessum vandræðum getur sérstakur saksóknari afstýrt með því að frysta allar eigur Sigurðar í hvelli. Þá er engin hætta á því lengur að Gestur fái greitt með illa fengnu fé. Sama átti auðvitað að gera við Hreiðar og Magnús.
Og svo átti að skipa þeim öllum opinbera verjendur. Þetta er eina leiðin til að keyptir prívatverjendur þessara manna verði ekki að lokum sökunautar þeirra með því að taka við þýfi úr bankaráninu í málsvarnarlaun. Og nóg eru nú vandræðin þó það bætist ekki við.
![]() |
Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Of dýr maður til að hafa hann í steininum.
7.5.2010 | 19:24
Það var nú varla annað í stöðunni en að leysa Magnús frá störfum. Hann mætir hvort eð er ekki í vinnuna lengur þannig að þetta hefur varla verið flókin ákvörðun hjá stjórn bankans. Og nú er svo mikil kreppa í fjármálaheiminum að það er ekki hægt að hafa svona dýran mann í vinnu ef hann mætir ekki.
Og svo er það Sigurður Einarsson sem mætir ekki hjá sérstökum saksóknara. Hvað á að gera við hann? Sækja hann? Er hann flúinn frá landinu fyrir fullt og allt?
Gráleitum augunum trúi ég hann gjóti,
aumingja Siggi hann þorir ekki heim.
![]() |
Magnús leystur frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fáránleg og villandi frétt.
7.5.2010 | 18:52
Það er nú ljóta ruglið sem kemur stundum frá fjölmiðlum eins og þessi frétt um 290 þús. ný störf í Bandaríkjunum í Apríl. Það er engin frétt, það verða alltaf til einhver ný störf þar í hverjum mánuði.
Það sem er helsta fréttin úr atvinnulífi Bandaríkjanna er sú staðreynd að atvinnuleysið fór í 9,9% í apríl sem er nýtt met. Atvinnuástandið í landinu hefur ekki verið verra það sem af er þessari öld allavega. Kreppan er því enn á fullu í Bandaríkjunum ef marka má atvinnuástandið.
Tölur um smásöluverslun undanfarið valda líka vonbrigðum. Eyðslusemi kanans er full lítil. Þá er olíuvesenið á Mexíkóflóa að eyðileggja afkomu fjölda fólks við flóann. Það er því ekkert sem bendir til annars en versnandi efnahags í Bandaríkjunum rétt eins og Evrópu á næstunni.
![]() |
Störfum fjölgar í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi frétt er búin að birtast óbreytt árum saman - hvað er í gangi?
7.5.2010 | 13:49
Ég byrja á að taka fram að ég hef engan áhuga á fótboltanum.
En það sem veldur þessum áhuga á að blogga um hann er þessi frétt um að KR sé sigurstranglegasta liðið á Íslandsmótinu. Þetta er maður búinn að heyra á hverju einasta vori síðan um 1980 og er orðið eins og vorhret í hausnum á mér. Ekki veit ég hve oft þetta hefur gengið eftir, þ.e. að þeir hafi unnið deildina, eflaust hefur það komið fyrir. En ég skil ekki þessa spá sem er alltaf óbreytt á hverju vori. Hvaða tilgangi þjónar hún? Mér þætti allavega fróðlegt að fá eina frétt þar sem þessi vorspá um sigurstranglegasta liðið er borin saman við lokastöðuna, ca. 30 ár aftur í tímann.
![]() |
Fótboltinn 2010: KR-ingar langlíklegastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður greitt fyrir Tal með stolnu fé?
7.5.2010 | 13:34
Það verður spennandi að sjá hver kaupir Tal. Yfirgnæfandi líkur eru á að það verði keypt fyrir stolið fé. Eftir að það var loksins formlega tekið til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær að allir sem eiga meira en nokkrar milljónir á bankareikningi á Íslandi eru með þýfi á reikningum sínum er vandséð annað en að Tal og önnur félög sem seld verða á næstunni verði greidd með stolnu fé nema erlendir fjárfestar kaupi þau. Og þá skiptir reyndar máli hvort það eru fjárfestar sem tengjast útrásinni gömlu eða ekki.
Allavega er alveg ljóst að það er engin áhersla lögð á að menn standi sig við rekstur félaga á nýja Íslandi. Þegar ríkið stal 1500-2000 milljörðum af skattgreiðendum til að gefa fólki sem hafði ekki meira vit á peningum en svo að það geymdi þá í íslensku bönkunum hjá glæpamönnunum þar þá var sett í framkvæmd sú stefna að laga ekki neitt, heldur halda bara áfram á sömu braut og áður. Spilling og glæpir heitir hún. Ríkið passar upp á sína líka, þar er óráðsían óendanleg og það óráðsíurekstrarform vilja ráðamenn greinilega hafa líka í einkageiranum.
![]() |
Tal auglýst til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18 mánaða bið. - Er þetta upphafið að endinum á biðinni?
7.5.2010 | 13:16
Ef dugur væri í yfirvöldum landsins þá hefði verið byrjað að stinga mönnum úr útrásinni í gæsluvarðhald fyrir 18 mánuðum síðan, í október 2008. Kannski er þetta loksins að gerast núna. Þá á ég við að vonandi er þetta bara byrjunin, það þarf að sækja miklu fleiri. Ekki svo að skilja að það sé mér neitt gleðiefni að þessir menn séu læstir bak við rimla, síður en svo. Ég hálf vorkenni þeim og sérstaklega þeirra aðstandendum. En miðað við afleiðingar af veru þessara manna í bönkunum og viðskiptalífinu sem hafa verið kallaðir útrásarvíkingar þá er bara bráðnauðsynlegt að vista þá bak við lás og slá á kostnaði ríkisins. Það er öllum læsum og hugsandi mönnum ljóst að bankarnir og mörg fleiri fyrirtæki voru rekin eins og hver önnur glæpamafía og bankarnir svo að lokum rændir innanfrá. Þetta vitum við öll að er ekki eðlilegt sama hvaða lögfræðibulli er beitt til að verja þetta. Þess vegna verða eigendur og stjórnendur að sæta ábyrgð bak við lás og slá.
Það sem maður óttast mest núna er að þessi silagangur stjórnvalda við að taka á málinu sé búinn að kosta gríðarlegar fjárhæðir í nýjum fléttum og undanskoti fjármuna á þessum 18 mánuðum sem fóru til spillingar. (Eða til spillis eins og það var víst yfirleitt kallað hér áður fyrr)
Ljósi punkturinn í þessu er þó sá að vonandi kemur fleira í ljós þegar þessir eru yfirheyrðir þannig að hægt verði að rekja slóðina áfram.
Svo eru það undanbragðafléttur annarra, stjórmálamanna og embættismanna, sem þarf að hafa áhyggjur af. Nú koma þeir allir til með að reyna að skýla sér á bak við fjaðrafokið út af þessum handtökum. Láta eins og nú sé búið að nappa sökudólgana og allir aðrir séu saklausir. En þeir mega heldur ekki sleppa, tjónið er allt of mikið til stjórnsýslan sleppi við að sæta ábyrgð. Við verðum að halda pressu á þetta vanhæfa og spillta lið á Alþingi og í embættismannakerfinu. Það má ekki linna látunum fyrr en búið er að taka á þeirra hlut í hruninu líka.
Eitt það áhrifamesta í spillingunni á Alþingi frá hruni er það sem m.a. ég hef bloggað um nokkrum sinnum og loksins komst í fréttaumfjöllun í gær, að stjórnmálamenn stálu 1500-2000 milljörðum af skattgreiðendum til að gefa þeim sem höfðu tapað peningum sínum í viðskiptum við glæpamennina í bönkunum. Þetta er risastór ríkisþjófnaður sem þarf að taka á. Þarna fengu örfá prósent landsmanna gefna 1500-2000 milljarða frá ríkinu. Okkur hinum er sagt að þegja bara og borga okkar skuldir með 20-30% vöxtum og verðtryggingu ofan á stórhækkaða skatta og aðra rányrkju ríkisstjórnarinnar. Svei þessu auma liði og megi bölvun fylgja því út yfir gröf og dauða verði þetta ekki leiðrétt.
Sé það vilji ríkisins að gefa 2000 milljarða er best að það dreyfist jafnt á alla. Sé það vilji ríkisins að bæta eignarýrnun út af hruninu er best að það eigi við um allar eignir. En það er ekki í anda Hróa hattar eða nokkurrar skynsemi að ríkið geri ræningjaflokka út á þá efnaminni til að bæta hag þeirra alríkustu eins og hér hefur verið gert.
![]() |
Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáum William Black til að fást við spillinguna og glæpamennina.
5.5.2010 | 21:49
Hér að neðan set ég tengingu á Facebook síðu fólks sem vill fá William Black til að hjóla í spillta pólitíkusa og glæpamenn sem hafa farið ránshendi um Ísland. Þessi maður er talinn hæfur til að reyta illgresið úr fjármálalífi og stjórnmálum Íslands. Sjáum hvað hann getur, fáum hann í verkið.
Það er greinilegt að Ísland er svo spillt að ekki er einu sinni hægt til málamynda að fara að tilmælum um lágmarksaðgerðir gegn spillingu.
Þetta skýrir kannski ágætlega af hverju ekkert er að gerast hér heimafyrir í að taka á þessu hruni og þeim sem bera ábyrgð á því og peningunum sem hurfu úr fjármálakerfi landsins.
Við náum aldrei neinum árangri í að uppræta þetta spillingar illgresi í okkar þjóðfélagi nema fá til þess utanaðkomandi illgresiseyði. Ég hvet fólk því til að leita allra ráða til að komast yfir svoleiðis illgresiseyði. Styðjið þá sem vilja nýta sér þekkingu og krafta William Black til að takast á við vandann.
http://www.facebook.com/group.php?gid=119325251419779&v=wall&ref=search
![]() |
Eftirfylgni Íslands óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég held að Jón Ásgeir og frú hafi lagt línurnar fyrir lánveitingar ársins þegar þau tóku sín 440 milljóna kúlulán vegna skuldauppgjörs við Landsbankann, eftir því sem fjölmiðlar höfðu eftir frúnni.
Þau lán voru óverðtryggð kúlulán til um 10 ára tryggð með veðum langt fyrir ofan raunverulegt verðmæti þeirra eigna sem til tryggingar eru.
Er þetta ekki bara málið. Að breyta öllum lánum í óverðtryggð kúlulán til 10 ára með engu veði? Vonandi verður þessi fjármálaafurð í boði í Bónus fyrir almenning á næstu dögum. Bónus býður best, er það ekki?
![]() |
Verðtrygging heimil ef skuldbreytt er |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Yfirvöld með slæma samvisku. - Hvar eru ákærur sérstaks saksóknara?
30.4.2010 | 12:19
Lögregluviðbúnaður og ólæti í dómhúsinu sýna vel hve íslensk stjórnvöld hafa slæma samvisku. Þau draga nokkra mótmælendur fyrir dóm fyrir það eitt að hafa mótmælt óréttlæti stjórnvalda í alþingishúsinu.
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara að skilja að alþingi er engin prívatsamkoma sem þingmenn geta haft fyrir sig eina.
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara að skilja að það er enginn glæpur að mótmæla fjársvikum, bankaránum, spillingu og dugleysi. Það er hins vegar glæpur þegar stjórnvöld standa sig ekki í stykkinu. Það er glæpur þegar mest öllu sparifé landsmanna hefur verið stolið af þeim. Það er glæpur þegar stjórnvöld aðhafast ekki gagnvart hinum raunverulegu glæpamönnum.
Ég legg til að stjórnvöld í þessu landi fari nú að vinna vinnuna sína og dragi raunverulega glæpamenn fyrir dóm í stað þess eins að vilja dæma þá sem mótmæla spillingu og dugleysi. Hættið að siga lögreglunni á fólkið í landinu. Þið hafið ennþá tækifæri til að snúa við blaðinu áður en lögreglan og almenningur taka höndum saman um að stinga ykkur sjálfum bak við læstar dyr.
Var ekki sérstakur saksóknari að boða einhverjar ákærur í þessum mánuði? Nú er síðasti virkur dagur mánaðarins langt liðinn og ekki frést af neinni kæru frá honum? Hvað er í gangi í þessu gjörspillta landi?
![]() |
Viðbúnaður í héraðsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hverjir eiga þessa banka og lyklana að ríkiskassanum??
29.4.2010 | 12:40
Bankarnir eru að hirða upp allt sem þeir geta af Íslendingum. Ríkið er búið að hlaupa heldur betur undir bagga með þessum glæpafyrirtækjum og nú heldur glæpastarfsemin áfram með stuðningi ríkisstjórnarinnar.
Í staðinn fyrir að það er verið að hirða mest allar eigur landsmanna af bönkunum, og búið að ráðstafa mest öllum tekjum landsmanna næstu árin í að borga fyrir bankana óreiðuna frá undanförnum árum, fáum við ekki einu sinni að vita hverjir eiga bankana, og þar með landið og tekjur fólksins í því á næstu árum. Viðskiptaráðherrann bráðgreindi telur það engu skipta hver á þrælabúðirnar. Hann ætlar bara að vona að krónan styrkist sem fyrst svo þjóðin komist alls ekki nokkurn tíma út úr skuldunum. Það er ágætt að hafa krónuna svo sterka að ekkert sé hægt að framleiða eða selja í þessu landi og þjóðin þurfi sem lengst að treysta á erlend lán fyrir sem flestu sem neytt er í landinu.
Það eina sem maður hefur heyrt um þetta bankaeignarhald er að glæpamaðurinn afskandi, Jón Ásgeir Jóhannesson og bankamaðurinn gamalreyndi, Sigurður Einarsson séu að eignast Arion banka aftur að stórum hluta í gegn um einhverja sjóði í póstkössum erlendis. Ég veit auðvitað ekkert hvort þessi orðrómur er sannur, en honum hefur allavega ekki verið neitað eða sýnt fram á að hann sé rangur.
Þetta er nýja Ísland. Það er ekkert líkt gamla Íslandi. Gamla Ísland var bara gráðugt, rotið og gjörspillt. Nýja Ísland er miklu rotnara, spilltara, gráðugra, glæpsamlegra og verra en það gamla.
Árni Johnsen, sá stórgóði og flekklitli maður í skrautlegri flóru gjörspilltra alþingismanna, tók til máls um þetta á Alþingi í dag og líst greinilega ekki vel á starfsemi bankanna um þessar mundir.
Mér fannst nú Árni samt misskilja hlutina þegar hann sagði sem svo að bankarnir væru "ríki í ríkinu." Miklu réttara væri að segja að ríkið sé "ríki í bönkunum". Ég get allavega ekki annað séð en að ríkið sé bara einhverskonar styrktaraðili bankanna og glæpanautur í ófyrirleitnum kúgunarðagerðum þeirra í skjóli ríkisverndar og laga um verðtryggingu og vaxtaokur.
![]() |
Verið að fremja níðingsverk í bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vitlausasta lausnin endurtekin.
28.4.2010 | 15:24
Það er ekkert vitlausara en að lána Grikkjum fyrir lánum sem þeir geta ekki borgað af. Alveg jafn vitlaust og fyrir íslensk stjórnvöld að grenja út sambærileg lán fyrir skuldum sem íslensk fyrirtæki gátu ekki borgað.
Það er ekkert verið að bjarga neinum ríkjum með þessum lánum. Það er bara lygi. Það er verið að bjarga lánveitendum. Og það er ekki bara verið að bjarga þeim, það er líka verið að tvöfalda eða jafnvel þrefalda gróða þeirra. Í þessu fjármálaumhverfi er nefnilega gróðavænlegast af öllu að veita lán til ríkja sem geta ekki borgað þau. Um leið og ljóst er að ríki getur ekki borgað af lánum sínum hækkar skuldatryggingarálagið og kostnaðurinn við lánin vex upp úr öllu valdi. Á sama tíma er verið að láta önnur ríki, eins og t.d. Þýskaland, sem kemur vandamálið ekkert við veita sjálfskuldarábyrgð fyrir þessum okurgróða. Þannig er það gert að gróðavænlegustu fjármálastarfsemi í heimi að lána til ríkja sem geta ekki borgað til baka. Þetta er svo ótrúlega vitlaust að ég legg til að orðinu "Hálfviti" verði bætt í titla allra þeirra sem standa fyrir þessu.
Þannig yrði Dominique Strauss-Kahn ávarpaður "Herra hálfviti Framkvæmdastjóri AGS, Dominique Strauss-Kahn." eða á sambærilegan hátt á erlendum málum.
Málið er nefnilega það að titlar manna eiga að endurspegla stöðu þeirra en ekki gefa uppskrúfaða og afbakaða mynd af þeim.
Og að sjálfsögðu verða lánveitendur og skuldarar að semja sín á milli um skuldirnar og vaxtakjörin þegar skuldarar geta ekki lengur greitt af skuldunum. Hvaða glóra er í því að búa til sjálfskuldarábyrgðir óviðkomandi aðila eftirá? Ef menn hafa verið of brattir að lána peninga geta þeir búist við að tapa einhverju af þeim. Ef menn hækka stöðugt vexti til ríkja í erfiðleikum eykur það auðvitað á vandann. Þessum fíflagangi á ekki að bjarga með opinberu fé óviðkomandi aðila. Þessi fáránlega leið sem m.a. íslensk stjórnvöld hafa valið og á nú að troða upp á Grikkina getur aldrei gert nema illt verra, frestað vanda og aukið á hann. Dregið fleiri í svaðið. Og að lokum munu lánveitendur hvort eð er tapa fé sínu. Þeir tryggja það best sjálfir með óráðsíu sinni og okri og ófyrirleitni.
![]() |
Gætu þurft 120 milljarða evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var mamma hans að skamma hann?
22.4.2010 | 10:51
Þó það sé virðingarvert þegar menn sjá að sér og viðurkenna mistök sín þá held ég að í tilfelli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verði nú fleira að koma til. Hann þarf að leggja öll spilin á borðið og upplýsa þau mál sem að honum snúa. Það er heldur ekki tímabært að gefa út loforð til þjóðarinnar um að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta fyrir mistökin. Kannski verður slíkt helst gert með því að hann komi ekki framar nálægt viðskiptum. Og varla er hægt að taka mark á þessu fyrr en hann hefur lagt fram allar nauðsynlegar upplýsingar til að rekja megi allt fjárstreymi í kringum hann og félög hans undanfarin ár. Hann minnist ekkert á milljarðinn frá Pálma í Fons, hann minnist ekkert á 300 milljarða prívatskuldir fjölskyldunnar eða í hvað þær hafa farið. Hann skýrir ekki hvers vegna yfir 50% af eigin fé allra stóru bankanna var bundið í lánveitingum til félaga hans.
Við fyrstu sýn dettur mér í hug að mamma hans hafi sagt honum að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar í staðinn fyrir að halda áfram að vera harður og hortugur. Hún hefur ærna ástæðu til að siða drenginn, hann plataði hana í 64,5 milljarða skuldir eftir því sem marka má af skýrslunni frægu frá rannsóknarnefnd Alþingis.
![]() |
Missti iðulega sjónar á góðum gildum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)