Fádæma klaufaskapur sérstaks saksóknara.

Mér finnst þurfa að staldra aðeins við í þessum glæpamálum bankamannanna. Sérstakur saksóknari hefur hagað sér með alveg hreint fádæma klaufalegum hætti með því að frysta ekki allar eignir þeirra manna sem hann er að láta handtaka eða boða í skýrslutökur.

Nú er staða Sigurðar Einarssonar t.d. sú að hann virðist vera kominn með Gest Jónsson í vinnu fyrir sig á hæsta taxta til að ráðleggja sér um hvernig hann sleppi sem best frá glæpum sínum og væntanlega í framhaldinu að halda uppi vörnum fyrir ómælda fjármuni til forða Sigurði frá sektum og tukthúsvist með öllum tiltækum brögðum. Og þessar varnir á allar að borga með illa fengnu fé úr bankasvindlinu sýnist mér. Það virðist þykja alveg sjálfsagt að þeir sem hafa komist yfir ómælda peninga með glæpum sínum fái að kaupa sér ofurlögfræðinga eins og síldir í tunnu til að verja sig. Varnir Jóns Ásgeirs og félaga í Baugsmálinu kostuðu víst mörg hundruð milljónir, eða kring um milljarð eftir því sem sumir sögðu. Enda sluppu þeir frá flest öllu sem þeir voru kærðir fyrir sem voru sóttir til saka í því máli.

Ef skynsamlega væri nú haldið á málum af hálfu sérstaks saksóknara þá væru auðvitað allar eignir þessara glæpona frystar svo þeir séu ekki að kaupa sér ofurvarnir fyrir stolið fé. Svo fengju þeir bara sinn skipaða verjanda eins og aðrir bankaræningjar. Jafnt á yfir alla bankaræningja að ganga.

Það gengur ekki að nota illa fengið fé úr bankaráninu til að borga Gesti Jónssyni fyrir að halda uppi vörnum fyrir Sigurð Einarsson. Gestur er ágætis náungi á margan hátt og það hlýtur að vera honum erfitt að þurfa að taka við málsvarnarlaunum úr hendi Sigurðar þegar öllum má ljóst vera að féð er allt illa fengið. Alveg eins gæti Sigurður reynt að borga Gesti með stolnum bíl eða fölsuðum hlutabréfum. Með því að taka við slíkum greiðslum myndi Gestur gera sig að glæpanaut Sigurðar. Með því að taka við illa fengnu fé yrði uppi sama staða. Gestur hlýtur því að ætla að veita Sigurði ókeypis varnir ætli hann að hafa hreinan skjöld sjálfur vegna þessara starfa.

En þessum vandræðum getur sérstakur saksóknari afstýrt með því að frysta allar eigur Sigurðar í hvelli. Þá er engin hætta á því lengur að Gestur fái greitt með illa fengnu fé. Sama átti auðvitað að gera við Hreiðar og Magnús.
Og svo átti að skipa þeim öllum opinbera verjendur. Þetta er eina leiðin til að keyptir prívatverjendur þessara manna verði ekki að lokum sökunautar þeirra með því að taka við þýfi úr bankaráninu í málsvarnarlaun. Og nóg eru nú vandræðin þó það bætist ekki við.


mbl.is Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Öflug færsla. Tek undir hvert orð.

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 17:38

2 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

heyr heyr

Jóhanna Garðarsdóttir, 9.5.2010 kl. 10:38

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nákvæmlega! Snilldarfærsla þetta....

Óskar Arnórsson, 9.5.2010 kl. 23:25

4 identicon

Vandamálið er minn kæri: Þessir menn sem þú vitnar til búa allir erlendis með flestar sínar eigur þar. Það þarf að sýna fram á hreinar og klárar ólöglegar eignatilfærslur til þess að geta farið fram á kyrrsetningu. Þessir menn voru allir í forsvari fyrir banka og því þarf að eiga sér gríðarlega vinna áður en er hægt að færa öflug rök fyrir kyrrsetningu eigna. Það er líka enn flóknara og vart gerlegt að frysta eigur manna erlendis áður en mál eru fullrannsökuð

Þú hefði getað sparað þér færsluna með því einu að kynna þér lög og reglur landsins þíns. Það reyndar á við um ansi marga, gapandi út í loftið með allskyns rangfærslum um hluti sem það veit ekkert um. 

Grímur (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 23:35

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Grímur og takk fyrir gáfulega athugasemd. Ég minni bara á að þessir menn búa flestir í Bretlandi. Og voru það ekki Bretar sem settu hryðjuverkalög á bankana út af óeðlilegum eignatilfærslum? Með þeim lögum voru m.a. eignir íslendinga í þessum bönkum erlendis frystar á augabragði og líka gullforði ríkisins í Bretlandi. Þetta var gert með skjótum hætti og án þess að spyrja um íslensk lög og var samt fullkomlega löglegt. Það eru nóg ráð og nægar ástæður til að bregaðst skjótt við ef vilji er fyrir hendi. Að halda uppi vörnum fyrir seinagang íslenskra yfirvalda í þessum málum er bara eins og hver önnur meðvirkni í mínum huga, auk þess að vera innihaldslaust gaspur á engum rökum byggt.

Jón Pétur Líndal, 11.5.2010 kl. 08:13

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það má frysta eigur manna í byrjun rannsóknar og ekki eftir rannsókn. Grímur þarf að kynna sér orðið "rangfærsla" svo hann viti hvað það þýðir.... Það sem ætti að vekja stærsta athygli er einmitt sá seinagangur sem fólk viðurkenna núna. Allt sem liggur til grundvallar handtökum í dag, var staðreynd fyrir tveimur árum. Það hefur bara tekið þennan tíma fyrir yfirvöld og dómsvald að þora að bregðast við...

Óskar Arnórsson, 13.5.2010 kl. 20:18

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Óskar og takk fyrir athugasemdina. Það er nú komið í ljós að það er enginn vandi að frysta eignir blásaklausra manna ef ástæða þykir til. Það þarf ekki einu sinni að fara saman við opinbera rannsókn. Nóg er að sýna fram á tjón í einkaviðskiptum til að gera þetta. Og það er líka komið í ljós að það eru víðar til lög að fara eftir en á Íslandi. Þökk sé siðmenningunni að löggjöf er sums staðar skynsamlegri en hér. Allt að einu þá staðfesta málshöfðanir og úrskurðir í málum bankaræningjanna síðustu daga að íslensk yfirvöld eru máttlaus og undir stjórn spillingarafla sem hefur tekist að tefja eðlilegan framgang réttvísinnar í eitt og hálft ár með útúrsnúningum og afsökunum og tilvísunum í íslenska lagaþvælu.

Jón Pétur Líndal, 13.5.2010 kl. 21:08

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

það getur eiginlega hver sem er "fryst" greislur fyrir hvað sem er. Ef t.d. ég held að skuld í banka sé vitlaus, þá má ég setja greiðsluna inn á "deposit" reikning eða til lögfræðings, þangað til að búið er að skera úr um hvort greiðslan sé rétt eða ekki. Ég verð í skilum enn sá sem krefst greiðslunnar fær hana ekki. Það lá ljóst fyrir að það átti að frysta allar eignir þessara manna í byrjun rannsóknar. Og það eru og voru fullar lagaheimildir til þess líka..Það var bar ekki gert þá, og vonandi er fólk að sjá að sér núna. Það er versta mál þegar"aðallinn" uppgvötar að lög í landinu gildir fyrir þá líka...og það er alveg nýtt á Íslandi ef það skeður...

Óskar Arnórsson, 13.5.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband