Færsluflokkur: Bloggar
Eðlileg lausn á vandanum.
25.1.2010 | 23:24
Mér finnst þetta mjög eðlileg lausn á vanda Álftaness. Ríkið kaupir einfaldlega skuldirnar og leysir þannig vandann. Þetta er akkúrat það sama og ríkið er að gera með Icesave og helling af öðrum skuldum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Björgólfs Thors og þeirra líka og samstarfsmanna. Því ekki að gera þetta líka fyrir fólkið í landinu. Það er ekki bara eðlilegt, heldur miklu eðlilegra að gera þetta fyrir landsmenn almennt heldur en að gera þetta bara fyrir örfáa útrásargemlinga svo þeir haldið haus og lifað í vellystingum praktuglega í London og víðar. Ríkið keypti af þessum mönnum fullt af skuldum vegna einkaþotna og lúxussnekkja og alls konar annars bruðls og óþarfa. Þetta er löngu búið að gera, var gert þegar ríkisbankarnir voru látnir kaupa ónýta pappíra í peningamarkaðssjóðum. Því skyldi nú ekki mega gera eitthvað sambærilegt fyrir almenning svo hann geti synt eða hlaupið úr sér hrollinn út af hruninu.
Ég er að meina þetta í alvöru og ætla rétt að vona að pöpullinn fari nú ekki að níða þessa hugmynd niður sem kemur honum sjálfum til góða þegar fjölmargir lofa í hástert þessa ríkisstjórn sem er búin að gera þetta nú þegar fyrir nokkra útvalda án þess að mikið sé fundið að því.
![]() |
Ríkissjóður kaupi hlutabréf Álftaness í Fasteign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er allavegi efni í góða bíómynd!!
25.1.2010 | 23:04
Niðurskurður hins opinbera bitnar á öllum utan skjaldborgarinnar frægu. Þar fyrir innan eru fáir útvaldir sem sleppa miklu betur en aðrir. En allir aðrir verða að róa á önnur mið núna. Ég hef fulla samúð með þeim fjölmörgu hópum sem missa spón úr aski sínum, jafnvel allan askinn, út af þessari ríkisstjórn sem hefur valið að borga fyrir útrásarvíkinga svo þeir geti lifað sem kóngar með hirð sinni í útlöndum. Það er ekkert skorið við nögl það sem er borgað fyrir þessa kónga og glæpamenn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson og einhverja vogunarsjóði og háttsetta erlenda bankaræningja sem verða að fá sitt, hvað sem tautar og raular. Það er ekki virðingu fullvalda þjóðar samboðið að standa ekki við skuldbindar sínar, sem enginn virtist vita um fyrr en rukkunin kom, gagnvart alþjóðlegum seðlaprentsmiðjum og óprúttnum fjármálavafningafyrirtækjum. Samt komu peningarnir aldrei hingað. Nei, en af því að nokkrir Íslendingar voru sendlar og sölumenn í þessu ævintýri þá tapaði þjóðin allavega 17 000 000 000 000 000 krónum. Af þessu má víst afskrifa helling af matadorpeningum en samt þarf að nota öll verðmæti sem til eru í landinu og gott betur til að borga restina.
Er þetta ekki bara efni í helv. góða bíómynd?? Lítið á jákvæðu hliðarnar og gerið nú góða mynd um þetta. Það hlýtur að vera hægt þó hún verði kannski svoldið fátækleg að sumu leyti.
![]() |
Fordæmislaus niðurskurður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leyfðu okkur að gráta með þér.
25.1.2010 | 13:11
Ég skil það vel að Tryggvi hafi verið gráti nær við gerð skýrslunnar þegar hann var að fara yfir göng sem nefndin hefur verið að skoða og melta. En það er engin ástæða til að gráta einn yfir þessu. Nefndin á að leyfa okkur að gráta með henni. Það á að birta skýrsluna strax þó hún sé kannski ófullgerð. Þetta er löngu orðið nógu spennandi og óþarfi að byggja upp meiri spennu ef það er ætlunin. Og þetta hefur örugglega engin áhrif sem máli skipta á Icesave kosninguna. Það tekst ekki að snúa þjóðinni í því máli með því að fela þessi óþægindi.
Ég skora því á nefndarmenn að koma nú fram með skýrsluna og leggja hana á borðið og leyfa okkur að gráta með ykkur yfir ósómanum. Þið verðið hvort eð er að leggja þetta fram fyrr eða síðar.
![]() |
Gráti nær yfir efni skýrslunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkissaksóknari byrði á ríkinu.
25.1.2010 | 12:29
Ríkissaksóknari virðist vera vanhæfur í mörgum málum vegna tengsla. Færa hefur þurft mál undir sérstaka saksóknara svo þau ónýtist ekki vegna tengsla. Þarna virðist vera tilfellið að í starfinu sé maður sem hentar alls ekki í það vegna persónulegra tengsla. Í hagræðingarbylgjunni sem nú gengur yfir hjá ríkinu væri skynsamlegt að finna manninum eitthvað annað að gera og finnan annan ríkissaksóknara sem ekki er svona mikið tengdur þeim málum sem hann fær á sitt borð.
Eins og staðan er í dag, að ríkissaksóknari er svo oft óhæfur sem raun ber vitni þá er hann bara óþörf byrði, útgjöld, fyrir ríkið. Þetta gengur ekki núna, það tíðkaðist á árinu 2007 að hafa fullt af fólki á launaskrá án þess að mikils árangurs væri krafist af því í staðinn. Nú gengur það ekki, það þarf að nýta hvern mann og hverja krónu sem best. Lagið þetta.
![]() |
Ákæra afturkölluð vegna tengsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er þetta nú ekki grunsamlegt, frestun eftir frestun??
25.1.2010 | 11:22
Er ekki hægt að koma með bráðabirgðaskýrslu til að setja allavega fram það sem liggur orðið ljóst fyrir, þó eitthvað meira komi kannski seinna? Af hverju er verið að fresta þessu aftur? Hvaða sjónarspil er nú í gangi? Er einhver að stýra nefndinni utanfrá? Er það ríkisstjórnin sem ætlaði að hafa allt upp á borðum? Er þetta sjálfstæð nefnd eða ekki? Eftir allan þennan tíma hlýtur ýmislegt að liggja ljóst fyrir, af hverju má ekki setja það fram?
Svona frestanir vekja bara spurningar og vantrú. Er hvergi gat á spillingunni?
![]() |
Skýrslan frestast enn lengur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar krafa Tchenguiz verður samþykkt geta allir viðskiptavinir Kaupþings gert kröfur á sömu forsendu.
25.1.2010 | 01:03
Eftir því sem fram hefur komið í öðrum fréttum af þessum kröfum Tchenguiz á þrotabú Kaupþings þá er forsendan fyrir skaðabótakröfunni fyrst og fremst sú að staða bankans þegar hann stundaði sín viðskipi við hann hafi verið önnur og verri en honum var gefið til kynna. Hann hafi verið blekktur með lygasögu um að þetta væri traustur og sterkur banki, þvert á það sem reyndist vera. Þetta er eflaust alveg rétt hjá honum, þó viðskiptin við þennan mann virðist síður en svo hafa verið til að bæta þessa stöðu. En ef þessi forsenda heldur þá á hún líka við um alla aðra viðskiptavini Kaupþings á sama tíma. Þannig að verði þessi krafa einhvern tíma samþykkt á þessari forsendu hlýtur að skapast sambærileg bótaábyrgð gagnvart öðrum viðskiptavinum Kaupþings á þessum tíma.
Þannig að það er skiljanlegt að slitastjórn bankans hafni kröfunni, en aðrar fréttir herma raunar að við því sé búist af Tchenguiz, og þetta sé aðeins forréttur að dómsmáli sem fylgi síðan í kjölfarið. Þar hlýtur Tchenguiz að telja sig eiga einhverja möguleika, annars væri varla verið að standa í þessu.
Og þá verður nú fróðlegt að sjá hvort aðrir viðskiptavinir fái sambærilegan bótarétt gagnvart þrotabúi bankans.
![]() |
Skuldari vill skaðabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heppni fyrir ESB að Bretland notar ekki evruna.
24.1.2010 | 14:08
Það er mikil heppni nú fyrir ESB að Bretland skuli ekki hafa tekið upp evru. Opinberar skuldir Bretlands og erlendar skuldir sömuleiðis eru gríðarlegar, sennilega u.þ.b. svipaðar og skuldir Grikklands, Írlands og Spánar til samans. Það myndi því algjörlega gera út af við evruna í þessu ástandi ef þetta lang skuldugasta ríki ESB notaði evru sem gjaldmiðil. Hins vegar má svo sem búast við að fallandi gengi pundsins muni hafa áhrif á gengi evrunnar.
En í bili má reikna með að evran tóri í gegn um þessa fjármálakreppu þó hún eigi eftir að falla gríðarlega innan tíðar. Ég spái þó að evran fari ekki að falla að ráði fyrr en á næsta ári. Enn er hægt að mjólka fjölmarga ríkissjóði evrulanda á þessu ári til að halda gengi hennar stöðugu og það verður gert þar til allir ríkiskassar eru tómir. Svo fellur hún.
![]() |
Óttast að evran hrynji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er ekki lýðræði, heldur fáræði. Hér ræður ekki lýðurinn, heldur fáráðlingarnir.
23.1.2010 | 01:30
Enn er fyrirhugað að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það er gott. En um leið eru allir ráðamenn þjóðarinnar að hugsa um hvað þeir geta gert til að halda áfram með málið í andstöðu við vilja þjóðarinnar þegar atkvæði hafa fallið. Ekki virðist vera inni í myndinni að hlýta lýðræðislegri niðurstöðu möglunarlaust.
Ég hef verið að velta aðeins fyrir mér lýðræðinu og því hvað ráðamönnum þykir slæmt að lúta því. Þess vegna er lýðræðið alls staðar útfært á eins ólýðræðislegan hátt og hægt er í heiminum í dag.
Þessi ólýðræðislega útgáfa af lýðræðinu kemur fram í því að lýðurinn fær ekkert að skipta sér af afgreiðslu nokkurra mála, að frátöldum örfáum undantekningum í stöku löndum. Reglan er sú að lýðurinn fær bara að kjósa sér valdaræningja til nokkurra ára í senn og þó varla. Því það eru bara kosnir flokkar en ekki einstaklingar í flestum löndum. Það eru sem sagt kosnir þessir milliliðir, flokkar og fulltrúar þeirra. Þannig ríkir í raun fáræði, sem er náskylt einræði, en ekki lýðræði. Lýðurinn kýs fáa fulltrúa en hefur hins vegar engin bein áhrif á ákvarðanatöku þessara fulltrúa. Þeir gera það sem þeim sýnist að kosningabaráttu lokinni.
Í stuttu máli má draga þetta saman. Á frekar ólýðræðislegan hátt kemur lýðurinn sér saman um fáræði stjórnmálaflokka til fjögurra ára í senn. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna, réttilega má kalla þá fáráðlinga í þessu samhengi, fara svo með völdin eins og einræðisherrar, að eigin geðþótta og án afskipta lýðsins þar til kjörtímabili lýkur.
Er að undra að þetta kerfi gefist yfirleitt misilla, en sjaldan eða aldrei vel?
Förum nú að breyta þessu. Tökum upp beint lýðræði, sem er hið eina raunverulega lýðræði.
![]() |
Eðlilegt að undirbúa viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dýrt að halda úti íslenskri tungu.
23.1.2010 | 01:15
Nú hefði verið gott að vera laus við íslenska tungu. Það er eitt af hinum dýru verkefnum RÚV að viðhalda tungumálinu. Nú er hálft hundrað manna rekið frá stofnuninni í sparnaðarskyni en samt þarf að halda úti þessu handónýta tungumáli. Hugsið ykkur bara hve mikið væri hægt að spara þjóðfélaginu með því að losa það við þetta vandamál sem þetta tungumál er. Það mætti t.d. auðveldlega leggja niður alla innlenda fjölmiðlun á erfiðum tímum nema kannski einhverjar fréttastofur ef ekki þyrfti flest allt sem heyrist í útvarpi og sjónvarpi að vera á íslensku. Ég fullyrði að það væri hægt að borga Icesave á fáum árum með hagræðinu sem hlytist af að leggja niður íslenskuna. Og kannski hefði aldrei orðið neitt Icesave ef við hefðum talað t.d. ensku en ekki íslensku undanfarin ár. Þá hefði það frá upphafi verið á hreinu hvað var að gerast í Landsbankanum. Ekki eins og raunin virðist hafa verið að enginn vissi neitt almennilega af því menn skildu engin alvöru tungumál. Og allavega hefðu kannski náðst betri samningar um klúðrið ef samningamennirnir hefðu talað alvöru tungumál og skilið viðsemjendurnar. Þetta tungumál sem enginn skilur er búið að vera okkur dýr þröskuldur á mörgum sviðum. Samt skal berja hausunum stöðugt við steininn og halda vitleysunni áfram.
![]() |
Alls missa 50 manns vinnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlutabréfamarkaðurinn er krabbamein viðskiptalífsins.
22.1.2010 | 18:20
Það er furðulegt að hlutabréf í bönkum skuli lækka við það að setja eigi skárri reglur um starfsemi þeirra. En þessar reglur ganga m.a. út á að takmarka stærð fjármálafyrirtækja þannig að óhætt verði að láta þau gossa í gjaldþrot þegar stjórnendur hafa klúðrað málum í stað þess að leyfa fyrirtækjunum að verða svo stór að ríkissjóðir neyðist til að bjarga þeim. Þetta verðfall á mörkuðum núna vegna þessara aðgerða bendir til að markaðurinn hafi lítið traust á sjálfum sér og treysti fjármálafyrirtækjum illa til að standa á eigin fótum án framtíðaráskriftar að ríkisaðstoð.
Þetta sýnir vel hvílíkt krabbamein fjármálastarfsemi heimsins er orðin. Þetta er mein sem leggst á allt þjóðfélagið, hvort sem það er í USA eða á Íslandi. Þetta kerfi þarf að endurbyggja frá grunni. Heimurinn gengur ekki án peninga og hann gengur heldur ekki ef fjármálfyrirtækin bera enga virðingu fyrir peningum og háma þá í sig eins og sælgæti í stað þess að geyma þá fyrir rétta eigendur þeirra og endurlána gegn sanngjarnri þóknum eins og þeim ber með réttu að gera.
Þetta einfalda grunnatriði í bankastarfsemi, að fara vel með peningana, virðist löngu gleymt í bönkunum. Nú gengur allt út á að stela sem mestum peningum og láta svo aðra borga. Þetta er krabbamein fjármálastarfseminnar sem þarf að skera hraustlega í.
![]() |
Obama hefur áhrif á hlutabréfaverð í bönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)