Vitlausasta lausnin endurtekin.

Það er ekkert vitlausara en að lána Grikkjum fyrir lánum sem þeir geta ekki borgað af. Alveg jafn vitlaust og fyrir íslensk stjórnvöld að grenja út sambærileg lán fyrir skuldum sem íslensk fyrirtæki gátu ekki borgað.

Það er ekkert verið að bjarga neinum ríkjum með þessum lánum. Það er bara lygi. Það er verið að bjarga lánveitendum. Og það er ekki bara verið að bjarga þeim, það er líka verið að tvöfalda eða jafnvel þrefalda gróða þeirra. Í þessu fjármálaumhverfi er nefnilega gróðavænlegast af öllu að veita lán til ríkja sem geta ekki borgað þau. Um leið og ljóst er að ríki getur ekki borgað af lánum sínum hækkar skuldatryggingarálagið og kostnaðurinn við lánin vex upp úr öllu valdi. Á sama tíma er verið að láta önnur ríki, eins og t.d. Þýskaland, sem kemur vandamálið ekkert við veita sjálfskuldarábyrgð fyrir þessum okurgróða. Þannig er það gert að gróðavænlegustu fjármálastarfsemi í heimi að lána til ríkja sem geta ekki borgað til baka. Þetta er svo ótrúlega vitlaust að ég legg til að orðinu "Hálfviti" verði bætt í titla allra þeirra sem standa fyrir þessu.

Þannig yrði Dominique Strauss-Kahn ávarpaður "Herra hálfviti Framkvæmdastjóri AGS, Dominique Strauss-Kahn." eða á sambærilegan hátt á erlendum málum.

Málið er nefnilega það að titlar manna eiga að endurspegla stöðu þeirra en ekki gefa uppskrúfaða og afbakaða mynd af þeim.

Og að sjálfsögðu verða lánveitendur og skuldarar að semja sín á milli um skuldirnar og vaxtakjörin þegar skuldarar geta ekki lengur greitt af skuldunum. Hvaða glóra er í því að búa til sjálfskuldarábyrgðir óviðkomandi aðila eftirá? Ef menn hafa verið of brattir að lána peninga geta þeir búist við að tapa einhverju af þeim. Ef menn hækka stöðugt vexti til ríkja í erfiðleikum eykur það auðvitað á vandann. Þessum fíflagangi á ekki að bjarga með opinberu fé óviðkomandi aðila. Þessi fáránlega leið sem m.a. íslensk stjórnvöld hafa valið og á nú að troða upp á Grikkina getur aldrei gert nema illt verra, frestað vanda og aukið á hann. Dregið fleiri í svaðið. Og að lokum munu lánveitendur hvort eð er tapa fé sínu. Þeir tryggja það best sjálfir með óráðsíu sinni og okri og ófyrirleitni.


mbl.is Gætu þurft 120 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband