Færsluflokkur: Bloggar
Dropi í hafið
29.1.2010 | 13:50
Þó þessi jákvæði viðskiptajöfnuður eigi sér líklega enga hliðstæðu í Íslandssögu síðari tíma þá er ekkert gagn að þessu. Til að borga Icesave eitt og sér þyrfti að nota þennan afgang í ca. 10 ár samfellt, til að gera upp opinberar skuldir þyrfti þennan afgang í 40 ár samfellt.
Og til að borga alla 17.000 milljarðana sem krafist er greiðslu á úr þrotabúum útrásarsnillinganna þyrfti þennan afgang í 195 ár.
Ofangreindir útreikningar miðast við að skuldirnar bíði vaxtalausar eftir að greiðslur berist.
Ársvextir af opinberum skuldum eru miklu hærri en þetta. Fjárlagahalli ríkisins er af þessari stærðargráðu. Það er því ekki sjens að þetta geri neitt gagn. Það eru ekki einu sinni líkur á að hægt verði að nota þetta til að greiða eina einustu krónu af höfuðstól erlendra skulda. Fjárlagahallinn og vextirnir éta þetta allt upp og gott betur. Þetta sýnir enn og aftur hve illa nokkrir menn hafa farið með efnahag landsins. Og sýnir líka veruleikafirringu stjórnvalda að halda að það sé hægt að borga það sem þau eru að skrifa undir.
![]() |
Vöruskiptin hagstæð um 87,2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helstu bankar heimsins eru svikamillur.
28.1.2010 | 19:03
Það er nú svo merkilegt að lausleg athugun í Bandaríkjunum hefur leitt það í ljós að nú í kreppunni eru greidd hærri laun og bónusar en nokkru sinni fyrr í helstu fjármálafyrirtækjum þar í landi.
Morgan Stanley t.d. greiddi út til starfsmanna 94% af tekjum sínum á síðasta ári, en aðeins 61% árið 2005 þegar reksturinn var í góðum gír.
Citygroup á líklega metið, greiddi starfsfólki 145% af tekjum bankans á síðasta ári. Þannig að ekki er nú mikið eftir þar annað en stórtap af þessum fáránleika.
Svipað er uppi á teningnum hjá öðrum stórum bönkum í Bandaríkjunum.
Þá má segja að nánast allur peningur til björgunaraðgera bankanna hafi runnið til starfsfólks, alls um 135 milljarðar dollara. Viðskiptavinir og almennir hluthafar bankanna njóta hvorki góðs af velgengni þeirra né fjárstyrkjum til þeirra. Forstjórar bankanna sem jafnframt eru stórir hluthafar mjólka þessi fyrirtæki og ræna orðið hverri krónu sem þeir afla sér.
Almennir hluthafar í Bandaríkjunum eru að vakna upp við það að engir peningar eru eftir til að greiða þeim arð, að þeir eru hafðir að fíflum með því að stjórnendur bankanna greiða út miklu hærri laun og kaupauka þegar illa gengur en þegar vel gengur. Og það er þetta kerfi sem AGS er að innheimta fyrir þegar þeir heimta að við borgum allt sem útrásarliðið er búið að stela með samstarfsmönnum sínum um allan heim. Gleymum því ekki.
Eflaust er þetta með svipuðum hætti í Bretlandi þannig að ekki er að furða þótt bankakerfið þar þyki ekki lengur traust.
Meira má lesa um þetta hér:
http://finance.yahoo.com/banking-budgeting/article/108687/ailing-banks-favor-salaries-over-shareholders
![]() |
Breska bankakerfið ekki lengur það stöðugasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.1.2010 kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hringavitleysa.
27.1.2010 | 19:48
Fjárfestar kaupa sér varnir gegn mögulegu greiðslufalli fullvalda ríkja í fimmfalt meira mæli en varnir gegn greiðslufalli fyrirtækja.
Þetta er rakið til þess að fjárfestar óttast að hallarekstur margra ríkja sé orðinn óviðráðanlegur vegna fjárausturs til fjárfesta og fjármálafyrirtækja í kreppunni.
Fjárfestar eru sem sagt með þessu að staðfesta að þeir séu búnir að blóðmjólka mörg ríki umfram það sem þau geta borgað. Þess vegna þurfa þeir nú að kaupa sér tryggingar vegna greiðslufalls frá þessum ríkjum. Á sama tíma hafa fjárfestar litlar áhyggjur af greiðslufalli fyrirtækja, enda er búið að færa alla fjármuni frá hinu opinbera til fyrirtækjanna þannig að þau ættu að þrauka um sinn. Svo má búast við hækkandi skuldatryggingarálagi á öll þessi ríki sem gerir stöðu þeirra enn verri. Svona er nú fjármálakerfið búið að ræna völdum í þessum heimi. Samt er nú eitthvað sem segir mér að þeir muni ekki lengi halda sínum ránsfeng.
Skv. þessu þá eru ríki almennt að bregðast á kolrangan hátt við kreppunni. Í stað þess að leyfa gjaldþrota fyrirtækjum að fara á hausinn og leyfa nýjum að spretta upp í staðinn, þá var farin sú leið að ausa öllu tiltæku fé og meiru til í gjaldþrota fjármálakerfi, halda niðri öllum heilbrigðum rekstri og setja fjölmarga ríkissjóði á hausinn. Með þessu er búið að verðlauna alla mestu skussa heimsins í fjármálum og fyrirtækjarekstri. Þetta er það sem menn halda að leysi heimskreppuna. Ótrúlega geta margir menn verið jafn heimskir á sama tíma að þetta skuli vera lausnin.
Eða kannski er þetta ekki eintóm heimska, sumir eru greindari en þetta, en jafna það þá út með spillingu.
![]() |
Fjárfestar grípa til varna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þorði ekki að spurja vinnufélagann hvort hann vildi ís.
27.1.2010 | 19:31
Ég var staddur í sjoppu í dag með Birni vinnufélaga. Við ætluðum að fá okkur eitthvað snarl. Útvarpið var í gangi og eitthvað af fólki þarna, m.a. tveir lögreglumenn sem voru líka að kaupa sér eitthvað að borða. Þeir voru næst á undan okkur í röðinni, vasklegir menn.
Við Björn vorum búnir að ákveða að fá okkur hamborgara eins og stundum áður. Á meðan ég beið eftir að tekin yrði niður pöntun var ég að skoða tilboðin og sá ég að ís var á fínu tilboði í sjoppunni og hugsaði sem svo að ég ætti nú kannski að bjóða Birni upp á ís í eftirrétt. Ég var allavega glorhungraður og ekki viss um að verða saddur af hammaranum. Ég ætlað að fara að spyrja Björn hvort hann vildi ís þegar ég heyrði í útvarpinu að löggan hefði umkringt ísbjörn fyrir norðan og búið að skjóta hann. Orðin "Viltu ís Björn?" frusu á vörunum. Nei það var of áhættusamt að kalla svona í Björn. Hann er miklu eldri en ég og orðinn alveg hvíthærður. Menn gætu haldið að hann væri ísbjörn og yrði skotinn. Nei, ég vil ekki láta skjóta á Björn, þannig að ég ákvað að betra væri að þegja og sleppa því að kaupa ísinn. Löggurnar á undan mér eru kannski skotglaðar. Það tók lögguna fyrir norðan ekki nema 16 mínútur að finna ísbjörninn úti í móa og umkringja hann. Það var víst ekki skotið neinu deyfilyfi í hann, heldur dauðalyfi. Mér skildist að hann hefði drepist skyndilega úr blýeitrun. Með löggurnar og Björn inni á sama gólfi ætti Björn ekki sjens ef þeir myndu misskilja spurningu mína til Björns.
Mikið vildi ég að þessir fjandans ísbirnir hætti að koma til landsins svo maður geti keypt ís fyrir vinnufélagana án þess að vera dauðhræddur um að þeir verði skotnir ef maður talar ógætilega um það sem mann langar að borða með þeim.
![]() |
Búið að skjóta ísbjörninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Keyrðu út í skurð á Mars, dráttarbíllinn á tunglinu.
27.1.2010 | 12:40
Þetta er nú ljóta aksturslagið hjá NASA, að keyra út í skurð á Mars og komast ekki upp úr honum aftur. Var ökumaðurinn fullur, ég myndi athuga það. Þetta er alltof dýrt ökutæki til að skilja eftir oní skurði. Næsti dráttarbíll er víst á tunglinu, ekki veit ég hvort þeir hafa einhvers staðar spotta til að tengja á milli. Og af hverju er þessi skurður þarna, voru einhverjar geimverur í jarðabótavinnu og framræslu án þess að láta NASA vita. Þeir eru alltaf eins þessir bændur, á kafi í jarðrækt og alveg sama þó ríkir Ameríkanar á fleygiferð út um heima og geima keyri oní skurði. Það hefur ekki einu sinni verið skilinn eftir tjakkur til að redda malbiksbúunum.
Það verður að sekta NASA fyrir þetta aksturslag. 15 þúsund kall lágmark. Og setja betri reglur um jarðabótavinnu á Mars.
En kosturinn við þetta aksturslag er að nú þarf að senda dráttarbíl eða betur búið ökutæki til Mars. Það er gríðarlegur hagvöxtur að baki hverju ökutæki sem er keyrt út í skurð á Mars þannig að efnahagur Bandaríkjanna ætti að vænkast fyrr en ella út af þessu umferðaróhappi. Og svo verður auðvitað hægt að skála bráðum fyrir fyrsta einkafyrirtækinu á Mars, sem verður væntanlega bílakirkjugarður. Þannig að þetta er nú ekki alveg alslæmt.
Svo má kannski orða þetta einhvern veginn svona:
NASA á leiðinni út í geim,
sendi bíl að skoða heim.
Á Mars þeir þeyttust yfir urð
og misstu bílinn út í skurð.
Þessi ferð fór ekki vel,
bílstjórinn fullur að ég tel.
Umferðarreglur óvirtar,
þeir ættu að keyra varlegar.
Ökuferðin var æði dýr,
afraksturinn brotajárnshaugur nýr.
Þetta multimilljarða ferðalag,
tók um það bil hálfan dag.
![]() |
NASA viðurkennir ósigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skv. nýrri frétt eru þrjár af 4 stærstu olíulindum heimsins í Írak. Ein olíulind í Saudi Arabíu er ennþá stærri. Nú er verið að semja við nokkur stór olíufélög sem fá nýtingarrétt að þessari olíu fyrir algjört slikk. Með heimsmarkaðsverð á olíu upp á ca. 70 dollara á fatið eru þessi félög að greiða um eða innan við 2 dollara fyrir nýtingarréttinn. Þar að auki er mjög auðvelt að ná olíunni upp þannig að vinnslukostnaður er í lágmarki og hellingur af olíu til staðar. Svona nýta menn annarra auðlindir og hirða hagnaðinn sjálfir. Ég er ekki hissa þó menn spyrni við fótum í þessum löndum. Og eins og oft hefur verið ýjað að er olíuforðinn í landinu eflaust meginástæða innrásarinnar og fjöldamorðanna þarna. Það er greinilegt á þessari frétt að peningalega er stórgróði af þessari olíu og skiptir litlu þó tugir eða hundruð þúsunda manna séu drepnir til að ná olíunni.
En hér er fréttin sem segir okkur nánar af olíubúskap framtíðarinnar.
http://finance.yahoo.com/family-home/article/108651/the-worlds-biggest-oil-reserves
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðabókin tekur af öll tvímæli, þetta eru landráð. Það þarf ekkert að spara það orð.
26.1.2010 | 13:57
Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:
Brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.
Lýstar kröfur í bankana eru um 17.000 milljarðar. Heildarverðmæti Íslands er um 4.600 milljarðar skv. fasteignamati í ársbyrjum 2009.
Ljóst er að stórkostleg svik og fjöldi ólöglegra gerninga eru að baki hruninu og að það er ekki eintómt óviljaverk.
Afleiðingar hrunsins vega ótvírætt að sjálfstæði ríkisins bæði inn á við og út á við. Þegnarnir eru skattpíndir í drep inn á við til að borga eins og hægt er af skuldum útrásarinnar út á við. Öll starfsemi hins opinbera, öryggismál jafnt sem annað er skorin niður af krafti.
Þetta hrun uppfyllir allar kröfur til að hægt sé að tala um landráð, og gott betur.
Við skulum því bara kalla hlutina sínu rétta nafni, ég veit ekki til hvers þetta orð er eiginlega með í íslenskunni ef ekki má nota það núna. Það er líka hægt að nota orðið föðurlandssvik um þetta, það hefur sömu merkingu og landráð. Það er kannski betra, allavega skilja menn að það er ekki hægt að nota orðið föðurlandsást um aðgerðir sem hafa gert landið gjaldþrota. Það sem hefur gerst er varla í þeim dúr. En mér væri svo sem sama þó við leggðum af íslenskuna og tækjum t.d. upp ensku í staðinn. Þá myndum við nota orðið "treason" en ekki landráð ef einhverjum þykir það betra.
Annars er það farið að pirra mann hve mikið er reynt að tala vandann niður. Það er alls staðar verið að reyna að telja fólki trú um að gleyma þessu bara og láta eins og allt sé í lagi. Að það geri ekkert gagn að taka á einum eða neinum. Að svo margir sem tóku þátt í að koma öllu til andskotans séu svo góðir starfskraftar og mikilvægir fyrir þjóðina að það megi ekki refsa þeim o.s.frv. Enda eru þeir enn settir í lykilstöður í endurtekningunni, eða endurreisninni eins og sumir vilja kalla þær aðgerðir sem nú eru í gangi.
![]() |
Nota á hugtakið landráð varlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eintóm sýndarmennska - Alltof fálmkenndar rannsóknir.
26.1.2010 | 13:28
Það virkar auðvitað eins og eitthvað sé verið að taka á málum þegar fréttist af húsleitum í tengslum við viðskipti Exista og slíkra aðila.
En þetta er alltof seint í rassinn gripið. Og það er alltof lítið að gert. Húsleit er bara eitt atriði af fjölmörgum sem hefði þurft að gera fyrir löngu síðan.
Ég ætla bara að hamra hér á því sem ég hef oft nefnt áður undanfarið ár hér á blogginu.
Það á að stinga öllu útrásarliðinu í steininn. Ástæðan er grunur um alls kyns fjársvik, markaðsmisnotkun, málamyndagerninga og spillingu auk þess að staðfest er gríðarlegt tap banka og annarra fyrirtækja í eigu þessara manna og undir stjórn þeirra. Það eitt og sér vekur auðvitað nægar grunsemdir til að setja alla inn á meðan þau mál eru rannsökuð.
Það á að frysta allar finnanlegar eignir þessara aðila. Ástæðan er grunur um að þær séu illa fengnar og þær þurfi að nota til að greiða fyrir tap sem annars lendir á saklausum aðilum, innlendum og erlendum.
Það á að leita uppi allar faldar eignir þessara aðila á leynireikningum og í skattaskjólum. Og það á að rekja upp alla óeðlilega fjármálagerninga og útlán í bönkunum. Rifta þeim gerningum og ná peningum til baka.
Þetta sem ég tel upp hér að ofan eru allt hefðbundnar aðgerðir skv. íslenskum lögum og venjum þegar alvarleg mál hafa komið upp áður. Það er vissulega ekki oft, en ekkert af þessu er án fordæma. Það er alveg stórfurðulegt að nú megi ekki taka á málum með venjubundnum hætti.
Ein og ein húsleit er alveg gagnslaus í þessu ferli. Það er ljóst að spillingin í landinu er þvílík að það er ekki ætlunin að grípa til neinna sérstakra aðgerða út af þessu einu stærsta þjófnaðarmáli í viðskiptasögu heimsins, þegar heilt land hefur verið rænt öllu fé og öllu fémætu á örfáum árum af örfáum aðilum. Það er greinilegt að þeir hafa kunnað tökin á stjórnkerfinu vel miðað við hve algjörlega þeir sleppa við aðgerðir og óþægindi af hálfu yfirvalda.
Þetta lætur þjóðin ennþá bjóða sér, það er enn hægt að ljúga okkur full. Fréttir af húsleitum í dag ættu að þagga niður í okkur í nokkrar vikur eða mánuði. Meira þarf ekki til að við trúum flest að nú eigi að fara að taka á þessu.
![]() |
Hlutafjáraukning rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lánaverðbólgan heldur samt áfram á fullri ferð.
26.1.2010 | 11:38
Ef hratt lækkandi húsnæðisverð er að halda aftur af verðbólgunni þá væri nú eðlilegt að sjá eitthvert samræmi milli húsnæðisverðs og hreyfingar á húsnæðislánum. En þau halda áfram að hækka sem aldrei fyrr. Byggingarvísitalan hefur hækkað sáralítið á undanförnu ári. Það er heldur ekkert samræmi þar með hækkun á húsnæðislánum. Þetta kerfi getur ekki gengið svona, að verðlag hlutanna sé allt samtengt í alls konar vísitölum en þróist samt í sitt hvora áttina. Skattahækkanir á bensín og brennivín og margt fleira eru notaðar til að ákveða hvað á að borga mikið af húsnæðislánum. Launaþróun og atvinnuþáttaka er alls ekki tekin inn í þessar mælingar. Því síður breytingar á kaupmætti. Þetta vísitölukerfi virkar í raun þannig núna að ríkið ræður vísitölunum. Það eru fyrst og fremst ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem eru að hafa áhrif á lánavísitölur. Þær eru hins vegar í engu sambandi eða tengingu við þróun á helstu liðum hagkerfisins. Þannig er fjármagn verðlagt sérstaklega óháð réttri og raunverulegri hagþróun. Þetta er nú meira bullið. Getur ekki farið vel.
![]() |
Vilhjálmur: Húsnæðisliðurinn skiptir miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Setjum apa í ríkisstjórnina og bankana líka.
25.1.2010 | 23:54
Það er spurning hvað fulltrúar AGS og Breta myndu gera ef þeir hittu alls staðar fyrir simpansa í stjórnkerfinu og bönkunum hér þegar verið er að sækja peninga og undirskriftir til Íslands út af hruninu. Ég er fullviss um að þessum aðilum tækist síður að féfletta þjóðina ef simpansar væru fulltrúar okkur, en ekki Jóhanna og Steingrímur og Gylfi og Icesave samninganefndin hans Svavars.
Mér líður eiginlega eins og algjörum apa að hafa ekki áttað mig á þessu fyrr. Svo gætu aparnir tekið myndir af Bretum og AGS og við notað þær í áróðursstríði í Bretlandi. Ég er viss um að það myndi virka vel. Ég held að þjóðin ætti að hugleiða þetta.
Úr því að þjóðin vill ekki ráða neinu sjálf með beinu lýðræði og fáir eru ánægðir með ríkisstjórnina og það sem hún er að gera þá ættum við í alvöru að skoða að fara apaleiðina í efnahagsvandanum.
![]() |
Fyrsta kvikmyndin gerð af öpum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)