Heppni fyrir ESB að Bretland notar ekki evruna.

Það er mikil heppni nú fyrir ESB að Bretland skuli ekki hafa tekið upp evru. Opinberar skuldir Bretlands og erlendar skuldir sömuleiðis eru gríðarlegar, sennilega u.þ.b. svipaðar og skuldir Grikklands, Írlands og Spánar til samans. Það myndi því algjörlega gera út af við evruna í þessu ástandi ef þetta lang skuldugasta ríki ESB notaði evru sem gjaldmiðil. Hins vegar má svo sem búast við að fallandi gengi pundsins muni hafa áhrif á gengi evrunnar.

En í bili má reikna með að evran tóri í gegn um þessa fjármálakreppu þó hún eigi eftir að falla gríðarlega innan tíðar. Ég spái þó að evran fari ekki að falla að ráði fyrr en á næsta ári. Enn er hægt að mjólka fjölmarga ríkissjóði evrulanda á þessu ári til að halda gengi hennar stöðugu og það verður gert þar til allir ríkiskassar eru tómir. Svo fellur hún.


mbl.is Óttast að evran hrynji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband