Hverjir eiga þessa banka og lyklana að ríkiskassanum??

Bankarnir eru að hirða upp allt sem þeir geta af Íslendingum. Ríkið er búið að hlaupa heldur betur undir bagga með þessum glæpafyrirtækjum og nú heldur glæpastarfsemin áfram með stuðningi ríkisstjórnarinnar.

Í staðinn fyrir að það er verið að hirða mest allar eigur landsmanna af bönkunum, og búið að ráðstafa mest öllum tekjum landsmanna næstu árin í að borga fyrir bankana óreiðuna frá undanförnum árum, fáum við ekki einu sinni að vita hverjir eiga bankana, og þar með landið og tekjur fólksins í því á næstu árum. Viðskiptaráðherrann bráðgreindi telur það engu skipta hver á þrælabúðirnar. Hann ætlar bara að vona að krónan styrkist sem fyrst svo þjóðin komist alls ekki nokkurn tíma út úr skuldunum. Það er ágætt að hafa krónuna svo sterka að ekkert sé hægt að framleiða eða selja í þessu landi og þjóðin þurfi sem lengst að treysta á erlend lán fyrir sem flestu sem neytt er í landinu.

Það eina sem maður hefur heyrt um þetta bankaeignarhald er að glæpamaðurinn afskandi, Jón Ásgeir Jóhannesson og bankamaðurinn gamalreyndi, Sigurður Einarsson séu að eignast Arion banka aftur að stórum hluta í gegn um einhverja sjóði í póstkössum erlendis. Ég veit auðvitað ekkert hvort þessi orðrómur er sannur, en honum hefur allavega ekki verið neitað eða sýnt fram á að hann sé rangur.

Þetta er nýja Ísland. Það er ekkert líkt gamla Íslandi. Gamla Ísland var bara gráðugt, rotið og gjörspillt. Nýja Ísland er miklu rotnara, spilltara, gráðugra, glæpsamlegra og verra en það gamla.

Árni Johnsen, sá stórgóði og flekklitli maður í skrautlegri flóru gjörspilltra alþingismanna, tók til máls um þetta á Alþingi í dag og líst greinilega ekki vel á starfsemi bankanna um þessar mundir.
Mér fannst nú Árni samt misskilja hlutina þegar hann sagði sem svo að bankarnir væru "ríki í ríkinu." Miklu réttara væri að segja að ríkið sé "ríki í bönkunum". Ég get allavega ekki annað séð en að ríkið sé bara einhverskonar styrktaraðili bankanna og glæpanautur í ófyrirleitnum kúgunarðagerðum þeirra í skjóli ríkisverndar og laga um verðtryggingu og vaxtaokur.


mbl.is Verið að fremja níðingsverk í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband