Legg til að öllum lánum verði breytt í óverðtryggð kúlulán til 10 ára eða lengur.

Ég held að Jón Ásgeir og frú hafi lagt línurnar fyrir lánveitingar ársins þegar þau tóku sín 440 milljóna kúlulán vegna skuldauppgjörs við Landsbankann, eftir því sem fjölmiðlar höfðu eftir frúnni.

Þau lán voru óverðtryggð kúlulán til um 10 ára tryggð með veðum langt fyrir ofan raunverulegt verðmæti þeirra eigna sem til tryggingar eru.

Er þetta ekki bara málið. Að breyta öllum lánum í óverðtryggð kúlulán til 10 ára með engu veði? Vonandi verður þessi fjármálaafurð í boði í Bónus fyrir almenning á næstu dögum. Bónus býður best, er það ekki?


mbl.is Verðtrygging heimil ef skuldbreytt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu, hafði einmitt verið að hugsa þetta sama...hvort það væri ekki verið að leggja línuna þarna fyrir þann vanda sem heimilin eru í með þessi húsnæðislán sem og fyrirtækin og þá sem þurfa. Góður punktur hjá þér annars.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 22:40

2 identicon

Úr fjármálaverkfræði 703: 

  • Lán = Peningar sem þú færð að láni og borgar til baka
  • Kúlulán = Peningar sem þú færð að láni og borgar hugsanlega til baka
  • Framlengt kúlulán = Peningar sem þú færð að láni og borgar ekki til baka

Auðvitað taka alvöru fjármálaverkfræðingar kúlulán og framlengja það svo. Við erum mjög heppin að eiga svona góðan hóp af fjármálaverkfræðingum sem eru að kenna okkur almúganum öll þessi trikk (lán eru eitthvað svo 2004 og víxlar eitthvað svo 1990).

Björn (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 01:20

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sjáðu til Jón.

Yfirveðsettar eignir skattsvikara eru enginn happafengur fyrir íslenska ríkið...

Er ekki ennþá viðurkennt af íslenskum stjórnvöldum að gæsluvarðhald á grunuðum afbrotamönnum hefði átt að eiga sér staða þá strax við fall bankana og eignir eiganda þeirra kyrrsettar þá uns rannsókn hefði farið fram til að koma málunum á hreint...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 1.5.2010 kl. 06:13

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki hægt að skilja þessa lántöku Ingibjargar og Jóns öðruvísi en dulbúna niðurfellingu skuldar. Ef lánastofnun er tilbúin til að lána án raunverulgs veðs, er sú lánastofnun að viðurkenna að peningarnir eru tapaðir.

Gunnar Heiðarsson, 1.5.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband