Þegar krafa Tchenguiz verður samþykkt geta allir viðskiptavinir Kaupþings gert kröfur á sömu forsendu.

Eftir því sem fram hefur komið í öðrum fréttum af þessum kröfum Tchenguiz á þrotabú Kaupþings þá er forsendan fyrir skaðabótakröfunni fyrst og fremst sú að staða bankans þegar hann stundaði sín viðskipi við hann hafi verið önnur og verri en honum var gefið til kynna. Hann hafi verið blekktur með lygasögu um að þetta væri traustur og sterkur banki, þvert á það sem reyndist vera. Þetta er eflaust alveg rétt hjá honum, þó viðskiptin við þennan mann virðist síður en svo hafa verið til að bæta þessa stöðu. En ef þessi forsenda heldur þá á hún líka við um alla aðra viðskiptavini Kaupþings á sama tíma. Þannig að verði þessi krafa einhvern tíma samþykkt á þessari forsendu hlýtur að skapast sambærileg bótaábyrgð gagnvart öðrum viðskiptavinum Kaupþings á þessum tíma.

Þannig að það er skiljanlegt að slitastjórn bankans hafni kröfunni, en aðrar fréttir herma raunar að við því sé búist af Tchenguiz, og þetta sé aðeins forréttur að dómsmáli sem fylgi síðan í kjölfarið. Þar hlýtur Tchenguiz að telja sig eiga einhverja möguleika, annars væri varla verið að standa í þessu.
Og þá verður nú fróðlegt að sjá hvort aðrir viðskiptavinir fái sambærilegan bótarétt gagnvart þrotabúi bankans.


mbl.is Skuldari vill skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband